Framtakssamir krakkar reka sjoppur í kofum í Úlfarsárdal Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. ágúst 2021 20:00 Hátt í tíu sjoppur hafa risið í kofum í Úlfarsárdal. stöð2 Framtakssamir krakkar reka nú sjoppur í kofum í Úlfarsárdal. Þar má finna kaupmenn á hverju horni en hátt í tíu sjoppur hafa risið á síðustu dögum og þéna krakkarnir vel á sölunni. Þegar Bónus á Korputorgi var lokað fyrr í mánuðinum ákvað hópur stráka að taka málin í eigin hendur og opna hverfissjoppu í Úlfarsárdal. Sjoppan er rekin í kofa sem einn pabbinn smíðaði. Hún ber heitið Stráka sjoppan og er máluð í einkennislitum knattspyrnufélagsins Fram, enda eru eigendurnir Frammarar. „Við höldum með Fram. Okkur langaði að gera þetta því við erum nýkomnir í Pepsí. Okkur langaði bara að gera þetta svona fínt,“ sögðu Dagur Ingi, fimm ára og Ernir Elí, níu ára. Heimabakað bakkelsi vinsælast Hér má sjá úrvalið sem selt er á kjaraverði en strákarnir segja að heimabakað bakkelsi sé vinsælasta söluvaran. Hvað er vinsælast? „Það eru snúðarnir, þeir klárast alltaf strax,“ sagði Sveinn Pétur, níu ára. Þéna vel Eruð þið búnir að græða mikinn pening? „Já það var 24 þúsund í gær,“ sagði Mikael Máni, níu ára. Gróðanum skipta þeir bróðurlega á milli sín og eru þeir að safna sér fyrir nýjum hjólum. „Við deilum öllu. Mamma hans hún skiptir peningnum jafnt á milli,“ segja þeir allir í kór. Neðar í götunni má finna aðra verslun. Stelpu sjoppuna. Þar er til sölu heimatilbúið sælgæti, popp og „kandífloss.“ Stelpurnar segja enga samkeppni ríkja á sjoppumarkaðnum í hverfinu, enda allir krakkarnir vinir. Hvað er vinsælast? „Sleikjó, brjóstsykur og poppið,“ segja Emilía, Aníta og Thelma, tíu ára. „Fyrir nokkrum dögum náðum við 47 þúsund krónum,“ sagði Aníta Hlín Kristinsdóttir, tíu ára. Stelpurnar opnuðu bakarí í hverfinu.stöð2 Bakaríið Bakari er rekið í kofa ofar í hverfinu en Rice Krispís kökur bakaranna hafa rokið út. „Það var sko einn strákur sem keypti þær allar á sama tima. Af því þær voru svo góðar,“ segja Kamilla, Amelía, Aldís og Birna María, ellefu ára. Reykjavík Börn og uppeldi Krakkar Verslun Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Þegar Bónus á Korputorgi var lokað fyrr í mánuðinum ákvað hópur stráka að taka málin í eigin hendur og opna hverfissjoppu í Úlfarsárdal. Sjoppan er rekin í kofa sem einn pabbinn smíðaði. Hún ber heitið Stráka sjoppan og er máluð í einkennislitum knattspyrnufélagsins Fram, enda eru eigendurnir Frammarar. „Við höldum með Fram. Okkur langaði að gera þetta því við erum nýkomnir í Pepsí. Okkur langaði bara að gera þetta svona fínt,“ sögðu Dagur Ingi, fimm ára og Ernir Elí, níu ára. Heimabakað bakkelsi vinsælast Hér má sjá úrvalið sem selt er á kjaraverði en strákarnir segja að heimabakað bakkelsi sé vinsælasta söluvaran. Hvað er vinsælast? „Það eru snúðarnir, þeir klárast alltaf strax,“ sagði Sveinn Pétur, níu ára. Þéna vel Eruð þið búnir að græða mikinn pening? „Já það var 24 þúsund í gær,“ sagði Mikael Máni, níu ára. Gróðanum skipta þeir bróðurlega á milli sín og eru þeir að safna sér fyrir nýjum hjólum. „Við deilum öllu. Mamma hans hún skiptir peningnum jafnt á milli,“ segja þeir allir í kór. Neðar í götunni má finna aðra verslun. Stelpu sjoppuna. Þar er til sölu heimatilbúið sælgæti, popp og „kandífloss.“ Stelpurnar segja enga samkeppni ríkja á sjoppumarkaðnum í hverfinu, enda allir krakkarnir vinir. Hvað er vinsælast? „Sleikjó, brjóstsykur og poppið,“ segja Emilía, Aníta og Thelma, tíu ára. „Fyrir nokkrum dögum náðum við 47 þúsund krónum,“ sagði Aníta Hlín Kristinsdóttir, tíu ára. Stelpurnar opnuðu bakarí í hverfinu.stöð2 Bakaríið Bakari er rekið í kofa ofar í hverfinu en Rice Krispís kökur bakaranna hafa rokið út. „Það var sko einn strákur sem keypti þær allar á sama tima. Af því þær voru svo góðar,“ segja Kamilla, Amelía, Aldís og Birna María, ellefu ára.
Reykjavík Börn og uppeldi Krakkar Verslun Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira