Miðflokkurinn vill færa fjármuni beint í vasa landsmanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2021 13:01 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Miðflokkurinn kynnti þau tíu mál sem flokkurinn mun leggja áherslu á í kosningastefnu sinni fyrir komandi Alþingiskosningar. Flokkurinn vill meðan annars að helmingur afgangs ríkissjóðs hvert ár renni beint í veski landsmanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kynnti áherslurnar á fundi í Hörpu í gær. Kallar flokkurinn áherslurnar „10 ný réttindi fyrir íslensku þjóðina“. Ber þar helst að nefna að Miðflokkurinn ætlar að leggja áherslu á að ef ríkissjóður verði rekinn með afgangi fái allir fullorðnir íslenskir ríkisborgarar helming afgangsins endurgreiddan, 1. desember árið eftir. Skapi hvata fyrir stjórnmálamenn og kerfið að standa sig Sagði Sigmundur Davíð á kynningunni að þetta myndi meðal annars skapa hvata fyrir „stjórnmálamenn, stofnanir og kerfið að fara vel með skattfé því að menn munu þurfa eftir árið að útskýra hvers vegna þeir geta ekki skilað neinu til baka ef þeir standa sig ekki“. Hinum helmingnum verði varið í að endurgreiða skuldir eða settur í varasjóð verði það metið hagkvæmara. Hver Íslendingur fái greitt auðlindagjald ár hvert, 100 þúsund krónur til að byrja með Þá vill Miðflokkurinn einnig að sama dag, 1. desember ár hvert, fái hver fullorðinn Íslendingur greitt svokallað auðlindagjald. Fyrsta greiðslan verði 100 þúsund krónur á verðlagi yfirstandandi árs. Þessi greiðsla verði fjármögnuð með auðlindagjöldum. Þriðjungi hlutafjár Íslandsbanka verði dreift jafnt á íslenska ríkisborgara Þar að auki vill Miðflokkurinn að þriðjungi hlutafjár Íslandsbanka verði deilt jafnt á alla íslenska ríkisborrgara sem verða lifandi fyrir árslok 2021. Heimilt verði að selja bréfin eftir lok árs 2023. Fullt tungla yfir Íslandsbanka. Miðflokkurinn vill deila þriðjungi hlutafjár bankans jafnt á alla landsmenn.Vísir/Vilhelm. Segir í kynningu Miðflokksins að miðað við núgildandi markaðsvirði geti hlutur hvers og eins verið nálægt 250 þúsund krónum. Aðgerðin er sanngjörn vegna þess að bankinn er nú þegar sameign þjóðarinnar, segir í kynningu Miðflokksins. Áhersluatriðin tíu má nálgast hér, auk þess að hér fyrir ofan má sjá kynningu Sigmundar Davíðs á kynningunni. Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Flókið að mynda aðra ríkisstjórn en þá sem nú er við völd Ríkisstjórnin héldi naumlega velli með minnsta mögulega þingmeirihluta samkvæmt könnun MMR fyrir Morgunblaðið sem blaðið birtir í dag. Flókið yrði að mynda aðrar ríkisstjórnir en nú er við völd. 26. ágúst 2021 06:29 Bein útsending: Kosningastefna Miðflokksins kynnt Miðflokkurinn mun kynna kosningastefnu sína á streymisfundi sem hefst klukkan 15, nú þegar einmitt mánuður er til þingkosninga. 25. ágúst 2021 14:30 Sjálfstæðisflokkur græði á að vera í stjórn og stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokkurinn græðir á því að vera bæði í stjórn og stjórnarandstöðu í sóttvarnaraðgerðum að mati prófessors í stjórnmálafræði. Fylgi flokksins eykst í nýrri Maskínukönnun en vinsældir stjórnarandstöðunnar dala. 24. ágúst 2021 17:26 „Rokkstjarnan“ Vigdís ráðin kosningastjóri hjá Miðflokknum Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hefur verið ráðin kosningastjóri Miðflokksins í Reykjavík vegna alþingiskosninganna þann 25. september næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknum. 24. ágúst 2021 11:19 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kynnti áherslurnar á fundi í Hörpu í gær. Kallar flokkurinn áherslurnar „10 ný réttindi fyrir íslensku þjóðina“. Ber þar helst að nefna að Miðflokkurinn ætlar að leggja áherslu á að ef ríkissjóður verði rekinn með afgangi fái allir fullorðnir íslenskir ríkisborgarar helming afgangsins endurgreiddan, 1. desember árið eftir. Skapi hvata fyrir stjórnmálamenn og kerfið að standa sig Sagði Sigmundur Davíð á kynningunni að þetta myndi meðal annars skapa hvata fyrir „stjórnmálamenn, stofnanir og kerfið að fara vel með skattfé því að menn munu þurfa eftir árið að útskýra hvers vegna þeir geta ekki skilað neinu til baka ef þeir standa sig ekki“. Hinum helmingnum verði varið í að endurgreiða skuldir eða settur í varasjóð verði það metið hagkvæmara. Hver Íslendingur fái greitt auðlindagjald ár hvert, 100 þúsund krónur til að byrja með Þá vill Miðflokkurinn einnig að sama dag, 1. desember ár hvert, fái hver fullorðinn Íslendingur greitt svokallað auðlindagjald. Fyrsta greiðslan verði 100 þúsund krónur á verðlagi yfirstandandi árs. Þessi greiðsla verði fjármögnuð með auðlindagjöldum. Þriðjungi hlutafjár Íslandsbanka verði dreift jafnt á íslenska ríkisborgara Þar að auki vill Miðflokkurinn að þriðjungi hlutafjár Íslandsbanka verði deilt jafnt á alla íslenska ríkisborrgara sem verða lifandi fyrir árslok 2021. Heimilt verði að selja bréfin eftir lok árs 2023. Fullt tungla yfir Íslandsbanka. Miðflokkurinn vill deila þriðjungi hlutafjár bankans jafnt á alla landsmenn.Vísir/Vilhelm. Segir í kynningu Miðflokksins að miðað við núgildandi markaðsvirði geti hlutur hvers og eins verið nálægt 250 þúsund krónum. Aðgerðin er sanngjörn vegna þess að bankinn er nú þegar sameign þjóðarinnar, segir í kynningu Miðflokksins. Áhersluatriðin tíu má nálgast hér, auk þess að hér fyrir ofan má sjá kynningu Sigmundar Davíðs á kynningunni.
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Flókið að mynda aðra ríkisstjórn en þá sem nú er við völd Ríkisstjórnin héldi naumlega velli með minnsta mögulega þingmeirihluta samkvæmt könnun MMR fyrir Morgunblaðið sem blaðið birtir í dag. Flókið yrði að mynda aðrar ríkisstjórnir en nú er við völd. 26. ágúst 2021 06:29 Bein útsending: Kosningastefna Miðflokksins kynnt Miðflokkurinn mun kynna kosningastefnu sína á streymisfundi sem hefst klukkan 15, nú þegar einmitt mánuður er til þingkosninga. 25. ágúst 2021 14:30 Sjálfstæðisflokkur græði á að vera í stjórn og stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokkurinn græðir á því að vera bæði í stjórn og stjórnarandstöðu í sóttvarnaraðgerðum að mati prófessors í stjórnmálafræði. Fylgi flokksins eykst í nýrri Maskínukönnun en vinsældir stjórnarandstöðunnar dala. 24. ágúst 2021 17:26 „Rokkstjarnan“ Vigdís ráðin kosningastjóri hjá Miðflokknum Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hefur verið ráðin kosningastjóri Miðflokksins í Reykjavík vegna alþingiskosninganna þann 25. september næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknum. 24. ágúst 2021 11:19 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Flókið að mynda aðra ríkisstjórn en þá sem nú er við völd Ríkisstjórnin héldi naumlega velli með minnsta mögulega þingmeirihluta samkvæmt könnun MMR fyrir Morgunblaðið sem blaðið birtir í dag. Flókið yrði að mynda aðrar ríkisstjórnir en nú er við völd. 26. ágúst 2021 06:29
Bein útsending: Kosningastefna Miðflokksins kynnt Miðflokkurinn mun kynna kosningastefnu sína á streymisfundi sem hefst klukkan 15, nú þegar einmitt mánuður er til þingkosninga. 25. ágúst 2021 14:30
Sjálfstæðisflokkur græði á að vera í stjórn og stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokkurinn græðir á því að vera bæði í stjórn og stjórnarandstöðu í sóttvarnaraðgerðum að mati prófessors í stjórnmálafræði. Fylgi flokksins eykst í nýrri Maskínukönnun en vinsældir stjórnarandstöðunnar dala. 24. ágúst 2021 17:26
„Rokkstjarnan“ Vigdís ráðin kosningastjóri hjá Miðflokknum Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hefur verið ráðin kosningastjóri Miðflokksins í Reykjavík vegna alþingiskosninganna þann 25. september næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknum. 24. ágúst 2021 11:19