Hin bandaríska Delaney Baie Pridham hefur samið við Kristianstad en þetta var staðfest á heimasíðu sænska félagsins í dag.
Delaney lék tíu leiki fyrir ÍBV í Pepsi Max deildinni í sumar og skoraði í þeim sjö mörk. Er hún markahæsti leikmaður Eyjakvenna í sumar.
Hjá Kristianstad hittir hún fyrir íslensku landsliðskonurnar Sif Atladóttir og Sveindísi Jane Jónsdóttir. Þjálfari liðsins að sjálfsögðu Elísabet Gunnarsdóttir, fyrrum þjálfari meðal annars ÍBV.