Sjö fengin til að skapa Áramótaskaupið Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2021 10:07 Hópurinn sem mun standa að gerð Áramótaskaupsins í ár. RÚV Höfundar Áramótaskaupsins í ár verða þau Vilhelm Neto, Bergur Ebbi, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gagga Jónsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir. Reynir Lyngdal mun leikstýra Skaupinu líkt og síðastliðin tvö ár. Frá þessu segir í tilkynningu frá RÚV, en tökur hefjast í nóvember og sér Republik um framleiðsluna. Haft er eftir Reyni Lyngdal leikstjóra að hann og teymið séu mjög upp með okkur að vera treyst fyrir Skaupinu 2021. Að vinna skaup sé fyrst og fremst mjög skemmtileg og gefandi vinna með frábæru og fyndnu fólki. „Ég er í skýjunum með höfundahópinn sem mun vinna þetta með mér í ár. Þetta er svo svakalega klárt og gott fólk úr ólíkum áttum og stemmningin í hópnum frábær. Skaup er í grunnina svo furðulegt fyrirbæri. Skemmtiþáttur sem á helst að höfða til allra, stinga á kýlum og vera svakalega fyndinn. Við munum leggja okkur öll fram við að gera árinu skil í gríni og söng. Nálgunin er að einhverju leyti svipuð í ár þó að atburðir ársins leggi alltaf tóninn. Ég legg mikið upp úr því að mismunandi raddir höfundanna fái að skína í gegn. Við nálgumst grínið útfrá fólkinu, þjóðarsálinni og stemningunni í landi á árinu. Það sem er kannski frábrugðið milli ára er að maður finnur fyrir aðeins meiri óþreyju í samfélaginu á meðan á sama tíma í fyrra var mjög sterk stemmning fyrir sameiningu og að klára þetta saman. Þar spilar meðal annars 4. bylgja Covid inn í og svo er þetta kosningaár sem setur alltaf annan tón í þjóðarpúlsinn. Varðandi leikaraval þá er það alltaf undir skrifunum hvernig það þróast og hverjir verða með, ég hef lagt mikið upp úr því að hafa leikarahópinn sem fjölbreytastan og hafa sem flesta með innan þess ramma. Nú a sem okkur er gefinn. Ég hlakka mikið til að takast á við skaupið í ár.“ Klippa: Ísland í dag - Svona var Skaupið árið 2020 Góðar viðtökur Þá er haft eftir Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra sjónvarps, að RÚV hafi verið hæstánægð með Reyni og framleiðslufyrirtækið Republik síðustu tvö ár. „Skaupið hefur heppnast gríðarlega vel hjá þeim og hlotið frábærar viðtökur almennings. Við erum þess vegna afar glöð með að þau taki þetta krefjandi verkefni að sér þriðja árið í röð. Skaupið er okkar vinsælasta dagskrárefni ár hvert og við höfum fundið fyrir því sérstaklega nú á þessum skrýtnu tímum að það er mikilvægt fyrir þjóðina að það sé vel og fagmannlega gert. Þess vegna er gott að setja þetta verkefni í hendurnar á fólki sem við treystum og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli. Við hlökkum mikið til að bjóða þjóðinni upp á afrakstur þessa frábæra fólks á Gamlárskvöld.“ Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Netverjar kveða upp dóm sinn um Skaupið Áramótaskaupið, sem er á dagskrá RÚV á hverju gamlárskvöldi, fær iðulega misgóðar viðtökur, enda erfitt að gera öllum til geðs. Netverjar voru líkt og fyrri ár duglegir að segja sína skoðun á því á samfélagsmiðlinum Twitter. Heilt yfir virðist Skaupinu hafa verið vel tekið. 1. janúar 2021 10:04 Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá RÚV, en tökur hefjast í nóvember og sér Republik um framleiðsluna. Haft er eftir Reyni Lyngdal leikstjóra að hann og teymið séu mjög upp með okkur að vera treyst fyrir Skaupinu 2021. Að vinna skaup sé fyrst og fremst mjög skemmtileg og gefandi vinna með frábæru og fyndnu fólki. „Ég er í skýjunum með höfundahópinn sem mun vinna þetta með mér í ár. Þetta er svo svakalega klárt og gott fólk úr ólíkum áttum og stemmningin í hópnum frábær. Skaup er í grunnina svo furðulegt fyrirbæri. Skemmtiþáttur sem á helst að höfða til allra, stinga á kýlum og vera svakalega fyndinn. Við munum leggja okkur öll fram við að gera árinu skil í gríni og söng. Nálgunin er að einhverju leyti svipuð í ár þó að atburðir ársins leggi alltaf tóninn. Ég legg mikið upp úr því að mismunandi raddir höfundanna fái að skína í gegn. Við nálgumst grínið útfrá fólkinu, þjóðarsálinni og stemningunni í landi á árinu. Það sem er kannski frábrugðið milli ára er að maður finnur fyrir aðeins meiri óþreyju í samfélaginu á meðan á sama tíma í fyrra var mjög sterk stemmning fyrir sameiningu og að klára þetta saman. Þar spilar meðal annars 4. bylgja Covid inn í og svo er þetta kosningaár sem setur alltaf annan tón í þjóðarpúlsinn. Varðandi leikaraval þá er það alltaf undir skrifunum hvernig það þróast og hverjir verða með, ég hef lagt mikið upp úr því að hafa leikarahópinn sem fjölbreytastan og hafa sem flesta með innan þess ramma. Nú a sem okkur er gefinn. Ég hlakka mikið til að takast á við skaupið í ár.“ Klippa: Ísland í dag - Svona var Skaupið árið 2020 Góðar viðtökur Þá er haft eftir Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra sjónvarps, að RÚV hafi verið hæstánægð með Reyni og framleiðslufyrirtækið Republik síðustu tvö ár. „Skaupið hefur heppnast gríðarlega vel hjá þeim og hlotið frábærar viðtökur almennings. Við erum þess vegna afar glöð með að þau taki þetta krefjandi verkefni að sér þriðja árið í röð. Skaupið er okkar vinsælasta dagskrárefni ár hvert og við höfum fundið fyrir því sérstaklega nú á þessum skrýtnu tímum að það er mikilvægt fyrir þjóðina að það sé vel og fagmannlega gert. Þess vegna er gott að setja þetta verkefni í hendurnar á fólki sem við treystum og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli. Við hlökkum mikið til að bjóða þjóðinni upp á afrakstur þessa frábæra fólks á Gamlárskvöld.“
Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Netverjar kveða upp dóm sinn um Skaupið Áramótaskaupið, sem er á dagskrá RÚV á hverju gamlárskvöldi, fær iðulega misgóðar viðtökur, enda erfitt að gera öllum til geðs. Netverjar voru líkt og fyrri ár duglegir að segja sína skoðun á því á samfélagsmiðlinum Twitter. Heilt yfir virðist Skaupinu hafa verið vel tekið. 1. janúar 2021 10:04 Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Netverjar kveða upp dóm sinn um Skaupið Áramótaskaupið, sem er á dagskrá RÚV á hverju gamlárskvöldi, fær iðulega misgóðar viðtökur, enda erfitt að gera öllum til geðs. Netverjar voru líkt og fyrri ár duglegir að segja sína skoðun á því á samfélagsmiðlinum Twitter. Heilt yfir virðist Skaupinu hafa verið vel tekið. 1. janúar 2021 10:04