Kröfðust aðgerða og aðstoðar á Austurvelli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. ágúst 2021 19:00 Frá samstöðufundinum á Austurvelli í dag. Vísir/Sigurjón Afganar með íslenskan ríkisborgararétt krefjast þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, boðaði til samstöðufundar á Austurvelli í dag og segir að bjarga eigi fjölskyldum afganska Íslendinga rétt eins og gert væri fyrir innfædda. Naumur tími er eftir til þess koma fólki frá landinu enda rennur frestur fyrir algera brottför alþjóðlegra hersveita út í lok mánaðar. Talibanar, sem tóku völdin í landinu á dögunum, útiloka að sá frestur verði framlengdur. Ein þeirra íslensku fjölskyldna sem var í Afganistan þegar Talibanar tóku völdin kom til landsins í dag og er í sóttkví, samkvæmt utanríkisráðuneytinu. Tvær eru eftir úti og unnið er að því að koma þeim heim. Um hundrað og þrjátíu Afganar eru búsettir hér á landi en stór hluti þeirra er með íslenskan ríkisborgararétt. Hópurinn hefur töluverðar áhyggjur af fólkinu sínu úti og fjölmenn samkoma á Austurvelli setti fram skýra kröfu í dag um að bjarga eigi fjölskyldum sem eru enn úti í Afganistan. Navid Nouri, afganskur Íslendingur og aðstandandi fundarins.Vísir/Sigurjón „Allir þessir afgönsku Íslendingar hérna eiga fjölskyldur í Afganistan. Líf þeirra eru í hættu og við viljum fá fólkið hingað til lands. Aðstæður í Afganistan eru hættulegar og við viljum bjarga fjölskyldum okkar,“ segir Navid Nouri og bætir við: „Ég biðla til stjórnvalda um að þau hjálpi afgönskum Íslendingum eins og þau myndu gera fyrir innfædda. Ef þetta væri staðan hjá fjölskyldum innfæddra Íslendinga myndu stjórnvöld koma þeim til aðstoðar.“ Afganistan Reykjavík Tengdar fréttir Ein fjölskyldnanna sem var í Afganistan komin til Íslands Íslensk fjölskylda sem flogið var frá Islamabad til Kaupmannahafnar í gærmorgun, eftir að hafa verið í Afganistan, er komin til Íslands og er nú í sóttkví. 23. ágúst 2021 15:00 Talibanar voru komnir til Kabúl mánuðum áður en borgin féll „Í byrjun júlí hitti ég einn herforingja Talibana. Ég spurði hvenær hermenn hans myndu koma til Kabúl. Hann svaraði: Þeir eru hérna nú þegar.“ 23. ágúst 2021 14:43 Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan. 23. ágúst 2021 11:44 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Sjá meira
Naumur tími er eftir til þess koma fólki frá landinu enda rennur frestur fyrir algera brottför alþjóðlegra hersveita út í lok mánaðar. Talibanar, sem tóku völdin í landinu á dögunum, útiloka að sá frestur verði framlengdur. Ein þeirra íslensku fjölskyldna sem var í Afganistan þegar Talibanar tóku völdin kom til landsins í dag og er í sóttkví, samkvæmt utanríkisráðuneytinu. Tvær eru eftir úti og unnið er að því að koma þeim heim. Um hundrað og þrjátíu Afganar eru búsettir hér á landi en stór hluti þeirra er með íslenskan ríkisborgararétt. Hópurinn hefur töluverðar áhyggjur af fólkinu sínu úti og fjölmenn samkoma á Austurvelli setti fram skýra kröfu í dag um að bjarga eigi fjölskyldum sem eru enn úti í Afganistan. Navid Nouri, afganskur Íslendingur og aðstandandi fundarins.Vísir/Sigurjón „Allir þessir afgönsku Íslendingar hérna eiga fjölskyldur í Afganistan. Líf þeirra eru í hættu og við viljum fá fólkið hingað til lands. Aðstæður í Afganistan eru hættulegar og við viljum bjarga fjölskyldum okkar,“ segir Navid Nouri og bætir við: „Ég biðla til stjórnvalda um að þau hjálpi afgönskum Íslendingum eins og þau myndu gera fyrir innfædda. Ef þetta væri staðan hjá fjölskyldum innfæddra Íslendinga myndu stjórnvöld koma þeim til aðstoðar.“
Afganistan Reykjavík Tengdar fréttir Ein fjölskyldnanna sem var í Afganistan komin til Íslands Íslensk fjölskylda sem flogið var frá Islamabad til Kaupmannahafnar í gærmorgun, eftir að hafa verið í Afganistan, er komin til Íslands og er nú í sóttkví. 23. ágúst 2021 15:00 Talibanar voru komnir til Kabúl mánuðum áður en borgin féll „Í byrjun júlí hitti ég einn herforingja Talibana. Ég spurði hvenær hermenn hans myndu koma til Kabúl. Hann svaraði: Þeir eru hérna nú þegar.“ 23. ágúst 2021 14:43 Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan. 23. ágúst 2021 11:44 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Sjá meira
Ein fjölskyldnanna sem var í Afganistan komin til Íslands Íslensk fjölskylda sem flogið var frá Islamabad til Kaupmannahafnar í gærmorgun, eftir að hafa verið í Afganistan, er komin til Íslands og er nú í sóttkví. 23. ágúst 2021 15:00
Talibanar voru komnir til Kabúl mánuðum áður en borgin féll „Í byrjun júlí hitti ég einn herforingja Talibana. Ég spurði hvenær hermenn hans myndu koma til Kabúl. Hann svaraði: Þeir eru hérna nú þegar.“ 23. ágúst 2021 14:43
Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan. 23. ágúst 2021 11:44