Tvö börn á rúmlega ári og aldrei eins ástfangin Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 4. september 2021 11:01 Tískugyðjan, viðskiptafræðineminn og nú tveggja barna móðirin Helga Jóhannsdóttir talar um upplifun sína af meðgöngum og móðurhlutverkinu í viðtalsliðnum Móðurmál. „Fyrir mér hefur faraldurinn aðallega haft góð áhrif á fæðingarorlofið en til dæmis voru engar heimsóknir leyfðar upp á deild eftir fæðingu. Persónulega finnst mér það frábært þar sem þetta er svo rosalega viðkvæmur sem og dýrmætur tími fyrir foreldra og barn að kynnast.“ Þetta segir Helga Jóhannsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. Helga og kærastinn hennar, Magnús Darri Sigurðsson, eignuðust tvö börn á tveimur árum en fyrsta barn þeirra, Bríet, kom í heiminn í fyrstu bylgju Covid-faraldursins þann 26. apríl 2020. Faraldurinn hafði mikil áhrif á líðan mína síðustu vikurnar á meðgöngunni þar sem mikil óvissa var um veiruna á þeim tíma. Einnig voru takmarkanir í gangi á fæðingardeildunum og makar ekki leyfðir í öllu ferlinu, sem olli töluverðum kvíða hjá mér. „Við vorum þó heppin að vera upp á Akranesi og Magnús fékk að vera með mér nánast allan tímann, hann var hjá mér alla fæðinguna og meirihlutann af sængurlegunni,“ segir Helga. Helga í göngu með systkinavagninn. Hún segir það vissulega geta reynt á að vera með tvö ungabörn en hún sé þó mjög lánsöm með fólkið í kringum sig og fái því mikinn stuðning. Nýtur síðustu mánaðanna í fæðingarorlofi Fjölskyldan er búsett á Hellissandi á Snæfellsnesi en Magnús starfar þar sem skipstjóri á skipi sem rær frá Rifi. Helga stundar nám í viðskiptafræði með áherslu á sjávarútveg í Háskólanum á Akureyri. „Við fluttum hingað í byrjun árs 2017 og tókum svo þátt í að opna veitingastað hér í bænum sumarið 2017 sem heitir Viðvík Restaurant. Þar stóð ég vaktina öll sumur áður en við eignuðumst börnin okkar. Við erum þó farin út úr rekstrinum núna en mágur minn, svilkona og tengdaforeldrar reka Viðvík áfram.“ Helga byrjaði í viðskiptafræðinni árið 2018 og segist hún spennt að komast aftur út á vinnumarkaðinn þó ekki sé ákveðið hvað taki við eftir fæðingarorlofið. „Ég tek yfirleitt þrjá til fjóra áfanga á hverri önn en ég ákvað í vor að segja mig úr áföngunum sem ég var að taka þá og reyna frekar að njóta síðustu mánaðanna í fæðingarorlofi með stelpunni minni.“ Helga segir tímann með tvö ungabörn vissulega geta reynt á en fjölskyldan sé mjög lánssöm með fólkið í kringum sig og fái mikla hjálp frá ömmum og öfum. Helga og dóttirin Bríet njóta saman í fæðingarorlofi. Hér fyrir neðan svarar Helga spurningum í viðtalsliðnum Móðurmál. Fullt Nafn? Helga Jóhannsdóttir. Aldur? 26 ára. Fyrsta barn og hvenær það kom í heiminn. Bríet Lív, fædd 26. apríl 2020. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk í seinna skiptið? Á báðum meðgöngunum mínum hef ég fengið mjög væg einkenni, eina sem lét mig gruna að ég væri ólétt var að ég var orðin aðeins of sein á blæðingar. Ég sagði þó Magnúsi ekki strax að mig grunaði að ég væri ólétt og ákvað að bíða í nokkra daga með að taka próf, með hnút í maganum. Ég tók svo próf einn morguninn og náði strax í Magnús áður en við litum á niðurstöðurnar. Þegar við sáum svo tvö strik á prófinu helltist yfir okkur mikil gleði og auðvitað smá sjokk. Við vorum ekki búin að plana að hafa svona rosalega stutt á milli en við vorum auðvitað í skýjunum. Þakklát fyrir góðar meðgöngur Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Mér leið mjög vel, ég upplifði enga ógleði né óeðlilega þreytu svo líðan mín var mjög góð. Ég var ennþá heima í fæðingarorlofi með eldri dóttur mína svo ég náði að leggja mig yfir daginn á meðan hún var í lúr og var dugleg að hvíla mig þegar ég hafði tækifæri til. Helga segist mjög þakklát fyrir góðar meðgöngur og að henni hafi liði vel og notið þess að vera með bumbu. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Það sem kom mér eiginlega mest á óvart var hvað ég fékk lítil einkenni og fann varla fyrir neinum breytingum nema bara stækkandi kúlu og smá þreytu. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt svona góðar meðgöngur og geri mér fulla grein fyrir því að það er alls ekki sjálfsagt. Einnig gerði ég mér ekki alveg grein fyrir því að síðustu vikurnar yrðu mjög erfiðar líkamlega þar sem ég var heima í fæðingarorlofi með dóttur mína sem var þá ekki enn byrjuð að labba. Líkamleg þreyta var því mikil síðustu sex til átta vikurnar þar sem ég þurfti að halda mikið á henni og sjá mikið um hana ein þar sem maðurinn minn vinnur langa vinnudaga á þessum árstíma. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Mér leið ótrúlega vel með kúluna og fannst það fara mér mjög vel að vera ólétt. Annars pældi ég ekki mikið í því hvernig líkaminn breyttist, það er bara partur af þessu magnaða ferli. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Reynslan mín hefur allavega bara verið góð. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Já, ég hugsaði ekki um annað en jalapeno cheddar brauðið og ostasalatið á Brikk, á tímabili lét ég alla sem voru á leið vestur í heimsókn til mín koma þar við áður. Einnig borðaði ég óhóflega mikið af lúxus saltkaramellu íspinnanum frá Kjörís. Helga og Magnús hafa verið saman í ellefu ár og segir Helga þau aldrei hafa verið eins ástfangin og nú. Fenguð þið að vita kynið? Já, við fengum að vita kynið, ég hafði það á tilfinningunni að ég gengi með strák en Magnús var viss um að þetta væri stelpa. Tilkynntuð þið kynið með einhverjum hætti? Nei, sögðum bara nánustu frá því strax. Lokaspretturinn krefjandi Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Dóttir mín svaf mjög illa frá fjögurra mánaða aldri og það lagaðist eiginlega ekki fyrr en í vor, svo ég var mjög vansvefta nánast alla meðgönguna. Það var klárlega erfiðast. Ég reyndi þó eftir bestu getu að leggja mig þegar ég hafði tækifæri á því. Við fluttum svo í nýtt hús núna í byrjun júní og var ég komin rúmar 37 vikur á leið þegar við fengum afhent. Í vikunni sem flutningarnir stóðu yfir fékk dóttir mín barkabólgu og var því lokaspretturinn á meðgöngunni ansi krefjandi. Við rétt náðum að flytja inn áður en að Sigurður Erik fæddist. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Að undirbúa allt fyrir komu barnsins, mér finnst voða gaman að dúlla mér í því. Og að finna hreyfingarnar, svo mögnuð tilfinning. Fannstu mikinn mun á fyrri og seinni meðgöngu? Og hvernig þá? Já, ég fann alveg mun. Ég var mun orkumeiri á fyrri meðgöngunni minni, en ég æfði crossfit alveg fram að þrítugustu viku þá. Ég var ekki búin að koma hreyfingu aftur inn í daglega rútínu hjá mér þegar ég varð ólétt aftur svo ég hreyfði mig nánast ekkert á þessari meðgöngu, og fann því alveg að ég var aðeins þreyttari og orkuminni en á fyrri. Ég var náttúrulega líka að hugsa um ungabarn á þessari meðgöngu og gat þar af leiðandi ekki hvílt mig eins mikið og ég hefði þurft. Fannst þér dóttir ykkar eitthvað gera sér grein fyrir því hvað væri að fara að gerast? Nei, ég held hún hafi alls ekki gert sér neina grein fyrir því, enda ekki orðin fjórtán mánaða þegar Sigurður Erik fæddist. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Ætli það hafi ekki verið hvernig mér liði og hvort ég væri með eitthvað crave. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Nei, ekkert rosalega mikið. Mér fannst ég eiginlega ekki þurfa þess með seinna barn, og þá sérstaklega því það er svo rosalega stutt á milli. Sonurinn Sigurður Erik kom í heiminn þann 19. júní og segir Helga fæðinguna hafa gengið mjög vel. Ég hlustaði reyndar á mikið af hlaðvörpum, las bókina Fyrstu þúsund dagarnir og horfði á alla Líf kviknar og Líf dafnar þættina. Þeir eru algjörlega frábærir og ég mæli með að allir horfi á þá, óháð því hvort fólk eigi börn eða ekki. Hvernig gengu fæðingarnar þínar? Fyrri fæðingin gekk mjög vel. Ég fór af stað komin 39 vikur með dóttur mína, svo þegar ég var komin 38 vikur og sex daga með strákinn fann ég greinilega á mér að nú færi að styttast í þetta en var samt ekki komin með neina verki. Þetta var bara einhver tilfinning sem ég fékk. Um kvöldið 18. júní ákveð ég að fara að taka bensín á bílinn, til öryggis, þar sem það tekur um rúma tvo tíma að keyra á næsta sjúkrahús. Ég kem heim klukkan tíu og hendi mér upp í sófa og finn þá fyrsta verkinn koma. Hann var þó mjög vægur og ég ákveð að fara bara að sofa. Um hálf eitt vakna ég upp við sterkan samdrátt, vek Magnús og segi honum að líklega sé ég að fara af stað. Verkirnir ágerðust mikið á stuttum tíma og við leggjum svo af stað upp á Akranes um hálf tvö. Um tvöleytið voru aðeins þrjár til fjórar mínútur á milli samdrátta og ég var gjörsamlega að drepast úr verkjum, við ákváðum því að hringja í sjúkrabíl sem kom keyrandi á móti okkur. Ég fann rembings tilfinningu um leið og við komum upp á Akranes og kom sonur okkar í heiminn kl. 03:50, þann 19. júní. Þetta gerðist mjög hratt og enginn tími fyrir neitt verkjastillandi en allt gekk rosalega vel. Það er eitthvað svo mikil stemning í að fæða barn, svo skemmtileg og mögnuð upplifun, að minni reynslu. Fyrri fæðingin mín gekk líka vel en hún gekk samt mun hægar fyrir sig. Fæðing Bríetar gekk einnig mjög vel en mun hægar fyrir sig en sú seinni. Helga segir það bæði skemmtilega og magnaða upplifun að fæða barn. Kom á óvart hvað móðurhlutverkið er krefjandi Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Besta tilfinning í heimi. Hvað kom mest á óvart við það að verða móðir? Hvað ég vissi í raun lítið um þetta hlutverk og hvað þetta yrði erfitt! Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Nei alls ekki, við vorum eiginlega búin að ákveða nafn áður en ég varð ólétt. Tengdapabbi minn, besti maður í heimi og móðurafi minn heitinn heita báðir Sigurður svo við vorum alveg föst á að skíra því nafni. Erik hefur okkur alltaf fundist rosalega fallegt, svo Sigurður Erik varð fyrir valinu. Svo sterkt og flott nafn. Sigurður Erik er skírður í höfuðið á móðurafa sínum og tengdapabba Helgu, en Helga segir tengdapabba sinn besta mann í heimi svo að ekkert annað nafn hafi komið til greina. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Já, í raun svo margt, en Kviknar samfélagið á Instagram heldur vel utan um allskonar umræður og málefni og er á góðri leið með að normalísera allskonar hluti sem hér áður þóttu kannski feimnismál og var bara alls ekki rætt. Mér finnst líka mikilvægt að konur átti sig á því að ekki er hægt að ákveða fyrirfram hvernig meðgangan, fæðingin eða barnið á að vera. Það er í raun ekkert eitt norm og það er svo gott að minna sig á það reglulega að ekkert af þessu er eins, hjá neinum. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Já, mér finnst það, ég fann sérstaklega fyrir því með fyrsta barn. Þá leið mér eins og ég þyrfti að eiga hitt og þetta, kom svo í ljós að margt var bara alls ekkert nauðsynlegt að eiga og endaði jafnvel á að vera mjög lítið notað. Núna er ég mun afslappaðari. Ég hef varla keypt nýja flík á son minn, ég er að nota allt sem ég átti af Bríeti og svo fékk ég mikið lánað frá góðri vinkonu. Fyrsta barn Helgu og Magnúsar, dóttirin Bríet. Helga segir mikilvægt að muna það að sinna sambandinu þrátt fyrir annríkið sem fylgi því að vera með ungabörn. Hvernig gekk brjóstagjöf ef þú ert með hann á brjósti? Hún gekk aðeins brösulega í byrjun, ég fékk mikinn stálma og einnig væga brjóstabólgu. Ég er líka mjög lausmjólka þannig að hann var á tímabili frekar pirraður við brjóstið því hann réði ekki nógu vel við flæðið. Loksins er komið jafnvægi á þetta og það gengur bara frekar vel núna, koma að sjálfsögðu dagar inni á milli sem eru erfiðari en aðrir. Brjóstagjöf er svo krefjandi og erfið en dásamleg á sama tíma. Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast börn? Já klárlega, maður hefur náttúrulega minni tíma til að rækta sambandið en áður. Við erum búin að vera saman í ellefu ár núna en ég hef aldrei verið jafn ástfangin. Það er svo ótrúlegt að á svona stuttum tíma séum við orðin fjögurra manna fjölskylda (fimm manna ef við teljum Össu Móu, hundinn okkar með). Eftir að við eignuðumst Bríeti ákváðum við samt strax að fá pössun fyrir hana reglulega, þó það sé ekki nema bara í nokkra tíma, til að gera eitthvað fyrir okkur sjálf, sem par. Okkur finnst það mjög mikilvægt og það hjálpar til við að halda geðheilsunni í lagi þegar hlutirnir verða krefjandi. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Mér finnst mikilvægt að muna að ég er ekki bara mamma, ég er einstaklingur og líka unnusta, og maður þarf að passa að finna jafnvægi á milli allra þessara hlutverka. Allir þurfa hvíld, maður verður bara betra foreldri fyrir vikið. Fimmti fjölskyldumeðlimurinn, hundurinn Assa Móa. Móðurmál Ástin og lífið Börn og uppeldi Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Emojional: Þorsteinn B. Friðriksson Makamál Ást er: Segja fjölmiðla minna þau á aldursmuninn Makamál Bone-orðin 10: Þórdís er veik fyrir hávöxnum húmoristum Makamál Spurning vikunnar: Finnst þér tantra eða tantranudd spennandi? Makamál Einhleypan: Vill hlæja með sálinni, hlusta með augunum og horfa með eyrunum Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Helga og kærastinn hennar, Magnús Darri Sigurðsson, eignuðust tvö börn á tveimur árum en fyrsta barn þeirra, Bríet, kom í heiminn í fyrstu bylgju Covid-faraldursins þann 26. apríl 2020. Faraldurinn hafði mikil áhrif á líðan mína síðustu vikurnar á meðgöngunni þar sem mikil óvissa var um veiruna á þeim tíma. Einnig voru takmarkanir í gangi á fæðingardeildunum og makar ekki leyfðir í öllu ferlinu, sem olli töluverðum kvíða hjá mér. „Við vorum þó heppin að vera upp á Akranesi og Magnús fékk að vera með mér nánast allan tímann, hann var hjá mér alla fæðinguna og meirihlutann af sængurlegunni,“ segir Helga. Helga í göngu með systkinavagninn. Hún segir það vissulega geta reynt á að vera með tvö ungabörn en hún sé þó mjög lánsöm með fólkið í kringum sig og fái því mikinn stuðning. Nýtur síðustu mánaðanna í fæðingarorlofi Fjölskyldan er búsett á Hellissandi á Snæfellsnesi en Magnús starfar þar sem skipstjóri á skipi sem rær frá Rifi. Helga stundar nám í viðskiptafræði með áherslu á sjávarútveg í Háskólanum á Akureyri. „Við fluttum hingað í byrjun árs 2017 og tókum svo þátt í að opna veitingastað hér í bænum sumarið 2017 sem heitir Viðvík Restaurant. Þar stóð ég vaktina öll sumur áður en við eignuðumst börnin okkar. Við erum þó farin út úr rekstrinum núna en mágur minn, svilkona og tengdaforeldrar reka Viðvík áfram.“ Helga byrjaði í viðskiptafræðinni árið 2018 og segist hún spennt að komast aftur út á vinnumarkaðinn þó ekki sé ákveðið hvað taki við eftir fæðingarorlofið. „Ég tek yfirleitt þrjá til fjóra áfanga á hverri önn en ég ákvað í vor að segja mig úr áföngunum sem ég var að taka þá og reyna frekar að njóta síðustu mánaðanna í fæðingarorlofi með stelpunni minni.“ Helga segir tímann með tvö ungabörn vissulega geta reynt á en fjölskyldan sé mjög lánssöm með fólkið í kringum sig og fái mikla hjálp frá ömmum og öfum. Helga og dóttirin Bríet njóta saman í fæðingarorlofi. Hér fyrir neðan svarar Helga spurningum í viðtalsliðnum Móðurmál. Fullt Nafn? Helga Jóhannsdóttir. Aldur? 26 ára. Fyrsta barn og hvenær það kom í heiminn. Bríet Lív, fædd 26. apríl 2020. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk í seinna skiptið? Á báðum meðgöngunum mínum hef ég fengið mjög væg einkenni, eina sem lét mig gruna að ég væri ólétt var að ég var orðin aðeins of sein á blæðingar. Ég sagði þó Magnúsi ekki strax að mig grunaði að ég væri ólétt og ákvað að bíða í nokkra daga með að taka próf, með hnút í maganum. Ég tók svo próf einn morguninn og náði strax í Magnús áður en við litum á niðurstöðurnar. Þegar við sáum svo tvö strik á prófinu helltist yfir okkur mikil gleði og auðvitað smá sjokk. Við vorum ekki búin að plana að hafa svona rosalega stutt á milli en við vorum auðvitað í skýjunum. Þakklát fyrir góðar meðgöngur Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Mér leið mjög vel, ég upplifði enga ógleði né óeðlilega þreytu svo líðan mín var mjög góð. Ég var ennþá heima í fæðingarorlofi með eldri dóttur mína svo ég náði að leggja mig yfir daginn á meðan hún var í lúr og var dugleg að hvíla mig þegar ég hafði tækifæri til. Helga segist mjög þakklát fyrir góðar meðgöngur og að henni hafi liði vel og notið þess að vera með bumbu. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Það sem kom mér eiginlega mest á óvart var hvað ég fékk lítil einkenni og fann varla fyrir neinum breytingum nema bara stækkandi kúlu og smá þreytu. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt svona góðar meðgöngur og geri mér fulla grein fyrir því að það er alls ekki sjálfsagt. Einnig gerði ég mér ekki alveg grein fyrir því að síðustu vikurnar yrðu mjög erfiðar líkamlega þar sem ég var heima í fæðingarorlofi með dóttur mína sem var þá ekki enn byrjuð að labba. Líkamleg þreyta var því mikil síðustu sex til átta vikurnar þar sem ég þurfti að halda mikið á henni og sjá mikið um hana ein þar sem maðurinn minn vinnur langa vinnudaga á þessum árstíma. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Mér leið ótrúlega vel með kúluna og fannst það fara mér mjög vel að vera ólétt. Annars pældi ég ekki mikið í því hvernig líkaminn breyttist, það er bara partur af þessu magnaða ferli. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Reynslan mín hefur allavega bara verið góð. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Já, ég hugsaði ekki um annað en jalapeno cheddar brauðið og ostasalatið á Brikk, á tímabili lét ég alla sem voru á leið vestur í heimsókn til mín koma þar við áður. Einnig borðaði ég óhóflega mikið af lúxus saltkaramellu íspinnanum frá Kjörís. Helga og Magnús hafa verið saman í ellefu ár og segir Helga þau aldrei hafa verið eins ástfangin og nú. Fenguð þið að vita kynið? Já, við fengum að vita kynið, ég hafði það á tilfinningunni að ég gengi með strák en Magnús var viss um að þetta væri stelpa. Tilkynntuð þið kynið með einhverjum hætti? Nei, sögðum bara nánustu frá því strax. Lokaspretturinn krefjandi Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Dóttir mín svaf mjög illa frá fjögurra mánaða aldri og það lagaðist eiginlega ekki fyrr en í vor, svo ég var mjög vansvefta nánast alla meðgönguna. Það var klárlega erfiðast. Ég reyndi þó eftir bestu getu að leggja mig þegar ég hafði tækifæri á því. Við fluttum svo í nýtt hús núna í byrjun júní og var ég komin rúmar 37 vikur á leið þegar við fengum afhent. Í vikunni sem flutningarnir stóðu yfir fékk dóttir mín barkabólgu og var því lokaspretturinn á meðgöngunni ansi krefjandi. Við rétt náðum að flytja inn áður en að Sigurður Erik fæddist. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Að undirbúa allt fyrir komu barnsins, mér finnst voða gaman að dúlla mér í því. Og að finna hreyfingarnar, svo mögnuð tilfinning. Fannstu mikinn mun á fyrri og seinni meðgöngu? Og hvernig þá? Já, ég fann alveg mun. Ég var mun orkumeiri á fyrri meðgöngunni minni, en ég æfði crossfit alveg fram að þrítugustu viku þá. Ég var ekki búin að koma hreyfingu aftur inn í daglega rútínu hjá mér þegar ég varð ólétt aftur svo ég hreyfði mig nánast ekkert á þessari meðgöngu, og fann því alveg að ég var aðeins þreyttari og orkuminni en á fyrri. Ég var náttúrulega líka að hugsa um ungabarn á þessari meðgöngu og gat þar af leiðandi ekki hvílt mig eins mikið og ég hefði þurft. Fannst þér dóttir ykkar eitthvað gera sér grein fyrir því hvað væri að fara að gerast? Nei, ég held hún hafi alls ekki gert sér neina grein fyrir því, enda ekki orðin fjórtán mánaða þegar Sigurður Erik fæddist. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Ætli það hafi ekki verið hvernig mér liði og hvort ég væri með eitthvað crave. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Nei, ekkert rosalega mikið. Mér fannst ég eiginlega ekki þurfa þess með seinna barn, og þá sérstaklega því það er svo rosalega stutt á milli. Sonurinn Sigurður Erik kom í heiminn þann 19. júní og segir Helga fæðinguna hafa gengið mjög vel. Ég hlustaði reyndar á mikið af hlaðvörpum, las bókina Fyrstu þúsund dagarnir og horfði á alla Líf kviknar og Líf dafnar þættina. Þeir eru algjörlega frábærir og ég mæli með að allir horfi á þá, óháð því hvort fólk eigi börn eða ekki. Hvernig gengu fæðingarnar þínar? Fyrri fæðingin gekk mjög vel. Ég fór af stað komin 39 vikur með dóttur mína, svo þegar ég var komin 38 vikur og sex daga með strákinn fann ég greinilega á mér að nú færi að styttast í þetta en var samt ekki komin með neina verki. Þetta var bara einhver tilfinning sem ég fékk. Um kvöldið 18. júní ákveð ég að fara að taka bensín á bílinn, til öryggis, þar sem það tekur um rúma tvo tíma að keyra á næsta sjúkrahús. Ég kem heim klukkan tíu og hendi mér upp í sófa og finn þá fyrsta verkinn koma. Hann var þó mjög vægur og ég ákveð að fara bara að sofa. Um hálf eitt vakna ég upp við sterkan samdrátt, vek Magnús og segi honum að líklega sé ég að fara af stað. Verkirnir ágerðust mikið á stuttum tíma og við leggjum svo af stað upp á Akranes um hálf tvö. Um tvöleytið voru aðeins þrjár til fjórar mínútur á milli samdrátta og ég var gjörsamlega að drepast úr verkjum, við ákváðum því að hringja í sjúkrabíl sem kom keyrandi á móti okkur. Ég fann rembings tilfinningu um leið og við komum upp á Akranes og kom sonur okkar í heiminn kl. 03:50, þann 19. júní. Þetta gerðist mjög hratt og enginn tími fyrir neitt verkjastillandi en allt gekk rosalega vel. Það er eitthvað svo mikil stemning í að fæða barn, svo skemmtileg og mögnuð upplifun, að minni reynslu. Fyrri fæðingin mín gekk líka vel en hún gekk samt mun hægar fyrir sig. Fæðing Bríetar gekk einnig mjög vel en mun hægar fyrir sig en sú seinni. Helga segir það bæði skemmtilega og magnaða upplifun að fæða barn. Kom á óvart hvað móðurhlutverkið er krefjandi Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Besta tilfinning í heimi. Hvað kom mest á óvart við það að verða móðir? Hvað ég vissi í raun lítið um þetta hlutverk og hvað þetta yrði erfitt! Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Nei alls ekki, við vorum eiginlega búin að ákveða nafn áður en ég varð ólétt. Tengdapabbi minn, besti maður í heimi og móðurafi minn heitinn heita báðir Sigurður svo við vorum alveg föst á að skíra því nafni. Erik hefur okkur alltaf fundist rosalega fallegt, svo Sigurður Erik varð fyrir valinu. Svo sterkt og flott nafn. Sigurður Erik er skírður í höfuðið á móðurafa sínum og tengdapabba Helgu, en Helga segir tengdapabba sinn besta mann í heimi svo að ekkert annað nafn hafi komið til greina. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Já, í raun svo margt, en Kviknar samfélagið á Instagram heldur vel utan um allskonar umræður og málefni og er á góðri leið með að normalísera allskonar hluti sem hér áður þóttu kannski feimnismál og var bara alls ekki rætt. Mér finnst líka mikilvægt að konur átti sig á því að ekki er hægt að ákveða fyrirfram hvernig meðgangan, fæðingin eða barnið á að vera. Það er í raun ekkert eitt norm og það er svo gott að minna sig á það reglulega að ekkert af þessu er eins, hjá neinum. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Já, mér finnst það, ég fann sérstaklega fyrir því með fyrsta barn. Þá leið mér eins og ég þyrfti að eiga hitt og þetta, kom svo í ljós að margt var bara alls ekkert nauðsynlegt að eiga og endaði jafnvel á að vera mjög lítið notað. Núna er ég mun afslappaðari. Ég hef varla keypt nýja flík á son minn, ég er að nota allt sem ég átti af Bríeti og svo fékk ég mikið lánað frá góðri vinkonu. Fyrsta barn Helgu og Magnúsar, dóttirin Bríet. Helga segir mikilvægt að muna það að sinna sambandinu þrátt fyrir annríkið sem fylgi því að vera með ungabörn. Hvernig gekk brjóstagjöf ef þú ert með hann á brjósti? Hún gekk aðeins brösulega í byrjun, ég fékk mikinn stálma og einnig væga brjóstabólgu. Ég er líka mjög lausmjólka þannig að hann var á tímabili frekar pirraður við brjóstið því hann réði ekki nógu vel við flæðið. Loksins er komið jafnvægi á þetta og það gengur bara frekar vel núna, koma að sjálfsögðu dagar inni á milli sem eru erfiðari en aðrir. Brjóstagjöf er svo krefjandi og erfið en dásamleg á sama tíma. Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast börn? Já klárlega, maður hefur náttúrulega minni tíma til að rækta sambandið en áður. Við erum búin að vera saman í ellefu ár núna en ég hef aldrei verið jafn ástfangin. Það er svo ótrúlegt að á svona stuttum tíma séum við orðin fjögurra manna fjölskylda (fimm manna ef við teljum Össu Móu, hundinn okkar með). Eftir að við eignuðumst Bríeti ákváðum við samt strax að fá pössun fyrir hana reglulega, þó það sé ekki nema bara í nokkra tíma, til að gera eitthvað fyrir okkur sjálf, sem par. Okkur finnst það mjög mikilvægt og það hjálpar til við að halda geðheilsunni í lagi þegar hlutirnir verða krefjandi. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Mér finnst mikilvægt að muna að ég er ekki bara mamma, ég er einstaklingur og líka unnusta, og maður þarf að passa að finna jafnvægi á milli allra þessara hlutverka. Allir þurfa hvíld, maður verður bara betra foreldri fyrir vikið. Fimmti fjölskyldumeðlimurinn, hundurinn Assa Móa.
Móðurmál Ástin og lífið Börn og uppeldi Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Emojional: Þorsteinn B. Friðriksson Makamál Ást er: Segja fjölmiðla minna þau á aldursmuninn Makamál Bone-orðin 10: Þórdís er veik fyrir hávöxnum húmoristum Makamál Spurning vikunnar: Finnst þér tantra eða tantranudd spennandi? Makamál Einhleypan: Vill hlæja með sálinni, hlusta með augunum og horfa með eyrunum Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira