Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. ágúst 2021 23:16 Hjördís Guðmundsdóttir er upplýsingafulltrúi almannavarna. vísir/vilhelm Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. Því hafa almannavarnir mælt með því að annað foreldri annist barn sem er í sóttkví en það verður þá að haga sér eins og það sé í sóttkví líka. Þetta kemur fram í svari Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsinga almannavarna, við fyrirspurn Vísis sem leitaði eftir skýringum almannavarna á misvísandi skilaboðum sem faðir leikskólabarns í sóttkví hafði fengið frá embættinu. Fékk fyrst boð um sóttkví - svo smitgát Vísir greindi frá því í gær að faðirinn hefði fengið boð um að hann væri kominn í sóttkví því dóttir hans væri komin í sóttkví eftir að starfsmaður á leikskóla hennar greindist með veiruna. Hann áttaði sig síðan á því að það stangaðist á við breytingar sem sóttvarnalæknir gerði á leiðbeiningum um sóttkví fyrir fullbólusetta einstaklinga þann 27. júlí síðastliðinn. Í þeim segir að fullbólusettir einstaklingar verði ekki að fara í sóttkví þó þeir búi á heimili með einhverjum sem er í sóttkví. Þegar hann svo bar þetta undir almannavarnir fékk hann þau svör að það væri rétt; hann þyrfti ekki að vera í sóttkví þó hann væri á sama heimili og dóttir hans sem væri í sóttkví, heldur þyrfti hann aðeins að sýna smitgát. Foreldri fylgi barni sem getur ekki haldið fjarlægð Hjördís segir að þetta séu almennu reglurnar, en: „sérstakar reglur að þau börn sem ekki geta verið ein, þá er ráðlagt að einhver fylgi barni sem ekki getur haldið fjarlægð í sóttkví og fylgi reglum og leiðbeiningum þar um. Unnið hefur verið að því að einfalda þetta fyrirkomulag á þann hátt að einungis sá sem sé í sóttkví þurfi að fylgja leiðbeiningum þar um.“ „Þar sem sóttkví miðast við að einstaklingur umgangist ekki aðra vegna áhættu á að vera smitandi á sóttkvíartímabili þá hefur verið ráðlagt að annað foreldri annist barn í sóttkví. Núna er farið að horfa til þess að nær allir eru bólusettir og því hefur verið til skoðunar að rýmka þessar reglur,“ segir Hjördís í svari sínu. „Enn þarf fólk þó að vera meðvitað um að ef sá sem er í sóttkví fær einkenni og er smitandi að takmarka ef hægt er fjölda þeirra sem þá teljast útsettir.“ Almannavarnir biðjast afsökunar á gömlum leiðbeiningum Umræddur faðir vildi þá að almannavarnir leiðréttu þetta við foreldra, því allir foreldra barna í leikskólanum höfðu fengið boð um að þeir yrðu að fara í sóttkví með börnunum. Hann vildi einnig afsökunarbeiðni frá almannavörnum. Hjördís segir að tölvupósturinn sem hann hefur að öllum líkindum fengið hafi verið sjálfvirkur tölvupóstur sem sendist við skráningu í sóttkví. Þar hafi verið texti sem hafi fyrirfarist að uppfæra þar til í síðustu viku. „Þar er búið að taka út leiðbeiningar varðandi aðra á heimili með þeim sem er í sóttkví. Líklega er verið að vísa til þeirra leiðbeininga og er beðist velvirðingar á því,“ skrifar Hjördís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Því hafa almannavarnir mælt með því að annað foreldri annist barn sem er í sóttkví en það verður þá að haga sér eins og það sé í sóttkví líka. Þetta kemur fram í svari Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsinga almannavarna, við fyrirspurn Vísis sem leitaði eftir skýringum almannavarna á misvísandi skilaboðum sem faðir leikskólabarns í sóttkví hafði fengið frá embættinu. Fékk fyrst boð um sóttkví - svo smitgát Vísir greindi frá því í gær að faðirinn hefði fengið boð um að hann væri kominn í sóttkví því dóttir hans væri komin í sóttkví eftir að starfsmaður á leikskóla hennar greindist með veiruna. Hann áttaði sig síðan á því að það stangaðist á við breytingar sem sóttvarnalæknir gerði á leiðbeiningum um sóttkví fyrir fullbólusetta einstaklinga þann 27. júlí síðastliðinn. Í þeim segir að fullbólusettir einstaklingar verði ekki að fara í sóttkví þó þeir búi á heimili með einhverjum sem er í sóttkví. Þegar hann svo bar þetta undir almannavarnir fékk hann þau svör að það væri rétt; hann þyrfti ekki að vera í sóttkví þó hann væri á sama heimili og dóttir hans sem væri í sóttkví, heldur þyrfti hann aðeins að sýna smitgát. Foreldri fylgi barni sem getur ekki haldið fjarlægð Hjördís segir að þetta séu almennu reglurnar, en: „sérstakar reglur að þau börn sem ekki geta verið ein, þá er ráðlagt að einhver fylgi barni sem ekki getur haldið fjarlægð í sóttkví og fylgi reglum og leiðbeiningum þar um. Unnið hefur verið að því að einfalda þetta fyrirkomulag á þann hátt að einungis sá sem sé í sóttkví þurfi að fylgja leiðbeiningum þar um.“ „Þar sem sóttkví miðast við að einstaklingur umgangist ekki aðra vegna áhættu á að vera smitandi á sóttkvíartímabili þá hefur verið ráðlagt að annað foreldri annist barn í sóttkví. Núna er farið að horfa til þess að nær allir eru bólusettir og því hefur verið til skoðunar að rýmka þessar reglur,“ segir Hjördís í svari sínu. „Enn þarf fólk þó að vera meðvitað um að ef sá sem er í sóttkví fær einkenni og er smitandi að takmarka ef hægt er fjölda þeirra sem þá teljast útsettir.“ Almannavarnir biðjast afsökunar á gömlum leiðbeiningum Umræddur faðir vildi þá að almannavarnir leiðréttu þetta við foreldra, því allir foreldra barna í leikskólanum höfðu fengið boð um að þeir yrðu að fara í sóttkví með börnunum. Hann vildi einnig afsökunarbeiðni frá almannavörnum. Hjördís segir að tölvupósturinn sem hann hefur að öllum líkindum fengið hafi verið sjálfvirkur tölvupóstur sem sendist við skráningu í sóttkví. Þar hafi verið texti sem hafi fyrirfarist að uppfæra þar til í síðustu viku. „Þar er búið að taka út leiðbeiningar varðandi aðra á heimili með þeim sem er í sóttkví. Líklega er verið að vísa til þeirra leiðbeininga og er beðist velvirðingar á því,“ skrifar Hjördís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent