„Þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram“ Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2021 20:23 Elín Metta Jensen hér fyrir miðju í meistarafögnuði Vals á Hlíðarenda í kvöld. vísir/hulda margrét „Mér líður frábærlega. Þetta er virkilega skemmtilegt,“ sagði Elín Metta Jensen, framherji nýkrýndra Íslandsmeistara Vals í fótbolta. Eftir að hafa horft á eftir titlinum til Breiðabliks í fyrra vann Valur baráttuna í sumar og tryggði sér endanlega titilinn með 6-1 sigri gegn Tindastóli í kvöld þegar liðið á enn tvo leiki eftir. Valur hóf leiktíðina ekki með sérstaklega sannfærandi hætti og liðið tapaði til að mynda 7-3 í ótrúlegum leik gegn Breiðabliki á heimavelli. Eftir að líða tók á tímabilið hefur liðið hins vegar sprungið út. „Mér fannst við hafa trú á verkefninu alveg í gegn. Jafnvel þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram, einn leik í einu. Liðsheildin var þvílíkt sterk hjá okkur í sumar og alltaf einhver sem að steig upp, yfirleitt ekki sama manneskjan, og mér fannst það skila þessu,“ sagði Elín Metta í meistarafögnuði Vals á Hlíðarenda í kvöld. Elín Metta fór frekar rólega af stað á leiktíðinni en er nú komin með ellefu mörk og er næstmarkahæst í Pepsi Max-deildinni: „Ég er nokkuð sátt með mitt. Ég held að ég sé búin að gera mjög góða hluti fyrir liðið og það er það sem skiptir öllu máli.“ Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Vals á þremur árum. Elín Metta kom inn í Valsliðið þegar síðasta blómaskeiði þess lauk, sannkallaðri gullöld á fyrsta áratug aldarinnar, og nú virðist nýtt blómaskeið svo sannarlega hafið: „Ég vona það fyrir Vals hönd. Mér finnst við búin að byggja upp virkilega gott lið og góða liðsheild, Pétur og Eiður þjálfarar hafa staðið sig frábærlega í því, og hér hafa ungar og góðar stelpur komið inn í bland við þessar eldri. Þetta er þvílíkt góð blanda,“ sagði Elín Metta. Útilokar ekki atvinnumennsku Hin 26 ára gamla Elín Metta hefur samhliða því að vinna titla í fótbolta sinnt krefjandi námi í læknisfræði. Hún hefur hingað til ekki látið verða af því að fara utan í atvinnumennsku þrátt fyrir að hafa svo sannarlega tækifæri til þess en stefnir hún út í haust, nú þegar innan við ár er í Evrópumótið í Englandi? „Ég ætla bara að leyfa því að ráðast. Mér hefur alveg þótt það spennandi hingað til en svo er ég líka ánægð á Íslandi. Þetta er bara win-win dæmi.“ Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Eftir að hafa horft á eftir titlinum til Breiðabliks í fyrra vann Valur baráttuna í sumar og tryggði sér endanlega titilinn með 6-1 sigri gegn Tindastóli í kvöld þegar liðið á enn tvo leiki eftir. Valur hóf leiktíðina ekki með sérstaklega sannfærandi hætti og liðið tapaði til að mynda 7-3 í ótrúlegum leik gegn Breiðabliki á heimavelli. Eftir að líða tók á tímabilið hefur liðið hins vegar sprungið út. „Mér fannst við hafa trú á verkefninu alveg í gegn. Jafnvel þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram, einn leik í einu. Liðsheildin var þvílíkt sterk hjá okkur í sumar og alltaf einhver sem að steig upp, yfirleitt ekki sama manneskjan, og mér fannst það skila þessu,“ sagði Elín Metta í meistarafögnuði Vals á Hlíðarenda í kvöld. Elín Metta fór frekar rólega af stað á leiktíðinni en er nú komin með ellefu mörk og er næstmarkahæst í Pepsi Max-deildinni: „Ég er nokkuð sátt með mitt. Ég held að ég sé búin að gera mjög góða hluti fyrir liðið og það er það sem skiptir öllu máli.“ Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Vals á þremur árum. Elín Metta kom inn í Valsliðið þegar síðasta blómaskeiði þess lauk, sannkallaðri gullöld á fyrsta áratug aldarinnar, og nú virðist nýtt blómaskeið svo sannarlega hafið: „Ég vona það fyrir Vals hönd. Mér finnst við búin að byggja upp virkilega gott lið og góða liðsheild, Pétur og Eiður þjálfarar hafa staðið sig frábærlega í því, og hér hafa ungar og góðar stelpur komið inn í bland við þessar eldri. Þetta er þvílíkt góð blanda,“ sagði Elín Metta. Útilokar ekki atvinnumennsku Hin 26 ára gamla Elín Metta hefur samhliða því að vinna titla í fótbolta sinnt krefjandi námi í læknisfræði. Hún hefur hingað til ekki látið verða af því að fara utan í atvinnumennsku þrátt fyrir að hafa svo sannarlega tækifæri til þess en stefnir hún út í haust, nú þegar innan við ár er í Evrópumótið í Englandi? „Ég ætla bara að leyfa því að ráðast. Mér hefur alveg þótt það spennandi hingað til en svo er ég líka ánægð á Íslandi. Þetta er bara win-win dæmi.“
Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki