PSG borgi 40 prósent allra launa í frönsku deildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 16. ágúst 2021 23:00 Lionel Messi ásamt Nasser Al-Khelaifi, forseta PSG. AP Photo/Francois Mori Franska fótboltafélagið Paris Saint-Germain hefur farið mikinn á félagsskiptamarkaðnum í sumar. Fimm stór nöfn hafa bæst við leikmannahóp liðsins en við það þenst launakostnaðurinn út. PSG er með eitt dýrasta lið Evrópu en kostnaður hefur ekki verið nein fyrirstaða frá því að Qatar Sports Investments, með Nasser Al-Khelaïfi fremstan í flokki, festi kaup á félaginu árið 2011. Fyrir sumarið voru í liðinu tveir dýrustu leikmenn allra tíma, Brasilíumaðurinn Neymar sem var keyptur á 222 milljónir evra árið 2017 og Kylian Mbappé sem kom frá Mónakó á 180 milljónir evra ári síðar. Í sumar hafa bæst við ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma, spænski miðvörðurinn Sergio Ramos, hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum, og argentínska stjarnan Lionel Messi, allir frítt. Auk þess var Achraf Hakimi keyptur frá Inter á Ítalíu fyrir 60 milljónir evra. Fáir hafa yfirgefið félagið á sama tíma. Mitchell Bakker var seldur á 7 milljónir evra til Bayer Leverkusen auk þess sem lánssamningar Alessandro Florenzi og Moise Kean hjá PSG runnu út. In the most recent season for which financial information is available (2019-20), PSG wages of 414m accounted for more than 31% of all wages in Ligue 1.In 2021-22 it will be closer to 40%. Five per cent of the players getting 40% of the cash. Seems legit.— Nick Harris (@sportingintel) August 14, 2021 Launapakki PSG hefur því þanist töluvert út. Wijnaldum valdi PSG fram yfir Barcelona vegna þess að PSG bauð honum gull og græna skóga, Sergio Ramos fær enn meira en hann í laun og þá er Lionel Messi talinn fá hálfa milljón evra í vikulaun frá félaginu. Ekkert franskt lið kemst með tærnar nálægt hælum Parísarliðsins þegar kemur að launagreiðslum, raunar eru mörg skónúmer þar á milli. PSG borgar eitt og sér meira en stór hluti deildarinnar samanlagður. Blaðamaðurinn Neil Harris, sem sérhæfir sig í fjármálahluta fótboltans, greinir frá því á Twitter-síðu sinni að PSG hafi greitt meira en 31 prósent allra launa í frönsku deildinni tímabilið 2019-2020. Með öllum viðbótum PSG í sumar nálgast sú tala 40 prósent á komandi tímabili, hjá einu liði af 20 í deildinni. Fimm prósent leikmanna deildarinnar í Frakklandi fá því 40 prósent launanna. Qatar Sports Investments er fjármagnað af ríkissjóði Katar og eru Katarar taldir leggja mikla áherslu á að þeirra lið vinni Meistaradeildina sama ár og HM fer fram í ríkinu. Allt kapp er lagt á sigur í stærstu keppni Evrópu í vor áður en HM fer fram í lok næsta árs. Þrátt fyrir yfirburðastöðu sína mistókst PSG að fagna sigri í frönsku deildinni á síðustu leiktíð þar sem Lille varð óvænt franskur meistari. Meistaravörn Lille-liðsins hefur þó farið illa af stað, en það tapaði 4-0 fyrir Nice síðustu helgi. Lið Nice þjálfar Christophe Galtier, sem stýrði Lille til titilsins á síðasta ári. PSG hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Frakklandi og er með sex stig eftir tvo leiki, líkt og Angers og Clermont Foot. Franski boltinn Frakkland Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Sjá meira
PSG er með eitt dýrasta lið Evrópu en kostnaður hefur ekki verið nein fyrirstaða frá því að Qatar Sports Investments, með Nasser Al-Khelaïfi fremstan í flokki, festi kaup á félaginu árið 2011. Fyrir sumarið voru í liðinu tveir dýrustu leikmenn allra tíma, Brasilíumaðurinn Neymar sem var keyptur á 222 milljónir evra árið 2017 og Kylian Mbappé sem kom frá Mónakó á 180 milljónir evra ári síðar. Í sumar hafa bæst við ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma, spænski miðvörðurinn Sergio Ramos, hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum, og argentínska stjarnan Lionel Messi, allir frítt. Auk þess var Achraf Hakimi keyptur frá Inter á Ítalíu fyrir 60 milljónir evra. Fáir hafa yfirgefið félagið á sama tíma. Mitchell Bakker var seldur á 7 milljónir evra til Bayer Leverkusen auk þess sem lánssamningar Alessandro Florenzi og Moise Kean hjá PSG runnu út. In the most recent season for which financial information is available (2019-20), PSG wages of 414m accounted for more than 31% of all wages in Ligue 1.In 2021-22 it will be closer to 40%. Five per cent of the players getting 40% of the cash. Seems legit.— Nick Harris (@sportingintel) August 14, 2021 Launapakki PSG hefur því þanist töluvert út. Wijnaldum valdi PSG fram yfir Barcelona vegna þess að PSG bauð honum gull og græna skóga, Sergio Ramos fær enn meira en hann í laun og þá er Lionel Messi talinn fá hálfa milljón evra í vikulaun frá félaginu. Ekkert franskt lið kemst með tærnar nálægt hælum Parísarliðsins þegar kemur að launagreiðslum, raunar eru mörg skónúmer þar á milli. PSG borgar eitt og sér meira en stór hluti deildarinnar samanlagður. Blaðamaðurinn Neil Harris, sem sérhæfir sig í fjármálahluta fótboltans, greinir frá því á Twitter-síðu sinni að PSG hafi greitt meira en 31 prósent allra launa í frönsku deildinni tímabilið 2019-2020. Með öllum viðbótum PSG í sumar nálgast sú tala 40 prósent á komandi tímabili, hjá einu liði af 20 í deildinni. Fimm prósent leikmanna deildarinnar í Frakklandi fá því 40 prósent launanna. Qatar Sports Investments er fjármagnað af ríkissjóði Katar og eru Katarar taldir leggja mikla áherslu á að þeirra lið vinni Meistaradeildina sama ár og HM fer fram í ríkinu. Allt kapp er lagt á sigur í stærstu keppni Evrópu í vor áður en HM fer fram í lok næsta árs. Þrátt fyrir yfirburðastöðu sína mistókst PSG að fagna sigri í frönsku deildinni á síðustu leiktíð þar sem Lille varð óvænt franskur meistari. Meistaravörn Lille-liðsins hefur þó farið illa af stað, en það tapaði 4-0 fyrir Nice síðustu helgi. Lið Nice þjálfar Christophe Galtier, sem stýrði Lille til titilsins á síðasta ári. PSG hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Frakklandi og er með sex stig eftir tvo leiki, líkt og Angers og Clermont Foot.
Franski boltinn Frakkland Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Sjá meira