Birtir nýjar leiðbeiningar: Gerir ráð fyrir að færri nemendur þurfi að sæta sóttkví Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2021 14:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp. Eru viðmið um sóttkví skilgreind eftir því hvort samvera við smitaðan einstakling hafi verið mikil eða ekki. Ef samskipti hafa ekki verið mikil samkvæmt skilgreiningu verður ekki gerð krafa um sóttkví heldur smitgát og getur viðkomandi þá mætt í skólann. Hraðpróf verða notuð þegar í hlut eiga einstaklingar sem einungis þurfa að sæta smitgát. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þar sem leiðbeiningarnar hafa verið birtar. Kveðið verður á um breyttar reglur um sóttkví í samræmi við leiðbeiningarnar í nýrri reglugerð sem tekur gildi næsta þriðjudag. Í mati rakningateymisins er almennt litið til þess hvort einstaklingurinn hafi verið lengur en 15 mínútur og í minni en tveggja metra nánd við hinn smitaða. Þá er tekið mið af því hvort fólkið hafi átt í nánum samskiptum á borð við faðmlög eða kossa, átt endurtekin samskipti í minna en 15 mínútur í senn, eða verið lengi í sama rými á heimili eða vinnustað. Eftirfarandi viðmið eru svo gefin upp í nýju leiðbeiningunum: Ef nemandi greinist með Covid-19 Þá gildir sóttkví um: Vini og þá sem voru með nemandanum eftir skóla Nemendur sem sátu við sama borð Þá sem voru með honum í vinnuhópi Er það mat skólastjórnar eða rakningateymis hvort hluti eða allur bekkurinn fari í sóttkví. Smitgát gildir um þá sem: Voru í samskiptum sem teljast ekki mikil Voru í sama hólfi og sá smitaði Voru í sömu stofu en hún var vel loftræst og engin nánd nema í mjög stuttan tíma Þessi hópur getur mætt í skólann en fer í hraðpróf daginn eftir að smit uppgötvast og aftur eftir fjóra daga. Ef einstaklingur greinist jákvæður í hraðprófi er viðkomandi boðaður í PCR próf. Einkennavarúð nær til þeirra sem: Voru í litlum eða engum samskiptum við hinn smitaða Í sama hólfi en ekki á sama tíma á stöðum líkt og matsal Þessi hópur þarf hvorki að fara í sóttkví né hraðpróf. Ef kennari greinist með Covid-19 gildir að öllu jöfnu það sama um hann og nemendur. Leiðbeiningarnar má nálgast í heild sinni á vef Stjórnarráðsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir „Börn sofa á plastklæddri dýnu á steyptum bekkjum” Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira
Eru viðmið um sóttkví skilgreind eftir því hvort samvera við smitaðan einstakling hafi verið mikil eða ekki. Ef samskipti hafa ekki verið mikil samkvæmt skilgreiningu verður ekki gerð krafa um sóttkví heldur smitgát og getur viðkomandi þá mætt í skólann. Hraðpróf verða notuð þegar í hlut eiga einstaklingar sem einungis þurfa að sæta smitgát. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þar sem leiðbeiningarnar hafa verið birtar. Kveðið verður á um breyttar reglur um sóttkví í samræmi við leiðbeiningarnar í nýrri reglugerð sem tekur gildi næsta þriðjudag. Í mati rakningateymisins er almennt litið til þess hvort einstaklingurinn hafi verið lengur en 15 mínútur og í minni en tveggja metra nánd við hinn smitaða. Þá er tekið mið af því hvort fólkið hafi átt í nánum samskiptum á borð við faðmlög eða kossa, átt endurtekin samskipti í minna en 15 mínútur í senn, eða verið lengi í sama rými á heimili eða vinnustað. Eftirfarandi viðmið eru svo gefin upp í nýju leiðbeiningunum: Ef nemandi greinist með Covid-19 Þá gildir sóttkví um: Vini og þá sem voru með nemandanum eftir skóla Nemendur sem sátu við sama borð Þá sem voru með honum í vinnuhópi Er það mat skólastjórnar eða rakningateymis hvort hluti eða allur bekkurinn fari í sóttkví. Smitgát gildir um þá sem: Voru í samskiptum sem teljast ekki mikil Voru í sama hólfi og sá smitaði Voru í sömu stofu en hún var vel loftræst og engin nánd nema í mjög stuttan tíma Þessi hópur getur mætt í skólann en fer í hraðpróf daginn eftir að smit uppgötvast og aftur eftir fjóra daga. Ef einstaklingur greinist jákvæður í hraðprófi er viðkomandi boðaður í PCR próf. Einkennavarúð nær til þeirra sem: Voru í litlum eða engum samskiptum við hinn smitaða Í sama hólfi en ekki á sama tíma á stöðum líkt og matsal Þessi hópur þarf hvorki að fara í sóttkví né hraðpróf. Ef kennari greinist með Covid-19 gildir að öllu jöfnu það sama um hann og nemendur. Leiðbeiningarnar má nálgast í heild sinni á vef Stjórnarráðsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir „Börn sofa á plastklæddri dýnu á steyptum bekkjum” Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira