Fótbolti

Höfðum áður reynt að fá Berglindi til okkar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Það var markið hennar sem tryggði Íslandi sæti á EM í Englandi sem fram fer næsta sumar.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Það var markið hennar sem tryggði Íslandi sæti á EM í Englandi sem fram fer næsta sumar. Vísir/Vilhelm

Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur samið við eitt af bestu liðum sænsku úrvalsdeildarinnar og ætlar að hjálpa liðinu að vinna sér sæti í Evrópukeppninni í haust. Hún skrifaði undir hjá Hammarby og er samningurinn út næsta ár.

„Okkur fannst leikmannahópurinn okkar vera frekar þunnur og við höfðum verið að leita að gæðaleikaönnum sem passa inn í okkar lið. Við höfum fylgst með Berglindi í meira en ár og höfum áður reynt að fá hana til okkar,“ sagði Johan Lager, íþróttastóri Hammarby, á heimasíðu félagsins.

„Það er því gott að vera búin að fá hana til okkar. Hún er reyndur leikmaður sem hefur staðið sig vel bæði með félagsliðum og íslenska landsliðinu,“ sagði Lager.

„Hún hefur alltaf skorað mikið af mörkum og vonandi heldur hún því áfram hjá Hammarby,“ sagði Lager.

„Ég hef talað mikið við Pablo þjálfara (Pablo Pinones-Arce) og hef góða mynd af því hvernig liðið vill spila og hvernig félagið er. Mitt markmið er að hjálpa liðinu að ná eins hátt og mögulegt er og tryggja sér sæti í Evrópukeppninni,“ sagði Berglind Björg sjálf í samtali við heimasíðuna.

„Ég hlakka til að byrja að spila með liðinu og er tilbúinn að keyra strax af stað,“ sagði Berglind.

Berglind hefur nú náð því að spila sem atvinnumaður á Ítalíu, í Hollandi, í Frakklandi og í Svíþjóð á sínum flotta ferli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×