Börn í borginni mæta í bólusetningu eftir viku Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. ágúst 2021 13:10 Frá úrdrætti í bólusetningu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í vor fyrir sextán ára og eldri. Nú er komið að 12-15 ára börnum. Vísir/Vilhelm Bólusettir farþegar sem búa hér á landi eða hafa tengsl við Ísland þurfa frá og með deginum í dag að fara í sýnatöku innan tveggja sólarhringa frá komu til landsins. Þá hófust bólusetningar að nýju í Laugardalshöll í morgun þar sem örvunarsprautur eru í boði. Börn á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 12-15 ára mæta í Laugardalshöll á mánudag og þriðjudag í næstu viku. Reglugerð sem sett var í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar fyrir tíu dögum tók gildi nú á miðnætti en hún kveður á um að allir bólusettir farþegar eða farþegar með vottorð um fyrri sýkingu þurfi að fara í sýnatöku innan fjörutíu og átta klukkustunda frá því að þeir koma til landsins. Um er að ræða íslenska ríkisborgara, einstaklinga búsetta á Íslandi, einstaklinga með atvinnuleyfi á Íslandi og umsækjendur um atvinnuleyfi eða alþjóðlega vernd á Íslandi. Þeir munu hins vegar ekki þurfa að sæta sóttkví þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Sýnatakan verður gjaldfrjáls og getur fólk valið um hraðpróf eða PCR-próf. Börn fædd 2005 og síðar eru undanskilin reglunum. Á von á stórum degi í dag Þá hófust endurbólusetningar í Laugardalshöll í morgun hjá þeim sem fengu fyrri skammt af Pfizer í júlí og örvunarskammtar með Moderna verða gefnir þeim sem fengu bóluefni Janssen fyrir að minnsta kosti fjórum vikum. „Við eigum alveg von á átta til tíu þúsund manns, ef allir mæta. Þannig að þetta gæti verið stór dagur,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þeir sem eru með mótefni eftir Covid-19 sýkingu og hafa fengið Janssen, þurfa ekki örvunarskammt. Bólusett verður út vikuna. „Við verðum hér alla dagana í vikunni og síðan er það næsta vika. Þá tökum við börnin, mánudag og þriðjudag í næstu viku, og svo erum við bara að teikna þetta upp næstu vikur, hvernig skipulagið verður.“ Að neðan má sjá skipulagið í Laugardalshöll. Skipulagið í öðrum landshlutum má sjá hér. Svona verður skipulagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir bólusetningu barna í næstu viku, mánudag og þriðjudag.Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu Þá geta þeir sem ekki hafa fengið bólusetningu mætt í dag. „Óbólusettir geta komið á Suðurlandsbrautina, þar erum við með opið fyrir óbólusetta. Og eins þá sem eiga eftir að fá seinni bólusetningu af einhverjum ákveðnum efnum að þá er það í boði á Suðurlandsbraut frá klukkan tíu til þrjú í dag líka,“ segir Ragnheiður Ósk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Reglugerð sem sett var í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar fyrir tíu dögum tók gildi nú á miðnætti en hún kveður á um að allir bólusettir farþegar eða farþegar með vottorð um fyrri sýkingu þurfi að fara í sýnatöku innan fjörutíu og átta klukkustunda frá því að þeir koma til landsins. Um er að ræða íslenska ríkisborgara, einstaklinga búsetta á Íslandi, einstaklinga með atvinnuleyfi á Íslandi og umsækjendur um atvinnuleyfi eða alþjóðlega vernd á Íslandi. Þeir munu hins vegar ekki þurfa að sæta sóttkví þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Sýnatakan verður gjaldfrjáls og getur fólk valið um hraðpróf eða PCR-próf. Börn fædd 2005 og síðar eru undanskilin reglunum. Á von á stórum degi í dag Þá hófust endurbólusetningar í Laugardalshöll í morgun hjá þeim sem fengu fyrri skammt af Pfizer í júlí og örvunarskammtar með Moderna verða gefnir þeim sem fengu bóluefni Janssen fyrir að minnsta kosti fjórum vikum. „Við eigum alveg von á átta til tíu þúsund manns, ef allir mæta. Þannig að þetta gæti verið stór dagur,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þeir sem eru með mótefni eftir Covid-19 sýkingu og hafa fengið Janssen, þurfa ekki örvunarskammt. Bólusett verður út vikuna. „Við verðum hér alla dagana í vikunni og síðan er það næsta vika. Þá tökum við börnin, mánudag og þriðjudag í næstu viku, og svo erum við bara að teikna þetta upp næstu vikur, hvernig skipulagið verður.“ Að neðan má sjá skipulagið í Laugardalshöll. Skipulagið í öðrum landshlutum má sjá hér. Svona verður skipulagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir bólusetningu barna í næstu viku, mánudag og þriðjudag.Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu Þá geta þeir sem ekki hafa fengið bólusetningu mætt í dag. „Óbólusettir geta komið á Suðurlandsbrautina, þar erum við með opið fyrir óbólusetta. Og eins þá sem eiga eftir að fá seinni bólusetningu af einhverjum ákveðnum efnum að þá er það í boði á Suðurlandsbraut frá klukkan tíu til þrjú í dag líka,“ segir Ragnheiður Ósk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira