Hafa flest tól og tæki til að sinna eftirliti með fiskeldi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. ágúst 2021 13:01 Hrönn Ólína Jörundsdóttir er forstjóri Matvælastofnunar. Hún telur ekki að illa farinn lax sé algengt vandamál hjá fiskeldisfyrirtækjum. stöð 2/veiga grétarsdóttir Matvælastofnun telur sig vel í stakk búna til að hafa eftirlit með fiskeldisfyrirtækjum á landinu. Farið verði í saumana á myndefni af illa förnum laxi úr sjókvíum á Vestfjörðum sem kajakræðari tók í vor. Myndirnar hafa farið sem eldur um sinu um samfélagsmiðla síðustu daga og vakið nokkurn óhug fólks. Á þeim má sjá mjög illa særða laxa sem synda um sjókvíar fyrirtækjanna Arnarlax og Arctic Fish í Dýrafirði og Arnarfirði. Þessi lítur ekki sérlega vel út.veiga grétarsdóttir Ekki algengt vandamál Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar (MAST), telur að illa farinn lax sé ekki algengt vandamál hjá fiskeldisfyrirtækjum. MAST tekur myndunum þó alvarlega og mun skoða hvort málið kalli á viðbrögð frá stofnuninni: „Við erum að fara yfir málið og skoða hvað gerðist. Hvað fór úrskeiðis hjá fyrirtækinu og erum að skoða það hvort að við bregðumst við á einhvern hátt eða hvort við teljum að viðbrögð fyrirtækisins við atvikinu séu nægjanleg,“ segir Hrönn. Er þetta algengt vandamál í sjókvíum landsins? „Ég held að þetta sé nú ekki algengt vandamál en það eru náttúrulega afföll af fiskunum í fiskeldi almennt og það er alltaf það sem við teljum vera eðlileg afföll eins og er í öllu dýraeldi. Afföllin eru yfirleitt mest til að byrja með, á seiðastiginu, og svo minnka afföllin eftir því sem fiskarnir verða eldri en það er þá verið að skoða hvort þetta séu eðlileg afföll eða ekki.“ Illa farið hrognkelsi úr sjókví. veiga grétarsdóttir Svo særður lax fer ekki á diskinn Náttúruverndarsamtök hafa lengi lagst gegn opnu sjókvíaeldi við strendur landsins. Instagram-síðan Vissiru kom nýlega fram en hún birtir þar ýmsar fullyrðingar um neikvæðar hliðar laxeldisins. Ein skilaboð þeirra hafa farið víða á samfélagsmiðlinum undanfarna daga; mynd af afar særðum laxi með yfirskriftinni: „Vissiru að laxinn sem þú borðar gæti hafa litið svona út?“ View this post on Instagram A post shared by @vissiru „Það eru alltaf einhverjir fiskar sem að særast og það er þá á ábyrgð fyrirtækjanna að finna þessa fiska, ef þeir særast, smitast eða fá bakteríusýkingu í sár. Að veiða þá og aflífa þá svo að þeir þurfi ekki að þjást,“ segir Hrönn. Getur laxinn sem við borðum litið svona út? „Nei, fyrirtækin eru ekki að aflífa svona fisk og selja hann til matar. Þau eru að aflífa honum og farga honum. Þegar löxunum er slátrað eru þeir teknir upp úr sláturkví og þeim er slátrað öllum í einu. Í þessu tilviki held ég að þetta séu bara einhverjir fiskar sem hafi orðið eftir og fyrirtækinu hefur yfirsést að finna.“ Eftirlit sé nægt með fyrirtækjunum Náttúruverndarsamtök hafa lengi kallað eftir betra eftirliti með sjókvíaeldi á Íslandi. Hrönn telur MAST þó vel í stakk búna til að halda vel utan um eftirlit með geiranum. „Já, ég held að við höfum svona flest tól og tæki til að hafa eftirlit með þessum fyrirtækjum. Og við í raun og veru líka skoðum innra eftirlit fyrirtækjanna. Fyrirtækin sjálf eru með eigið eftirlit sem við þá skoðum og athugum hvort að sé nægjanlegt,“ segir hún. Lax sem lítur svona út ætti aldrei að enda á disk neytenda.veiga grétarsdóttir „Það má líka benda á til dæmis að nú er komið í loftið mælaborð fiskeldis, þar sem fyrirtækin þurfa að senda inn til okkar framleiðslutölur mánaðarlega og þá skoðum við þær og höfum meðal annars þá eftirlit með því hvort afföllin séu orðin óeðlileg, hvort það sé eitthvað sem hefur komið upp á, hvort það séu veikindi og sýkingar eða komið upp slys. Þannig fylgjumst við með fyrirtækjunum, þau senda mánaðarleg gögn til okkar og svo förum við einnig í eftirlitsferðir til þeirra.“ Matvælaframleiðsla Fiskeldi Umhverfismál Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Myndirnar hafa farið sem eldur um sinu um samfélagsmiðla síðustu daga og vakið nokkurn óhug fólks. Á þeim má sjá mjög illa særða laxa sem synda um sjókvíar fyrirtækjanna Arnarlax og Arctic Fish í Dýrafirði og Arnarfirði. Þessi lítur ekki sérlega vel út.veiga grétarsdóttir Ekki algengt vandamál Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar (MAST), telur að illa farinn lax sé ekki algengt vandamál hjá fiskeldisfyrirtækjum. MAST tekur myndunum þó alvarlega og mun skoða hvort málið kalli á viðbrögð frá stofnuninni: „Við erum að fara yfir málið og skoða hvað gerðist. Hvað fór úrskeiðis hjá fyrirtækinu og erum að skoða það hvort að við bregðumst við á einhvern hátt eða hvort við teljum að viðbrögð fyrirtækisins við atvikinu séu nægjanleg,“ segir Hrönn. Er þetta algengt vandamál í sjókvíum landsins? „Ég held að þetta sé nú ekki algengt vandamál en það eru náttúrulega afföll af fiskunum í fiskeldi almennt og það er alltaf það sem við teljum vera eðlileg afföll eins og er í öllu dýraeldi. Afföllin eru yfirleitt mest til að byrja með, á seiðastiginu, og svo minnka afföllin eftir því sem fiskarnir verða eldri en það er þá verið að skoða hvort þetta séu eðlileg afföll eða ekki.“ Illa farið hrognkelsi úr sjókví. veiga grétarsdóttir Svo særður lax fer ekki á diskinn Náttúruverndarsamtök hafa lengi lagst gegn opnu sjókvíaeldi við strendur landsins. Instagram-síðan Vissiru kom nýlega fram en hún birtir þar ýmsar fullyrðingar um neikvæðar hliðar laxeldisins. Ein skilaboð þeirra hafa farið víða á samfélagsmiðlinum undanfarna daga; mynd af afar særðum laxi með yfirskriftinni: „Vissiru að laxinn sem þú borðar gæti hafa litið svona út?“ View this post on Instagram A post shared by @vissiru „Það eru alltaf einhverjir fiskar sem að særast og það er þá á ábyrgð fyrirtækjanna að finna þessa fiska, ef þeir særast, smitast eða fá bakteríusýkingu í sár. Að veiða þá og aflífa þá svo að þeir þurfi ekki að þjást,“ segir Hrönn. Getur laxinn sem við borðum litið svona út? „Nei, fyrirtækin eru ekki að aflífa svona fisk og selja hann til matar. Þau eru að aflífa honum og farga honum. Þegar löxunum er slátrað eru þeir teknir upp úr sláturkví og þeim er slátrað öllum í einu. Í þessu tilviki held ég að þetta séu bara einhverjir fiskar sem hafi orðið eftir og fyrirtækinu hefur yfirsést að finna.“ Eftirlit sé nægt með fyrirtækjunum Náttúruverndarsamtök hafa lengi kallað eftir betra eftirliti með sjókvíaeldi á Íslandi. Hrönn telur MAST þó vel í stakk búna til að halda vel utan um eftirlit með geiranum. „Já, ég held að við höfum svona flest tól og tæki til að hafa eftirlit með þessum fyrirtækjum. Og við í raun og veru líka skoðum innra eftirlit fyrirtækjanna. Fyrirtækin sjálf eru með eigið eftirlit sem við þá skoðum og athugum hvort að sé nægjanlegt,“ segir hún. Lax sem lítur svona út ætti aldrei að enda á disk neytenda.veiga grétarsdóttir „Það má líka benda á til dæmis að nú er komið í loftið mælaborð fiskeldis, þar sem fyrirtækin þurfa að senda inn til okkar framleiðslutölur mánaðarlega og þá skoðum við þær og höfum meðal annars þá eftirlit með því hvort afföllin séu orðin óeðlileg, hvort það sé eitthvað sem hefur komið upp á, hvort það séu veikindi og sýkingar eða komið upp slys. Þannig fylgjumst við með fyrirtækjunum, þau senda mánaðarleg gögn til okkar og svo förum við einnig í eftirlitsferðir til þeirra.“
Matvælaframleiðsla Fiskeldi Umhverfismál Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira