Kippir sér ekki upp við furðuleg augnaráð þegar hann ferðast um á hlaupahjóli hringinn í kringum landið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2021 19:33 Hugh David Graham ferðast um á hlaupahjóli hringinn í kringum landið. instagram Hugh Graham er 26 ára Breti sem ferðast nú á hlaupahjóli hringinn í kringum landið. Hann kippir sér ekki upp við furðuleg augnaráð á þjóðveginum og segir dvölina á Íslandi bestu vikur lífs síns. Hugh Graham lagði af stað frá Reykjavík fimmta ágúst og er nú staddur á Fáskrúðsfirði á tólfta degi ferðalagsins. Á síðasta ári gekk hann frá Skotlandi til Lundúna í miðjum heimsfaraldri og ákvað þá að næsta ævintýri yrði á Íslandi. Það er rétt að taka það fram að hlaupahjólið er ekki rafknúið og ferðalagið því erfitt á köflum. „Ég er nú staddur á Austfjörðunum þar sem vegirnir eru mjög brattir. Þetta er klikkað en alveg þess virði því í lok erfiðs dags líður mér vel eftir að hafa séð alla þessa undraverðu staði. Þessi eyja er bara svo falleg,“ sagði Hugh David Graham, 26 ára Breti. Fær ráð frá Íslendingum Hann sýnir frá ferðinni á samfélagsmiðlum þar sem fjöldi Íslendinga fylgist með ferðalaginu. „Það er mjög gott að vera í sambandi við þá því ég fæ ráð frá þeim. Ég hitti mann í gær sem sýndi mér góðan stað og hann gaf mér harðfisk að borða, en ég hafði aldrei snætt. Bragðið var mjög sérstakt.“ Fólk þekki hann á þjóðveginum Hann fer um fimmtíu og fimm kílómetra á dag og segir að fólk sé farið að þekkja hann á þjóðveginum. „Ég hef hitt nokkra sem þekkja mig og það er magnað og frábært. Margir horfa á mig með forundran á hlaupahjólinu og velta fyrir sér hvað ég sé eiginlega að gera. Ég hef líka fundið fyrir miklum stuðningi. Fólk stoppar og spyr mig hvað ég sé að gera og flautar með bílflautunni. Ég finn fyrir miklum stuðningi á vegunum.“ Bestu vikur lífsins Hann skilar góðri kveðju til Íslendinga og hvetur alla til að veifa sér á þjóðveginum. „Það er vel þess virði að gera þetta. Þetta hafa verið bestu tvær vikur lífs míns og ég þakka Íslandi fyrir það.“ Hér má fylgjast með ferðalaginu á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram. Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Hugh Graham lagði af stað frá Reykjavík fimmta ágúst og er nú staddur á Fáskrúðsfirði á tólfta degi ferðalagsins. Á síðasta ári gekk hann frá Skotlandi til Lundúna í miðjum heimsfaraldri og ákvað þá að næsta ævintýri yrði á Íslandi. Það er rétt að taka það fram að hlaupahjólið er ekki rafknúið og ferðalagið því erfitt á köflum. „Ég er nú staddur á Austfjörðunum þar sem vegirnir eru mjög brattir. Þetta er klikkað en alveg þess virði því í lok erfiðs dags líður mér vel eftir að hafa séð alla þessa undraverðu staði. Þessi eyja er bara svo falleg,“ sagði Hugh David Graham, 26 ára Breti. Fær ráð frá Íslendingum Hann sýnir frá ferðinni á samfélagsmiðlum þar sem fjöldi Íslendinga fylgist með ferðalaginu. „Það er mjög gott að vera í sambandi við þá því ég fæ ráð frá þeim. Ég hitti mann í gær sem sýndi mér góðan stað og hann gaf mér harðfisk að borða, en ég hafði aldrei snætt. Bragðið var mjög sérstakt.“ Fólk þekki hann á þjóðveginum Hann fer um fimmtíu og fimm kílómetra á dag og segir að fólk sé farið að þekkja hann á þjóðveginum. „Ég hef hitt nokkra sem þekkja mig og það er magnað og frábært. Margir horfa á mig með forundran á hlaupahjólinu og velta fyrir sér hvað ég sé eiginlega að gera. Ég hef líka fundið fyrir miklum stuðningi. Fólk stoppar og spyr mig hvað ég sé að gera og flautar með bílflautunni. Ég finn fyrir miklum stuðningi á vegunum.“ Bestu vikur lífsins Hann skilar góðri kveðju til Íslendinga og hvetur alla til að veifa sér á þjóðveginum. „Það er vel þess virði að gera þetta. Þetta hafa verið bestu tvær vikur lífs míns og ég þakka Íslandi fyrir það.“ Hér má fylgjast með ferðalaginu á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram.
Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira