Bæjarstjórinn segir hámarksgjaldið í kringum hundrað kall Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2021 08:48 Gísli segir mistök að verðleggja ferðina of hátt. „Ég held það séu gríðarleg mistök að horfa svona á málið,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, um hugmyndir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að innheimta 400 til 700 krónur fyrir hverja ferð yfir nýja Ölfusárbrú. Gísli segir það hafa sýnt sig að það væri heppilegra að byrja með lægra gjald og þreifa fyrir sér með eftirspurnina. Síðan mætti þá skoða seinna að hækka gjaldið. „Við viljum ekki að verðlagningin á nýrri Ölfusárbrú verði til þess að fólk sem er ekki á leiðinni á Selfoss neyðist til að keyra í gegnum Selfoss til að spara einhverja aura,“ segir hann. Hann bendir á að í sögu samgönguframkvæmda sé það staðreynd að umferð fari alltaf fram úr spám. „Þarna er að opnast ný vegbót og möguleikar en ef verðið verður of hátt þá er spurning hvað verður.“ Gísli segir tilfinningar íbúa og kjörinna fulltrúa blendnar þegar kemur að gjaldtöku; sumir telji að greiða eigi kostnaðinn beint úr ríkiskassanum á meðan aðrir séu fylgjandi veggjöldum. Hann telur hins vegar sameiginlega niðurstöðu hafa orðið þá að þetta væri of stór biti fyrir ríkissjóð. Kostnaðurinn við nýja brú er metinn á rúma 6 milljarða. „En ég held að það væru stór mistök að fara svona hátt með verðið. Ég mæli með að það verði ekki farið yfir hundraðkallinn. Tvöhundruð væri yfirdrifið,“ segir Gísli. Bæjarstjórinn segir ljóst að gamla brúin verður áfram í notkun en gerir ráð fyrir að þegar nýja brúin verði tilbúin, sem á að gerast árið 2025, verði þungaflutningar um þá gömlu takmarkaðir. Hann segir hætt við því að ef gjaldið á nýju brúnni verði of hátt, létti lítið á umferðinni yfir þá gömlu. „Það er alveg klárt að fyrir 400 kall þá ferðu gömlu Ölvusárbrúna,“ segir hann. Það myndi kalla á nýjar lausnir, þar sem umferðin væri þegar óheyrileg. Árborg Samgöngur Ný Ölfusárbrú Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Gísli segir það hafa sýnt sig að það væri heppilegra að byrja með lægra gjald og þreifa fyrir sér með eftirspurnina. Síðan mætti þá skoða seinna að hækka gjaldið. „Við viljum ekki að verðlagningin á nýrri Ölfusárbrú verði til þess að fólk sem er ekki á leiðinni á Selfoss neyðist til að keyra í gegnum Selfoss til að spara einhverja aura,“ segir hann. Hann bendir á að í sögu samgönguframkvæmda sé það staðreynd að umferð fari alltaf fram úr spám. „Þarna er að opnast ný vegbót og möguleikar en ef verðið verður of hátt þá er spurning hvað verður.“ Gísli segir tilfinningar íbúa og kjörinna fulltrúa blendnar þegar kemur að gjaldtöku; sumir telji að greiða eigi kostnaðinn beint úr ríkiskassanum á meðan aðrir séu fylgjandi veggjöldum. Hann telur hins vegar sameiginlega niðurstöðu hafa orðið þá að þetta væri of stór biti fyrir ríkissjóð. Kostnaðurinn við nýja brú er metinn á rúma 6 milljarða. „En ég held að það væru stór mistök að fara svona hátt með verðið. Ég mæli með að það verði ekki farið yfir hundraðkallinn. Tvöhundruð væri yfirdrifið,“ segir Gísli. Bæjarstjórinn segir ljóst að gamla brúin verður áfram í notkun en gerir ráð fyrir að þegar nýja brúin verði tilbúin, sem á að gerast árið 2025, verði þungaflutningar um þá gömlu takmarkaðir. Hann segir hætt við því að ef gjaldið á nýju brúnni verði of hátt, létti lítið á umferðinni yfir þá gömlu. „Það er alveg klárt að fyrir 400 kall þá ferðu gömlu Ölvusárbrúna,“ segir hann. Það myndi kalla á nýjar lausnir, þar sem umferðin væri þegar óheyrileg.
Árborg Samgöngur Ný Ölfusárbrú Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira