Koma á útgöngubanni eftir fyrsta samfélagssmitið síðan í febrúar Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2021 07:51 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir nauðsynlegt að grípa til harðra aðgerða og það strax. EPA Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi hafa ákveðið að koma á útgöngubanni alls staðar í landinu eftir að einn maður greindist með kórónuveiruna í borginni Auckland. Um er að ræða fyrsta samfélagssmitið í landinu síðan í febrúar og vinna stjórnvöld þar í landi út frá því að um Delta-afbrigði veirunnar sé að ræða. Búið er að setja landið allt á fjórða og hæsta viðbúnaðarstig vegna umrædds smits. Gilda reglurnar um útgöngubann í héruðunum Auckland og Coromandel næstu sjö daga, en næstu þrjá daga í öðrum héruðum landsins. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir nauðsynlegt að grípa til harðra aðgerða og það strax þar sem Delta-afbrigðið hafi breytt öllum forsendum í baráttunni við kórónuveiruna. „Við höfum séð það annars staðar hvað gerist, takist okkur ekki að ná tökum á þessu. Við höfum bara eitt tækifæri.“ Sá sem smitaðist var 58 ára karlmaður frá Devonport í Auckland. Hann fór í sýnatöku síðastliðinn laugardag. Maðurinn og eiginkona hans höfðu þá ferðast til Coromandel á föstudeginum og snúið aftur til Auckland á sunnudeginum. Í síðustu viku greindi Ardern frá því að landamæri Nýja-Sjálands verði lokuð út þetta ár vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. Það væri besta leiðin til að halda veirunni í skefjum og efnahagslífinu gangandi. Frá upphafi faraldursins hafa 2.500 manns greinst með kórónuveiruna á Nýja-Sjálandi og hafa 26 dauðsföll verið rakin til Covid-19. Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lok og læs á Nýja-Sjálandi út árið Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands tilkynnti í gær að landamæri ríkisins verði lokuð út þetta ár vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. Það væri besta leiðin til að halda veirunni í skefjum og efnahagslífinu gangandi. 12. ágúst 2021 06:38 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Um er að ræða fyrsta samfélagssmitið í landinu síðan í febrúar og vinna stjórnvöld þar í landi út frá því að um Delta-afbrigði veirunnar sé að ræða. Búið er að setja landið allt á fjórða og hæsta viðbúnaðarstig vegna umrædds smits. Gilda reglurnar um útgöngubann í héruðunum Auckland og Coromandel næstu sjö daga, en næstu þrjá daga í öðrum héruðum landsins. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir nauðsynlegt að grípa til harðra aðgerða og það strax þar sem Delta-afbrigðið hafi breytt öllum forsendum í baráttunni við kórónuveiruna. „Við höfum séð það annars staðar hvað gerist, takist okkur ekki að ná tökum á þessu. Við höfum bara eitt tækifæri.“ Sá sem smitaðist var 58 ára karlmaður frá Devonport í Auckland. Hann fór í sýnatöku síðastliðinn laugardag. Maðurinn og eiginkona hans höfðu þá ferðast til Coromandel á föstudeginum og snúið aftur til Auckland á sunnudeginum. Í síðustu viku greindi Ardern frá því að landamæri Nýja-Sjálands verði lokuð út þetta ár vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. Það væri besta leiðin til að halda veirunni í skefjum og efnahagslífinu gangandi. Frá upphafi faraldursins hafa 2.500 manns greinst með kórónuveiruna á Nýja-Sjálandi og hafa 26 dauðsföll verið rakin til Covid-19.
Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lok og læs á Nýja-Sjálandi út árið Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands tilkynnti í gær að landamæri ríkisins verði lokuð út þetta ár vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. Það væri besta leiðin til að halda veirunni í skefjum og efnahagslífinu gangandi. 12. ágúst 2021 06:38 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Lok og læs á Nýja-Sjálandi út árið Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands tilkynnti í gær að landamæri ríkisins verði lokuð út þetta ár vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. Það væri besta leiðin til að halda veirunni í skefjum og efnahagslífinu gangandi. 12. ágúst 2021 06:38