Sveitarfélögin setji leiðbeiningar um frekari takmarkanir innan skólastarfs Árni Sæberg skrifar 16. ágúst 2021 18:59 Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Vísir/Egill Í dag voru tæplega 400 börn í sóttkví vegna smita sem komu upp á leikskólum og frístundaheimilum. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur vinnur nú að leiðbeiningum í samstarfi við önnur sveitarfélög og Almannavarnir til að fækka smitum innan skóla og frístundaheimila. Að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, eru börn af þremur leikskólum að losna úr sóttkví í dag og ættu því að geta mætt í skólann á morgun. Hann segir þó að ómögulegt sé að vita hvað gerist á næstu dögum. Þá sé stór hópur sem lenti í sóttkví á föstudag og um helgina vegna smita tengdum þremur frístundarheimilum og verður í sóttkví út vikuna. Hann segir þó að blessunarlega séu færri börn á frístundarheimilum þessi dægrin en venjulega þar sem aðeins sé um sumarnámskeið að ræða. Nokkuð um smit inn í skólana en lítil dreifing innan þeirra Helgi segir að eðlilegt sé að smit greinist í skólastarfi þar sem veiran sé útbreidd í samfélaginu. Fólk smitist í sínu nærumhverfi og beri smit inn í skólana. Þó segir hann að óalgengt hafi verið að veiran dreifist mikið innan skólanna. Þá segir hann að þrátt fyrir undantekningar í reglugerð um sóttvarnaraðgerðir hafi veiran mikil áhrif á skólastarf og allar fjölskyldur sem því tengjast. Í dæmaskyni nefnir Helgi að leikskólabörn geti ekki verið ein í sóttkví, alltaf þurfi einhver að vera með þeim. Helgi segir að nú þegar aðlögun er í gangi á leikskólum sé meiri tilflutningur á börnum og starfsfólki innan skólanna. Það hafi haft áhrif á það hversu margir teljast útsettir fyrir smiti og þurfi því í sóttkví. Reglugerð kveði ekki á um hólfaskiptingu eða harðari fjöldatakmarkanir Helgi segir að samkvæmt reglugerð séu engar takmarkanir á blöndun eða fjölda fólks innan leikskóla. Skóla- og frístundaráð hafi þó hvatt til meiri hólfaskiptingar innan stofnana sem undir það heyra en fyrirskipuð er í reglugerð. Þá séu öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að skoða þann möguleika að setja strangari viðmið innan skóla en krafist er í reglugerð. Helgi segir þó að persónulegar smitvarnir skipti mestu máli í baráttunni við veiruna innan skólastarfs sem og annars staðar. Helgi býst við því að leiðbeiningar verði tilbúnar fyrir lok þessarar viku en almennt skólastarf grunnskóla hefst í næstu viku. Ýmis atriði séu í reglugerðinni sem skóla- og frístundasvið vill skerpa á með leiðbeiningum til stofnana. Helgi tekur fram að menntamálaráðuneytið hafi veitt sveitarfélögum mjög skýra heimild til að setja leiðbeiningar um strangari reglur innan skólastarfs en reglugerðin kveður á um. Þá hafi sóttvarnalæknir einnig haft að orði að það gæti verið til bóta. Viðleitnin sé að fækka smituðum innan skólastarfs og um leið fækka þeim sem þurfa í sóttkví. Þetta þurfi ekki að vera flókið Helgi segir að skólasamfélagið þurfi eins og aðrir að lifa með veirunni. „Ef það er rigning fer maður í regnföt eða spennir upp regnhlíf, ef það er Covid setur maður upp grímu, sprittar sig og heldur fjarlægð. Þetta þarf ekkert að vera flókið,“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, eru börn af þremur leikskólum að losna úr sóttkví í dag og ættu því að geta mætt í skólann á morgun. Hann segir þó að ómögulegt sé að vita hvað gerist á næstu dögum. Þá sé stór hópur sem lenti í sóttkví á föstudag og um helgina vegna smita tengdum þremur frístundarheimilum og verður í sóttkví út vikuna. Hann segir þó að blessunarlega séu færri börn á frístundarheimilum þessi dægrin en venjulega þar sem aðeins sé um sumarnámskeið að ræða. Nokkuð um smit inn í skólana en lítil dreifing innan þeirra Helgi segir að eðlilegt sé að smit greinist í skólastarfi þar sem veiran sé útbreidd í samfélaginu. Fólk smitist í sínu nærumhverfi og beri smit inn í skólana. Þó segir hann að óalgengt hafi verið að veiran dreifist mikið innan skólanna. Þá segir hann að þrátt fyrir undantekningar í reglugerð um sóttvarnaraðgerðir hafi veiran mikil áhrif á skólastarf og allar fjölskyldur sem því tengjast. Í dæmaskyni nefnir Helgi að leikskólabörn geti ekki verið ein í sóttkví, alltaf þurfi einhver að vera með þeim. Helgi segir að nú þegar aðlögun er í gangi á leikskólum sé meiri tilflutningur á börnum og starfsfólki innan skólanna. Það hafi haft áhrif á það hversu margir teljast útsettir fyrir smiti og þurfi því í sóttkví. Reglugerð kveði ekki á um hólfaskiptingu eða harðari fjöldatakmarkanir Helgi segir að samkvæmt reglugerð séu engar takmarkanir á blöndun eða fjölda fólks innan leikskóla. Skóla- og frístundaráð hafi þó hvatt til meiri hólfaskiptingar innan stofnana sem undir það heyra en fyrirskipuð er í reglugerð. Þá séu öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að skoða þann möguleika að setja strangari viðmið innan skóla en krafist er í reglugerð. Helgi segir þó að persónulegar smitvarnir skipti mestu máli í baráttunni við veiruna innan skólastarfs sem og annars staðar. Helgi býst við því að leiðbeiningar verði tilbúnar fyrir lok þessarar viku en almennt skólastarf grunnskóla hefst í næstu viku. Ýmis atriði séu í reglugerðinni sem skóla- og frístundasvið vill skerpa á með leiðbeiningum til stofnana. Helgi tekur fram að menntamálaráðuneytið hafi veitt sveitarfélögum mjög skýra heimild til að setja leiðbeiningar um strangari reglur innan skólastarfs en reglugerðin kveður á um. Þá hafi sóttvarnalæknir einnig haft að orði að það gæti verið til bóta. Viðleitnin sé að fækka smituðum innan skólastarfs og um leið fækka þeim sem þurfa í sóttkví. Þetta þurfi ekki að vera flókið Helgi segir að skólasamfélagið þurfi eins og aðrir að lifa með veirunni. „Ef það er rigning fer maður í regnföt eða spennir upp regnhlíf, ef það er Covid setur maður upp grímu, sprittar sig og heldur fjarlægð. Þetta þarf ekkert að vera flókið,“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira