Mourinho fljótastur í fimmtíu sigra á Ítalíu, Spáni og Englandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. ágúst 2021 23:01 Jose Mourinho byrjaði stjóratíð sína hjá Roma á sigri. Matteo Ciambelli/DeFodi Images via Getty Images Roma vann 3-1 heimasigur gegn Fiorentina í fyrstu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Jose Mourinho var að stýra Roma í fyrsta skipti í deildarkeppni, en þetta var sigur númer fimmtíu hjá Portúgalanum sem stjóri í ítölsku deildinni. Bartlomiej Dragowski fékk að líta beint rautt spjald í liði gestanna eftir aðeins 17 mínútna leik og Henrikh Mkhitaryan nýtti sér liðsmuninn og kom Roma yfir níu mínútum síðar. Nicolo Zaniolo jafnaði liðsmuninn þegar hann fékk sitt annað gula spjald eftir rúmlega 50 mínútna leik. Nikola Milenkovic jafnaði metin fyrir gestina nokkrum mínútum seinna, en Jordan Veretout tryggði 3-1 sigur Roma með tveimur mörkum. Eins og áður segir var þetta sigur númer fimmtíu hjá Mourinho sem stjóri í ítölsku deildinni, en hann var áður með 49 sigra í 76 leikjum með Inter. Engum stjóra hefur tekist að vinna fimmtíu sinnum í færri leikjum en Mourinho síðan að þriggja stiga kerfið var tekið upp á Ítalíu tímabilið 1994-1995. 50 - José #Mourinho has become the fastest manager to reach 50 Serie A wins (77 games) in the three points for a win era (since 1994-95). The Portuguese coach is also the fastest manager to have reached 50 wins both in Premier League (63 games) and in LaLiga (62). Perfectionist. pic.twitter.com/4rv8AOGX1l— OptaPaolo (@OptaPaolo) August 22, 2021 Þrátt fyrir að stuðningsmenn bæði Tottenham og Manchester United hafi oft á tíðum verið þreyttir og pirraðir út í leikstíl Mourinho þegar hann var við stjórnvölin hjá þeirra liðum, er erfitt að neita því að hann hefur náð gríðarlegum árangri á sínum ferli. Ásamt þeim fjölmörgu titlum sem Portúgalinn hefur unnið, er hann einnig sá stjóri sem er fljótastur upp í fimmtíu sigra bæði í ensku úrvalsdeildinni, sem og spænsku úrvalsdeildinni. Það tók hann 63 leiki á Englandi og aðeins 62 leiki á Spáni. Ítalski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Sjá meira
Bartlomiej Dragowski fékk að líta beint rautt spjald í liði gestanna eftir aðeins 17 mínútna leik og Henrikh Mkhitaryan nýtti sér liðsmuninn og kom Roma yfir níu mínútum síðar. Nicolo Zaniolo jafnaði liðsmuninn þegar hann fékk sitt annað gula spjald eftir rúmlega 50 mínútna leik. Nikola Milenkovic jafnaði metin fyrir gestina nokkrum mínútum seinna, en Jordan Veretout tryggði 3-1 sigur Roma með tveimur mörkum. Eins og áður segir var þetta sigur númer fimmtíu hjá Mourinho sem stjóri í ítölsku deildinni, en hann var áður með 49 sigra í 76 leikjum með Inter. Engum stjóra hefur tekist að vinna fimmtíu sinnum í færri leikjum en Mourinho síðan að þriggja stiga kerfið var tekið upp á Ítalíu tímabilið 1994-1995. 50 - José #Mourinho has become the fastest manager to reach 50 Serie A wins (77 games) in the three points for a win era (since 1994-95). The Portuguese coach is also the fastest manager to have reached 50 wins both in Premier League (63 games) and in LaLiga (62). Perfectionist. pic.twitter.com/4rv8AOGX1l— OptaPaolo (@OptaPaolo) August 22, 2021 Þrátt fyrir að stuðningsmenn bæði Tottenham og Manchester United hafi oft á tíðum verið þreyttir og pirraðir út í leikstíl Mourinho þegar hann var við stjórnvölin hjá þeirra liðum, er erfitt að neita því að hann hefur náð gríðarlegum árangri á sínum ferli. Ásamt þeim fjölmörgu titlum sem Portúgalinn hefur unnið, er hann einnig sá stjóri sem er fljótastur upp í fimmtíu sigra bæði í ensku úrvalsdeildinni, sem og spænsku úrvalsdeildinni. Það tók hann 63 leiki á Englandi og aðeins 62 leiki á Spáni.
Ítalski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Sjá meira