Átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu eftir bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2021 11:57 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Almannavarnir Lyfjastofnun hefur fengið alls átta tilkynningar um lömun eða skerta hreyfigetu í kjölfar bólusetninga. Alvarlegust þeirra er frá ungri konu sem fjallað var um að hefði lamast fyrir neðan mitti, stuttu eftir örvunarbólusetningu með bóluefni Moderna. Þetta staðfestir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við fréttastofu. „Þetta eru átta tilkynningar og þar með er þessi tilkynning með örvunarbólusetninguna. Hitt var bara eftir aðra bólusetningu,“ segir Rúna. Andlitslömun, sem er ekki talin alvarleg aukaverkun þar sem hún gengur oftast til baka að fullu, er ekki talin inn í þessar tölur. Rúna segir þó að lömun og skert hreyfigeta gangi líka oftast til baka að fullu. Lyfjastofnun hefur fengið tæplega 2.900 tilkynningar um aukaverkanir frá því bólusetningar við kórónuveirunni hófust hér á landi. Þar af eru 177 alvarlegar, en aukaverkanir teljast alvarlegar þegar heilbrigðiskerfið þarf að grípa inn í vegna þeirra. Til minni aukaverkana teljast til dæmis slappleiki, særindi á stungustað og fleiri veikindaeinkenni sem bólusett fólk kannast eflaust margt við. Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir eru að sögn Rúnu settar í forgang hjá stofnuninni, og rannsakað hvort orsakasamhengi sé á milli bólusetninga og aukaverkana. Um helgina var fjallað um mál hinnar 19 ára gömlu Tinnu Katrínar Owen, sem lamaðist fyrir neðan mitti stuttu eftir að hafa fengið örvunarskammt af bóluefni Moderna. Það er alvarlegasta tilkynningin um lömun eftir bólusetningu sem Lyfjastofnun hefur borist. Læknar telja að lömunin sé aðeins tímabundin og muni ganga til baka. Þá hefur ekki verið endanlega sýnt fram á orsakasamhengi milli bólusetningarinnar og lömunar Tinnu Katrínar. „En það er bara ekkert annað sem mér dettur í hug að þetta gæti verið . Ég er ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma. Það finnst ekkert að mænunni minni. Það finnst ekkert í blóðinu mínu. Ég var ekki að gera neitt öðruvísi en bara að fara í þessa bólusetningu,“ sagði Tinna Katrín í samtali við fréttastofu um helgina. Lyf Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Finnur fyrir aukinni aðsókn í sýnatöku: „Brjálað að gera á öllum vígstöðvum“ Gríðarlega löng röð myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í dag. Nú rétt eftir hádegi höfðu tvö þúsund manns skráð sig í sýnatöku í dag og finnur Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, formaður hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fyrir aukinni aðsókn. 17. ágúst 2021 14:02 Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta staðfestir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í samtali við fréttastofu. „Þetta eru átta tilkynningar og þar með er þessi tilkynning með örvunarbólusetninguna. Hitt var bara eftir aðra bólusetningu,“ segir Rúna. Andlitslömun, sem er ekki talin alvarleg aukaverkun þar sem hún gengur oftast til baka að fullu, er ekki talin inn í þessar tölur. Rúna segir þó að lömun og skert hreyfigeta gangi líka oftast til baka að fullu. Lyfjastofnun hefur fengið tæplega 2.900 tilkynningar um aukaverkanir frá því bólusetningar við kórónuveirunni hófust hér á landi. Þar af eru 177 alvarlegar, en aukaverkanir teljast alvarlegar þegar heilbrigðiskerfið þarf að grípa inn í vegna þeirra. Til minni aukaverkana teljast til dæmis slappleiki, særindi á stungustað og fleiri veikindaeinkenni sem bólusett fólk kannast eflaust margt við. Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir eru að sögn Rúnu settar í forgang hjá stofnuninni, og rannsakað hvort orsakasamhengi sé á milli bólusetninga og aukaverkana. Um helgina var fjallað um mál hinnar 19 ára gömlu Tinnu Katrínar Owen, sem lamaðist fyrir neðan mitti stuttu eftir að hafa fengið örvunarskammt af bóluefni Moderna. Það er alvarlegasta tilkynningin um lömun eftir bólusetningu sem Lyfjastofnun hefur borist. Læknar telja að lömunin sé aðeins tímabundin og muni ganga til baka. Þá hefur ekki verið endanlega sýnt fram á orsakasamhengi milli bólusetningarinnar og lömunar Tinnu Katrínar. „En það er bara ekkert annað sem mér dettur í hug að þetta gæti verið . Ég er ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma. Það finnst ekkert að mænunni minni. Það finnst ekkert í blóðinu mínu. Ég var ekki að gera neitt öðruvísi en bara að fara í þessa bólusetningu,“ sagði Tinna Katrín í samtali við fréttastofu um helgina.
Lyf Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Finnur fyrir aukinni aðsókn í sýnatöku: „Brjálað að gera á öllum vígstöðvum“ Gríðarlega löng röð myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í dag. Nú rétt eftir hádegi höfðu tvö þúsund manns skráð sig í sýnatöku í dag og finnur Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, formaður hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fyrir aukinni aðsókn. 17. ágúst 2021 14:02 Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Finnur fyrir aukinni aðsókn í sýnatöku: „Brjálað að gera á öllum vígstöðvum“ Gríðarlega löng röð myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í dag. Nú rétt eftir hádegi höfðu tvö þúsund manns skráð sig í sýnatöku í dag og finnur Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, formaður hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fyrir aukinni aðsókn. 17. ágúst 2021 14:02
Hefðu viljað sjá betri mætingu í örvunarbólusetningu Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan myndi þiggja betri mætingu á meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í örvunarskammt. 17. ágúst 2021 11:47