Segir Guðna og forystu KSÍ vita af umræddu kynferðisofbeldi Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2021 10:46 Hanna Björg Vilhjálmsdóttir hefur sent frá sér annan pistil og segir KSÍ senda kaldar kveðjur til þolenda ofbeldis. „Í mínum huga eru viðbrögð KSÍ sorgleg. Börn og ungmenni eiga meira skilið en að alast upp við það gildi og menningu að ofbeldi sé ekki ámælisvert.“ Þetta segir í grein frá Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, framhaldsskólakennara og forkonu jafnréttisnefndar KÍ. Undir greinina skrifa einnig meðlimir í femínistahópnum Öfgum og hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu. Segja þær KSÍ þurfa að taka gerendur ofbeldis úr íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Hanna Björg sendi í síðustu viku frá sér grein þar sem hún gagnrýndi KSÍ fyrir að bregðast ekki við frásögn konu sem sagði frá hópnauðgun íslenskra landsliðsmanna í fótbolta, sem konan varð fyrir árið 2010. Hanna fullyrti í þeirri grein að fleiri frásagnir væru um landsliðsmenn sem sagðir væru beita konur ofbeldi, bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi, en þeim væri samt hampað og þöggunin væri alger. Á því bæri Knattspyrnusamband Íslands ábyrgð. Hvatti hún KSÍ til að taka skýra afstöðu með þolendum. KSÍ sendi svo frá sér yfirlýsingu á þriðjudag þar sem sagði meðal annars að sambandið gæti ekki tjáð sig um „einstök mál sem upp kunna að koma á opinberum vettvangi vegna trúnaðar og persónuverndarmála. Rétt er þó að ítreka að KSÍ gerir engar tilraunir til að þagga niður ofbeldismál eða hylma yfir með gerendum. Dylgjum um slíkt er alfarið vísað á bug.“ „Hversu kaldar geta kveðjurnar verið til þolenda?“ spyr Hanna Björg í grein sem birtist á Vísi í dag, og beinir orðum sínum til Guðna Bergssonar, formanns KSÍ: „Í yfirlýsingu KSÍ er ekki eitt orð um eða til þeirra [innsk.: þolenda]. Ekki snefill af samkennd eða skilningi. Skeytingarleysið er algert. KSÍ sýnir engan vilja til að axla ábyrgð, enga auðmýkt, samkennd, tengsl við raunveruleikann og sannleikann. Auðvitað vissu Guðni og forysta KSÍ af umræddu kynferðisofbeldi. Það eru of mörg sem vita að Guðni segir ósatt í yfirlýsingunni til að unnt sé að halda öðru fram. Frá því að greinin mín um KSÍ og kvenfyrirlitningu birtist sl. föstudag hefur rignt yfir mig skilaboðum og símtölum. Öll á einn veg; stuðningur, hvatning og staðfestingar um ofbeldi af því tagi sem er tíundað í greininni. Eina undantekningin var aðili sem hafði áhyggjur af því að allt landsliðið lægi undir grun. Þar er þó hvorki við mig né þolendur að sakast heldur KSÍ sem þegir og gerendur sem hafa fengið tækifæri til að stíga fram og axla ábyrgð, en ekki gert,“ segir Hanna Björg. Hún spyr svo hvort að íslensk stjórnvöld séu reiðubúin að sætta sig við afstöðu og aðgerðaleysi KSÍ: „Hér vísa ég í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreiti. Hvað segir ráðherra íþróttamála?“ Hanna Björg og Öfgar hvetja KSÍ til að taka gerendur ofbeldis úr landsliðinu. Næstu leikir landsliðsins eru í byrjun september, í undankeppni HM, þegar liðið mætir Rúmeníu 2. október og svo Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Allir leikirnir verða á Laugardalsvelli. „KSÍ þarf að taka gerendur ofbeldis úr landsliðinu. Ef KSÍ ætlar að halda því fram að það sé ekki hægt, má benda á leið Borgarleikhússins í sambærilegum aðstæðum. Þar var staðið með þolendum. Annað hvort stendur KSÍ með þolendum eða ekki. Sýndarjafnrétti dugar ekki. Ef samfélagið lætur þessi viðbrögð KSI óátalin þá er erum við ekki tilbúin til að uppræta kynferðislegt ofbeldi gegn konum og öðrum kynjum. Misréttið, ofbeldið og kúgunin heldur áfram,“ skrifar Hanna Björg. KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Hanna Björg sendi í síðustu viku frá sér grein þar sem hún gagnrýndi KSÍ fyrir að bregðast ekki við frásögn konu sem sagði frá hópnauðgun íslenskra landsliðsmanna í fótbolta, sem konan varð fyrir árið 2010. Hanna fullyrti í þeirri grein að fleiri frásagnir væru um landsliðsmenn sem sagðir væru beita konur ofbeldi, bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi, en þeim væri samt hampað og þöggunin væri alger. Á því bæri Knattspyrnusamband Íslands ábyrgð. Hvatti hún KSÍ til að taka skýra afstöðu með þolendum. KSÍ sendi svo frá sér yfirlýsingu á þriðjudag þar sem sagði meðal annars að sambandið gæti ekki tjáð sig um „einstök mál sem upp kunna að koma á opinberum vettvangi vegna trúnaðar og persónuverndarmála. Rétt er þó að ítreka að KSÍ gerir engar tilraunir til að þagga niður ofbeldismál eða hylma yfir með gerendum. Dylgjum um slíkt er alfarið vísað á bug.“ „Hversu kaldar geta kveðjurnar verið til þolenda?“ spyr Hanna Björg í grein sem birtist á Vísi í dag, og beinir orðum sínum til Guðna Bergssonar, formanns KSÍ: „Í yfirlýsingu KSÍ er ekki eitt orð um eða til þeirra [innsk.: þolenda]. Ekki snefill af samkennd eða skilningi. Skeytingarleysið er algert. KSÍ sýnir engan vilja til að axla ábyrgð, enga auðmýkt, samkennd, tengsl við raunveruleikann og sannleikann. Auðvitað vissu Guðni og forysta KSÍ af umræddu kynferðisofbeldi. Það eru of mörg sem vita að Guðni segir ósatt í yfirlýsingunni til að unnt sé að halda öðru fram. Frá því að greinin mín um KSÍ og kvenfyrirlitningu birtist sl. föstudag hefur rignt yfir mig skilaboðum og símtölum. Öll á einn veg; stuðningur, hvatning og staðfestingar um ofbeldi af því tagi sem er tíundað í greininni. Eina undantekningin var aðili sem hafði áhyggjur af því að allt landsliðið lægi undir grun. Þar er þó hvorki við mig né þolendur að sakast heldur KSÍ sem þegir og gerendur sem hafa fengið tækifæri til að stíga fram og axla ábyrgð, en ekki gert,“ segir Hanna Björg. Hún spyr svo hvort að íslensk stjórnvöld séu reiðubúin að sætta sig við afstöðu og aðgerðaleysi KSÍ: „Hér vísa ég í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreiti. Hvað segir ráðherra íþróttamála?“ Hanna Björg og Öfgar hvetja KSÍ til að taka gerendur ofbeldis úr landsliðinu. Næstu leikir landsliðsins eru í byrjun september, í undankeppni HM, þegar liðið mætir Rúmeníu 2. október og svo Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Allir leikirnir verða á Laugardalsvelli. „KSÍ þarf að taka gerendur ofbeldis úr landsliðinu. Ef KSÍ ætlar að halda því fram að það sé ekki hægt, má benda á leið Borgarleikhússins í sambærilegum aðstæðum. Þar var staðið með þolendum. Annað hvort stendur KSÍ með þolendum eða ekki. Sýndarjafnrétti dugar ekki. Ef samfélagið lætur þessi viðbrögð KSI óátalin þá er erum við ekki tilbúin til að uppræta kynferðislegt ofbeldi gegn konum og öðrum kynjum. Misréttið, ofbeldið og kúgunin heldur áfram,“ skrifar Hanna Björg.
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira