Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Árni Sæberg skrifar 18. ágúst 2021 12:01 Klara Sif Magnúsdóttir er ein þeirra Íslendinga sem framleiða erótískt efni á síðunni OnlyFans. Stöð 2 Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. Næsttekjuhæsti áhrifavaldur ársins 2020 er Birgitta Líf Björnsdóttir með mánaðartekjur upp á tæpa eina milljón króna. Birgitta er markaðsstjóri World Class og eigandi skemmtistaðarins Bankastræti Club og stafa allar tekjur hennar þannig ekki af áhrifavaldi hennar. Í þriðja sæti er Eva Ruza Miljevic með rúmlega 900 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Eva Ruza er virk á samfélagsmiðlinum Snapchat auk þess að færa fólki fréttir af fræga, fallega, fína og ríka fólkinu á hverjum degi á K100. Í fjórða sæti er Linda Benediktsdóttir með 800 þúsund krónur í mánaðartekjur. Linda heldur úti vefsíðunni lindaben.is og segist starfa sem áhrifavaldur, uppskriftahöfundur og matarstílisti. TikTok-stjarnan Arnar Gauti Arnarsson, betur þekktur sem Lil Curly, er í fimmta sæti listans með 730 þúsund krónur í mánaðartekjur. Lil Curly er með yfir 780 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Klara Sif ekki eina Onlyfans-stjarnan á listanum Athygli vekur hversu margar Onlyfans-stjörnur eru á lista Tekjublaðsins í ár. Engin þeirra kemst þó með tærnar þar sem Klara Sif hefur hælana hvað varðar tekjur. Næsttekjuhæsta Onlyfans-stjarnan er Birta Rós Blanco sem þénaði 291 þúsund krónur á mánuði í fyrra. Aðrir ríða ekki jafnfeitum hesti en tekjulægsta Onlyfans-stjarnan á listanum er Stefán Octavian Bjarnason með 21 þúsund krónur á mánuði. Tíu tekjuhæstu áhrifavaldar ársins 2020: Klara Sif Magnúsdóttir, Onlyfans-stjarna 1.098 þúsund Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri og veitingamaður 971 þúsund Eva Ruza Miljevic, snappari og fjölmiðlakona 920 þúsund Linda Benediktsdóttir, áhrifavaldur, uppskriftahöfundur og matarstílisti 802 þúsund Arnar Gauti Arnarsson, TikTok-stjarna 729 þúsund Sólveig V Sveinbjörnsdóttir, snappari 721 þúsund Sólrún Lilja Diego Elmarsdóttir, rithöfundur 525 þúsund Laufey Ebba Eðvarðsdóttir, TikTok-stjarna 506 þúsund Ingileif Friðriksdóttir, framkvæmdarstjóri og snappari 498 þúsund Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, snappari 446 þúsund Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019 sem var greiddur árið 2020. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Samfélagsmiðlar Tekjur OnlyFans Tengdar fréttir OnlyFans ekki „easy money heldur vinna“ Undanfarið hefur mikið verið rætt um vefsíðuna Onlyfans.com hér á landi, en nokkrir ungir Íslendingar hafa stigið fram opinberlega og greint frá hvernig þeir hafi þénað milljónir á því að selja áskrifendum sínum erótískt eða jafnvel klámfengð heimatilbúið myndefni. 26. apríl 2021 19:50 Tekjur Íslendinga: Tekjur forstjóra allt að 36 milljónir króna á mánuði Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels og Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments raða sér í efstu sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu forstjóra fyrirtækja í fyrra. Sá fyrrnefndi var að jafnaði með 35,94 milljónir króna í útsvarsskyldar tekjur á mánuði og nafni hans með góða 26,31 milljón í mánaðartekjur. 18. ágúst 2021 11:55 Tekjur Íslendinga: Tekjuhæsti listamaður landsins er klippari Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir klippari var með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur árið 2020 samkvæmt tekjublaði Frjálsar Verslunar sem kom út í dag. 18. ágúst 2021 11:30 Tekjur Íslendinga: Guðni Th. tekjuhæsti stjórnmálamaðurinn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins í tekjublaði Frjálsrar verslunar með 2,80 milljónir króna í mánaðarlaun. 18. ágúst 2021 11:02 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Næsttekjuhæsti áhrifavaldur ársins 2020 er Birgitta Líf Björnsdóttir með mánaðartekjur upp á tæpa eina milljón króna. Birgitta er markaðsstjóri World Class og eigandi skemmtistaðarins Bankastræti Club og stafa allar tekjur hennar þannig ekki af áhrifavaldi hennar. Í þriðja sæti er Eva Ruza Miljevic með rúmlega 900 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Eva Ruza er virk á samfélagsmiðlinum Snapchat auk þess að færa fólki fréttir af fræga, fallega, fína og ríka fólkinu á hverjum degi á K100. Í fjórða sæti er Linda Benediktsdóttir með 800 þúsund krónur í mánaðartekjur. Linda heldur úti vefsíðunni lindaben.is og segist starfa sem áhrifavaldur, uppskriftahöfundur og matarstílisti. TikTok-stjarnan Arnar Gauti Arnarsson, betur þekktur sem Lil Curly, er í fimmta sæti listans með 730 þúsund krónur í mánaðartekjur. Lil Curly er með yfir 780 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Klara Sif ekki eina Onlyfans-stjarnan á listanum Athygli vekur hversu margar Onlyfans-stjörnur eru á lista Tekjublaðsins í ár. Engin þeirra kemst þó með tærnar þar sem Klara Sif hefur hælana hvað varðar tekjur. Næsttekjuhæsta Onlyfans-stjarnan er Birta Rós Blanco sem þénaði 291 þúsund krónur á mánuði í fyrra. Aðrir ríða ekki jafnfeitum hesti en tekjulægsta Onlyfans-stjarnan á listanum er Stefán Octavian Bjarnason með 21 þúsund krónur á mánuði. Tíu tekjuhæstu áhrifavaldar ársins 2020: Klara Sif Magnúsdóttir, Onlyfans-stjarna 1.098 þúsund Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri og veitingamaður 971 þúsund Eva Ruza Miljevic, snappari og fjölmiðlakona 920 þúsund Linda Benediktsdóttir, áhrifavaldur, uppskriftahöfundur og matarstílisti 802 þúsund Arnar Gauti Arnarsson, TikTok-stjarna 729 þúsund Sólveig V Sveinbjörnsdóttir, snappari 721 þúsund Sólrún Lilja Diego Elmarsdóttir, rithöfundur 525 þúsund Laufey Ebba Eðvarðsdóttir, TikTok-stjarna 506 þúsund Ingileif Friðriksdóttir, framkvæmdarstjóri og snappari 498 þúsund Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, snappari 446 þúsund Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019 sem var greiddur árið 2020. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019 sem var greiddur árið 2020. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.
Samfélagsmiðlar Tekjur OnlyFans Tengdar fréttir OnlyFans ekki „easy money heldur vinna“ Undanfarið hefur mikið verið rætt um vefsíðuna Onlyfans.com hér á landi, en nokkrir ungir Íslendingar hafa stigið fram opinberlega og greint frá hvernig þeir hafi þénað milljónir á því að selja áskrifendum sínum erótískt eða jafnvel klámfengð heimatilbúið myndefni. 26. apríl 2021 19:50 Tekjur Íslendinga: Tekjur forstjóra allt að 36 milljónir króna á mánuði Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels og Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments raða sér í efstu sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu forstjóra fyrirtækja í fyrra. Sá fyrrnefndi var að jafnaði með 35,94 milljónir króna í útsvarsskyldar tekjur á mánuði og nafni hans með góða 26,31 milljón í mánaðartekjur. 18. ágúst 2021 11:55 Tekjur Íslendinga: Tekjuhæsti listamaður landsins er klippari Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir klippari var með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur árið 2020 samkvæmt tekjublaði Frjálsar Verslunar sem kom út í dag. 18. ágúst 2021 11:30 Tekjur Íslendinga: Guðni Th. tekjuhæsti stjórnmálamaðurinn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins í tekjublaði Frjálsrar verslunar með 2,80 milljónir króna í mánaðarlaun. 18. ágúst 2021 11:02 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
OnlyFans ekki „easy money heldur vinna“ Undanfarið hefur mikið verið rætt um vefsíðuna Onlyfans.com hér á landi, en nokkrir ungir Íslendingar hafa stigið fram opinberlega og greint frá hvernig þeir hafi þénað milljónir á því að selja áskrifendum sínum erótískt eða jafnvel klámfengð heimatilbúið myndefni. 26. apríl 2021 19:50
Tekjur Íslendinga: Tekjur forstjóra allt að 36 milljónir króna á mánuði Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels og Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments raða sér í efstu sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu forstjóra fyrirtækja í fyrra. Sá fyrrnefndi var að jafnaði með 35,94 milljónir króna í útsvarsskyldar tekjur á mánuði og nafni hans með góða 26,31 milljón í mánaðartekjur. 18. ágúst 2021 11:55
Tekjur Íslendinga: Tekjuhæsti listamaður landsins er klippari Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir klippari var með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur árið 2020 samkvæmt tekjublaði Frjálsar Verslunar sem kom út í dag. 18. ágúst 2021 11:30
Tekjur Íslendinga: Guðni Th. tekjuhæsti stjórnmálamaðurinn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins í tekjublaði Frjálsrar verslunar með 2,80 milljónir króna í mánaðarlaun. 18. ágúst 2021 11:02