Segir mannréttindabrot framin í grunnskólum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2021 21:01 Daníel Isebarn Ágústsson er lögmaður Öryrkjabandalagsins. egill aðalsteinsson Lögmaður öryrkjabandalagsins krefst þess að þörfum barna með sérþarfir verði mætt í grunnskólum. Hann segir mannréttindabrot framin í skólunum og að málið fari fyrir dómstóla verði kröfum ekki mætt. „Mamma ég veit þú elskar mig alltaf en ég á það ekki skilið ég er svo hræðilega vondur. Mig langar bara að deyja ég get þetta ekki lengur.“ Hér heyrðum við endursögn barna með sérþarfir eftir hefðbundinn skóladag. Myndbandið er hluti af herferð Öryrkjabandalagsins sem er ætlað að vekja athygli á stöðu barna með sérþarfir í grunnskólum landsins en þriðja hvert barn þarf á einhvers konar stuðningi að halda. Málið fari fyrir dómstóla verði kröfum ekki mætt Á grundvelli samninga Sameinuðu þjóðanna skal börnum tryggður réttur til menntunar við sitt hæfi án mismununar vegna fötlunar. Öryrkjabandalagið telur þennan rétt þverbrotinn í íslensku skólakerfi og er þess krafist að sveitarfélög kynni úrbætur í formi áætlunnar um það hvernig þörfum barna verði mætt. „Ef það verður ekki orðið við þeim þá neyðumst við væntanlega til þess að fara með málið fyrir dómstóla,“ segir Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkjabandalagsins. Mæður barna með sérþarfir segja að bjóða þurfi upp á sérhæfð úrræði í grunnskólum landsins. „Við erum með lögbundna stöðu námsráðgjafa. Af hverju ekki þroskaþjálfa, félagsráðgjafa og sálfræðings?“ spyr Alma Björk Ástþórsdóttir, móðir barns með sérþarfir. Sögum barna safnað saman Á Facebook síðunni Sagan okkar er sögum barna á borð við þessar sem við heyrðum áðan safnað saman. „Þetta eru sögur og orð sem börnin hafa sagt við foreldra sína þegar þeim líður hvað verst,“ segir Árdís Rut Einarsdóttir, móðir barns með sérþarfir. „Og það er bara í góðu lagi að samfélagið og stjórnmálafólk fái að hlusta og heyra barnsrödd segja: Ég vil ekki deyja, ég get þetta ekki lengur. Það er ekki bara foreldrarnir sem eiga að fá að heyra þetta,“ segir Alma. Þær skora á stjórnvöld að bregðast við og safna nú undirskriftum. „Á meðan þetta er svona þá eru stjórnvöld að samþykkja að börnum líði illa.“ Eru mannréttindi barna brotin í skólum á Íslandi? „Já því miður,“ segir Daníel. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Grunnskólar Mannréttindi Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
„Mamma ég veit þú elskar mig alltaf en ég á það ekki skilið ég er svo hræðilega vondur. Mig langar bara að deyja ég get þetta ekki lengur.“ Hér heyrðum við endursögn barna með sérþarfir eftir hefðbundinn skóladag. Myndbandið er hluti af herferð Öryrkjabandalagsins sem er ætlað að vekja athygli á stöðu barna með sérþarfir í grunnskólum landsins en þriðja hvert barn þarf á einhvers konar stuðningi að halda. Málið fari fyrir dómstóla verði kröfum ekki mætt Á grundvelli samninga Sameinuðu þjóðanna skal börnum tryggður réttur til menntunar við sitt hæfi án mismununar vegna fötlunar. Öryrkjabandalagið telur þennan rétt þverbrotinn í íslensku skólakerfi og er þess krafist að sveitarfélög kynni úrbætur í formi áætlunnar um það hvernig þörfum barna verði mætt. „Ef það verður ekki orðið við þeim þá neyðumst við væntanlega til þess að fara með málið fyrir dómstóla,“ segir Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkjabandalagsins. Mæður barna með sérþarfir segja að bjóða þurfi upp á sérhæfð úrræði í grunnskólum landsins. „Við erum með lögbundna stöðu námsráðgjafa. Af hverju ekki þroskaþjálfa, félagsráðgjafa og sálfræðings?“ spyr Alma Björk Ástþórsdóttir, móðir barns með sérþarfir. Sögum barna safnað saman Á Facebook síðunni Sagan okkar er sögum barna á borð við þessar sem við heyrðum áðan safnað saman. „Þetta eru sögur og orð sem börnin hafa sagt við foreldra sína þegar þeim líður hvað verst,“ segir Árdís Rut Einarsdóttir, móðir barns með sérþarfir. „Og það er bara í góðu lagi að samfélagið og stjórnmálafólk fái að hlusta og heyra barnsrödd segja: Ég vil ekki deyja, ég get þetta ekki lengur. Það er ekki bara foreldrarnir sem eiga að fá að heyra þetta,“ segir Alma. Þær skora á stjórnvöld að bregðast við og safna nú undirskriftum. „Á meðan þetta er svona þá eru stjórnvöld að samþykkja að börnum líði illa.“ Eru mannréttindi barna brotin í skólum á Íslandi? „Já því miður,“ segir Daníel. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Grunnskólar Mannréttindi Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira