Breiðablik mætir króatísku meisturunum Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2021 11:14 Blikakonur fara til Króatíu. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik mun mæta Króatíumeisturum Osijek í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Keppni í 2. umferðinni skiptist í tvennt. Annars vegar keppa landsmeistarar um sæti í riðlakeppninni, í svokallaðri meistaraleið, og hins vegar lið úr sterkari deildum sem ekki urðu meistarar á síðustu leiktíð, í deildarleiðinni. Breiðablik er í meistarahlutanum og var þar í efri styrkleikaflokki vegna árangurs síns síðustu ár. Blikakonur voru aðrar upp úr pottinum í drættinum í dag og drógust gegn króatísku meisturunum Osijek. Osijek var næst lægst af landsmeisturunum samkvæmt styrkleikaröðun UEFA, aðeins fyrir ofan Portúgalsmeistara Benfica. Osijek vann Svartfjallalandsmeistara Breznica Pljevlja 5-0 og svo 1-0 sigur á Anderlecht frá Belgíu í fyrstu umferðinni til að komast í aðra umferðina. Á sama tíma vann Breiðablik 7-0 sigur á KÍ Klaksvík frá Færeyjum og 8-1 sigur á Gintra frá Litáen. Breiðablik og Osijek munu leika tvo leiki um sæti í riðlakeppninni. Sá fyrri fer fram 31. ágúst eða 1. september, og sá síðari 7. eða 8. september. Íslendingaslagur milli Skandinavíumeistara Það verður Norðurlandaslagur um sæti í riðlakeppninni milli tveggja Íslendingaliða. Noregsmeistarar Vålerenga, lið Ingibjargar Sigurðardóttur og Amöndu Jacobsen Andradóttur, mætir Svíþjóðarmeisturum Häcken sem Diljá Ýr Zomers leikur með. Apollon frá Kýpur, sem Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir leikur með, mætir Úkraínumeisturum Kharkiv. Guðrún Arnardóttir og félagar hennar í Rosengård mæta þýska stórliðinu Hoffenheim og þá keppir Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, við Levante frá Spáni. Wolfsburg, lið Sveindísar Jane Jónsdóttur sem er þó á láni hjá Kristianstad, mætir Bordeaux frá Frakklandi. Dráttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Viðureignirnar í 2. umferð Meistaradeildarinnar Meistaraleiðin Sparta Prag - HB Köge Osijek - Breiðablik Vllaznia - Juventus Twente - Benfica Apollon - Kharkiv Servette - Glasgow City Vålerenga - Häcken Deildarleiðin Levante - Lyon Arsenal - Slavia Prag Real Madrid - Manchester City Wolfsburg - Bordeaux Rosengård - Hoffenheim Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Keppni í 2. umferðinni skiptist í tvennt. Annars vegar keppa landsmeistarar um sæti í riðlakeppninni, í svokallaðri meistaraleið, og hins vegar lið úr sterkari deildum sem ekki urðu meistarar á síðustu leiktíð, í deildarleiðinni. Breiðablik er í meistarahlutanum og var þar í efri styrkleikaflokki vegna árangurs síns síðustu ár. Blikakonur voru aðrar upp úr pottinum í drættinum í dag og drógust gegn króatísku meisturunum Osijek. Osijek var næst lægst af landsmeisturunum samkvæmt styrkleikaröðun UEFA, aðeins fyrir ofan Portúgalsmeistara Benfica. Osijek vann Svartfjallalandsmeistara Breznica Pljevlja 5-0 og svo 1-0 sigur á Anderlecht frá Belgíu í fyrstu umferðinni til að komast í aðra umferðina. Á sama tíma vann Breiðablik 7-0 sigur á KÍ Klaksvík frá Færeyjum og 8-1 sigur á Gintra frá Litáen. Breiðablik og Osijek munu leika tvo leiki um sæti í riðlakeppninni. Sá fyrri fer fram 31. ágúst eða 1. september, og sá síðari 7. eða 8. september. Íslendingaslagur milli Skandinavíumeistara Það verður Norðurlandaslagur um sæti í riðlakeppninni milli tveggja Íslendingaliða. Noregsmeistarar Vålerenga, lið Ingibjargar Sigurðardóttur og Amöndu Jacobsen Andradóttur, mætir Svíþjóðarmeisturum Häcken sem Diljá Ýr Zomers leikur með. Apollon frá Kýpur, sem Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir leikur með, mætir Úkraínumeisturum Kharkiv. Guðrún Arnardóttir og félagar hennar í Rosengård mæta þýska stórliðinu Hoffenheim og þá keppir Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, við Levante frá Spáni. Wolfsburg, lið Sveindísar Jane Jónsdóttur sem er þó á láni hjá Kristianstad, mætir Bordeaux frá Frakklandi. Dráttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Viðureignirnar í 2. umferð Meistaradeildarinnar Meistaraleiðin Sparta Prag - HB Köge Osijek - Breiðablik Vllaznia - Juventus Twente - Benfica Apollon - Kharkiv Servette - Glasgow City Vålerenga - Häcken Deildarleiðin Levante - Lyon Arsenal - Slavia Prag Real Madrid - Manchester City Wolfsburg - Bordeaux Rosengård - Hoffenheim
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti