Fyrir og eftir myndir geta verið skaðlegar og valdið skömm Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. ágúst 2021 17:32 Aldís Eva Friðriksdóttir hvetur fólk til þess að íhuga að birta frekar eftir myndir, til þess að forðast að láta öðrum líða illa. Á samfélagsmiðlum má finna milljónir mynda merktar #beforeandafter. Aðsend mynd „Það eru einhverjir sem verða fyrir engum áhrifum af þessum myndum en í flestum tilfellum eru þessar myndir að sýna myndir af feitum líkama fyrir og svo stæltari og grennri líkama eftir.“ segir Aldís Eva Friðriksdóttir sálfræðingur um svokallaðar fyrir og eftir myndir. Aldís Eva ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og sagði þar að á vissan hátt geti fyrir og eftir myndir af þyngdartapi einstaklinga haft skaðleg áhrif á aðra og þá sérstaklega sjálfsmynd fólks. Geta upplifað skömm Í viðtalinu segir Aldís Eva að þetta geti sérstaklega haft áhrif á ungt fólk og þá einstaklingana sem líta á fyrri myndina og upplifa hana eins og sinn líkama. „Og fá þar skilaboðin, líkaminn minn er ekki réttur eins og hann er. Núna þarf ég að breyta honum eða fara í megrun eða eitthvað til þess að hann verði félagslega viðurkenndur og heilbrigður eins og þessi mynd er að sýna,“ útskýrir Aldís Eva. „Þetta getur líka haft þau áhrif að þegar við byrjum að reyna að breyta líkamanum okkar þá förum við að beita einhverjum aðferðum sem geta ekki endilega verið heilbrigðar. Þetta getur líka alið á skömm sem er ekki jafn heilbrigð og við vildum vissulega hafa hana.“ Aldís Eva segir að þó séu vissulega einhverjir einstaklingar sem líti einfaldlega á myndirnar sem áhugahvatningu og fyllist uppblæstri af þeim. „Rannsóknir viðrast sýna að það eru færri sem upplifa þessar myndir þannig og fleiri sem upplifa frekar vanlíðan og eru að líta verr á eigin líkama.“ Endurspeglar ekki alltaf raunveruleikann Það er þá oft vegna samanburðarins sem myndirnar valda í huga viðkomandi. „Eftirmyndin er þá lituð af heimi samfélagsmiðla sem geta verið glansmyndir. Það er í raun verið að segja, lífið mitt er miklu betra og miklu meira virði af því að ég fór að taka á í mataræðinu og ýmsilegt annað. En þetta hentar ekki öllum því að sumir líkamar geta ekki breyst út af erfðum og öðrum hlutum.“ Aldís Eva segir að Instagram sé að koma þarna vel út, enda sé þar mikið um glansmyndir. „Við erum að bera okkur saman við eitthvað sem endurspeglar kannski ekki raunveruleikann.“ Vandamálið er þó ekki bara bundið við myndir og myndbönd á Instagram. „Svo er TikTok ekki að koma neitt sérstaklega vel út heldur af því að „algorythminn“ er að safna ennþá meira saman alls konar myndböndum um útlit og um óheilbrigðar matarvenjur þannig að notendur TikTok sem eru í flestum tilfellum börnin okkar, eru að fá þetta beint í æð.“ Hvaða líkama er ég að heiðra? Hún bendir á að samfélagsmiðlalæsi ungmenna sé ekki jafn gott og því geri þau sér ekki alltaf grein fyrir því hvað sé raunverulegt og hvað ekki. Því geti fyrir og eftir myndir haft mikil áhrif á börn og unglinga. Aldís Eva hvetur fólk til þess að íhuga að birta frekar bara eftir myndina. „Þetta er frjáls heimur og við eigum algjörlega að birta það efni sem við viljum birta en maður getur spurt sig, hvaða líkama er ég að heiðra og hvaða líkama ég er að setja ekki í ekki það skírt ljós sem gæti komið niður á einhverjum öðrum.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Samfélagsmiðlar Reykjavík Reykjavík síðdegis Heilsa Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Aldís Eva ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og sagði þar að á vissan hátt geti fyrir og eftir myndir af þyngdartapi einstaklinga haft skaðleg áhrif á aðra og þá sérstaklega sjálfsmynd fólks. Geta upplifað skömm Í viðtalinu segir Aldís Eva að þetta geti sérstaklega haft áhrif á ungt fólk og þá einstaklingana sem líta á fyrri myndina og upplifa hana eins og sinn líkama. „Og fá þar skilaboðin, líkaminn minn er ekki réttur eins og hann er. Núna þarf ég að breyta honum eða fara í megrun eða eitthvað til þess að hann verði félagslega viðurkenndur og heilbrigður eins og þessi mynd er að sýna,“ útskýrir Aldís Eva. „Þetta getur líka haft þau áhrif að þegar við byrjum að reyna að breyta líkamanum okkar þá förum við að beita einhverjum aðferðum sem geta ekki endilega verið heilbrigðar. Þetta getur líka alið á skömm sem er ekki jafn heilbrigð og við vildum vissulega hafa hana.“ Aldís Eva segir að þó séu vissulega einhverjir einstaklingar sem líti einfaldlega á myndirnar sem áhugahvatningu og fyllist uppblæstri af þeim. „Rannsóknir viðrast sýna að það eru færri sem upplifa þessar myndir þannig og fleiri sem upplifa frekar vanlíðan og eru að líta verr á eigin líkama.“ Endurspeglar ekki alltaf raunveruleikann Það er þá oft vegna samanburðarins sem myndirnar valda í huga viðkomandi. „Eftirmyndin er þá lituð af heimi samfélagsmiðla sem geta verið glansmyndir. Það er í raun verið að segja, lífið mitt er miklu betra og miklu meira virði af því að ég fór að taka á í mataræðinu og ýmsilegt annað. En þetta hentar ekki öllum því að sumir líkamar geta ekki breyst út af erfðum og öðrum hlutum.“ Aldís Eva segir að Instagram sé að koma þarna vel út, enda sé þar mikið um glansmyndir. „Við erum að bera okkur saman við eitthvað sem endurspeglar kannski ekki raunveruleikann.“ Vandamálið er þó ekki bara bundið við myndir og myndbönd á Instagram. „Svo er TikTok ekki að koma neitt sérstaklega vel út heldur af því að „algorythminn“ er að safna ennþá meira saman alls konar myndböndum um útlit og um óheilbrigðar matarvenjur þannig að notendur TikTok sem eru í flestum tilfellum börnin okkar, eru að fá þetta beint í æð.“ Hvaða líkama er ég að heiðra? Hún bendir á að samfélagsmiðlalæsi ungmenna sé ekki jafn gott og því geri þau sér ekki alltaf grein fyrir því hvað sé raunverulegt og hvað ekki. Því geti fyrir og eftir myndir haft mikil áhrif á börn og unglinga. Aldís Eva hvetur fólk til þess að íhuga að birta frekar bara eftir myndina. „Þetta er frjáls heimur og við eigum algjörlega að birta það efni sem við viljum birta en maður getur spurt sig, hvaða líkama er ég að heiðra og hvaða líkama ég er að setja ekki í ekki það skírt ljós sem gæti komið niður á einhverjum öðrum.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Samfélagsmiðlar Reykjavík Reykjavík síðdegis Heilsa Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira