Rannsaka grófa líkamsárás vespugengis Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. ágúst 2021 20:20 Lögregla er með málið til rannsóknar. Hópur unglinga á vespum réðst á íbúa í Kórahverfinu um miðjan mánuð og lét högg dynja á andliti hans. Lögreglan er með málið til skoðunar en segir vandræði vegna vespugengja ekki algeng í hverfinu. Við vörum við myndefni sem fylgir fréttinni. Atvikið átti sér stað skammt frá Nettó í Kórahverfinu seint að kvöldi þann 10. ágúst. Maður nokkur var þar á gangi heim til sín þegar tveir unglingar á einni vespu brunuðu fram hjá honum á fleygiferð. Maðurinn var ölvaður og segist hafa danglað í hjálm þess sem ók vespunni og æpt að krökkunum að passa sig. Hann gerir ráð fyrir að krakkarnir hafi verið 15-16 ára. Skömmu síðar mæta krakkarnir til baka, en nú með hóp krakka á vespum með sér sem ráðast á manninn. Atvikið var tekið upp á myndband: Maðurinn er brotinn á andlitsbeini milli auga og eyra. Lögreglan í hverfinu segir að slíkt atvik hafi verið kært. „Við erum með eitt í rannsókn hjá okkur, sem að er kærð líkamsárás og þar var talað um krakka á vespum eða rafmagnshjólum. Við höfum verið með annað sem hefur að vísu ekki verið kært. En við höfum ekki heyrt af öðru, að þetta sé einn hópur eða fleiri hópar. Engin gengi sem við höfum heyrt af sem eru gagngert í þessu,“ segir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi og Breiðholti. Þóra segir að lögreglan sé með líkamsárás sem hafi verið kærð í rannsókn. Þar hafi hópur ungmenna á vespum verið að verki.vísir/egill Það virðist þannig ekki algengt að krakkar á vespum fari um og ráðist á fólk. Umræður sköpuðust þó um vespugengi á Kórahverfis-hópnum á Facebook en þar lýstu einhverjir áhyggjum af því að fara út úr húsi á kvöldin á meðan slík gengi væru á ferð. En er þetta svo mikið vandamál? „Kannski ekki beint vandamál. Ég hef ekki séð þessar færslur á Facebook-síðunni sem þú vitnar í en þetta kemur alltaf upp þessir hópar af krökkum sem eru að valda ónæði. Og það að þau séu að þrímenna og hjálmlaus, það kemur hávaði frá þeim og annað. En ekkert meira vandamál í dag heldur en áður, að mínu mati,“ segir Þóra. Hún beinir því til foreldra að taka umræðu við börn sín sem eiga vespur um hvernig eigi að nota þær og auðvitað umræðu um að beita ekki ofbeldi. Árásin átti sér stað á göngustíg skammt frá Nettó í Kórahverfinu.vísir/óttar Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Atvikið átti sér stað skammt frá Nettó í Kórahverfinu seint að kvöldi þann 10. ágúst. Maður nokkur var þar á gangi heim til sín þegar tveir unglingar á einni vespu brunuðu fram hjá honum á fleygiferð. Maðurinn var ölvaður og segist hafa danglað í hjálm þess sem ók vespunni og æpt að krökkunum að passa sig. Hann gerir ráð fyrir að krakkarnir hafi verið 15-16 ára. Skömmu síðar mæta krakkarnir til baka, en nú með hóp krakka á vespum með sér sem ráðast á manninn. Atvikið var tekið upp á myndband: Maðurinn er brotinn á andlitsbeini milli auga og eyra. Lögreglan í hverfinu segir að slíkt atvik hafi verið kært. „Við erum með eitt í rannsókn hjá okkur, sem að er kærð líkamsárás og þar var talað um krakka á vespum eða rafmagnshjólum. Við höfum verið með annað sem hefur að vísu ekki verið kært. En við höfum ekki heyrt af öðru, að þetta sé einn hópur eða fleiri hópar. Engin gengi sem við höfum heyrt af sem eru gagngert í þessu,“ segir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi og Breiðholti. Þóra segir að lögreglan sé með líkamsárás sem hafi verið kærð í rannsókn. Þar hafi hópur ungmenna á vespum verið að verki.vísir/egill Það virðist þannig ekki algengt að krakkar á vespum fari um og ráðist á fólk. Umræður sköpuðust þó um vespugengi á Kórahverfis-hópnum á Facebook en þar lýstu einhverjir áhyggjum af því að fara út úr húsi á kvöldin á meðan slík gengi væru á ferð. En er þetta svo mikið vandamál? „Kannski ekki beint vandamál. Ég hef ekki séð þessar færslur á Facebook-síðunni sem þú vitnar í en þetta kemur alltaf upp þessir hópar af krökkum sem eru að valda ónæði. Og það að þau séu að þrímenna og hjálmlaus, það kemur hávaði frá þeim og annað. En ekkert meira vandamál í dag heldur en áður, að mínu mati,“ segir Þóra. Hún beinir því til foreldra að taka umræðu við börn sín sem eiga vespur um hvernig eigi að nota þær og auðvitað umræðu um að beita ekki ofbeldi. Árásin átti sér stað á göngustíg skammt frá Nettó í Kórahverfinu.vísir/óttar
Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira