Miðflokkurinn vill færa fjármuni beint í vasa landsmanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2021 13:01 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Miðflokkurinn kynnti þau tíu mál sem flokkurinn mun leggja áherslu á í kosningastefnu sinni fyrir komandi Alþingiskosningar. Flokkurinn vill meðan annars að helmingur afgangs ríkissjóðs hvert ár renni beint í veski landsmanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kynnti áherslurnar á fundi í Hörpu í gær. Kallar flokkurinn áherslurnar „10 ný réttindi fyrir íslensku þjóðina“. Ber þar helst að nefna að Miðflokkurinn ætlar að leggja áherslu á að ef ríkissjóður verði rekinn með afgangi fái allir fullorðnir íslenskir ríkisborgarar helming afgangsins endurgreiddan, 1. desember árið eftir. Skapi hvata fyrir stjórnmálamenn og kerfið að standa sig Sagði Sigmundur Davíð á kynningunni að þetta myndi meðal annars skapa hvata fyrir „stjórnmálamenn, stofnanir og kerfið að fara vel með skattfé því að menn munu þurfa eftir árið að útskýra hvers vegna þeir geta ekki skilað neinu til baka ef þeir standa sig ekki“. Hinum helmingnum verði varið í að endurgreiða skuldir eða settur í varasjóð verði það metið hagkvæmara. Hver Íslendingur fái greitt auðlindagjald ár hvert, 100 þúsund krónur til að byrja með Þá vill Miðflokkurinn einnig að sama dag, 1. desember ár hvert, fái hver fullorðinn Íslendingur greitt svokallað auðlindagjald. Fyrsta greiðslan verði 100 þúsund krónur á verðlagi yfirstandandi árs. Þessi greiðsla verði fjármögnuð með auðlindagjöldum. Þriðjungi hlutafjár Íslandsbanka verði dreift jafnt á íslenska ríkisborgara Þar að auki vill Miðflokkurinn að þriðjungi hlutafjár Íslandsbanka verði deilt jafnt á alla íslenska ríkisborrgara sem verða lifandi fyrir árslok 2021. Heimilt verði að selja bréfin eftir lok árs 2023. Fullt tungla yfir Íslandsbanka. Miðflokkurinn vill deila þriðjungi hlutafjár bankans jafnt á alla landsmenn.Vísir/Vilhelm. Segir í kynningu Miðflokksins að miðað við núgildandi markaðsvirði geti hlutur hvers og eins verið nálægt 250 þúsund krónum. Aðgerðin er sanngjörn vegna þess að bankinn er nú þegar sameign þjóðarinnar, segir í kynningu Miðflokksins. Áhersluatriðin tíu má nálgast hér, auk þess að hér fyrir ofan má sjá kynningu Sigmundar Davíðs á kynningunni. Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Flókið að mynda aðra ríkisstjórn en þá sem nú er við völd Ríkisstjórnin héldi naumlega velli með minnsta mögulega þingmeirihluta samkvæmt könnun MMR fyrir Morgunblaðið sem blaðið birtir í dag. Flókið yrði að mynda aðrar ríkisstjórnir en nú er við völd. 26. ágúst 2021 06:29 Bein útsending: Kosningastefna Miðflokksins kynnt Miðflokkurinn mun kynna kosningastefnu sína á streymisfundi sem hefst klukkan 15, nú þegar einmitt mánuður er til þingkosninga. 25. ágúst 2021 14:30 Sjálfstæðisflokkur græði á að vera í stjórn og stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokkurinn græðir á því að vera bæði í stjórn og stjórnarandstöðu í sóttvarnaraðgerðum að mati prófessors í stjórnmálafræði. Fylgi flokksins eykst í nýrri Maskínukönnun en vinsældir stjórnarandstöðunnar dala. 24. ágúst 2021 17:26 „Rokkstjarnan“ Vigdís ráðin kosningastjóri hjá Miðflokknum Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hefur verið ráðin kosningastjóri Miðflokksins í Reykjavík vegna alþingiskosninganna þann 25. september næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknum. 24. ágúst 2021 11:19 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kynnti áherslurnar á fundi í Hörpu í gær. Kallar flokkurinn áherslurnar „10 ný réttindi fyrir íslensku þjóðina“. Ber þar helst að nefna að Miðflokkurinn ætlar að leggja áherslu á að ef ríkissjóður verði rekinn með afgangi fái allir fullorðnir íslenskir ríkisborgarar helming afgangsins endurgreiddan, 1. desember árið eftir. Skapi hvata fyrir stjórnmálamenn og kerfið að standa sig Sagði Sigmundur Davíð á kynningunni að þetta myndi meðal annars skapa hvata fyrir „stjórnmálamenn, stofnanir og kerfið að fara vel með skattfé því að menn munu þurfa eftir árið að útskýra hvers vegna þeir geta ekki skilað neinu til baka ef þeir standa sig ekki“. Hinum helmingnum verði varið í að endurgreiða skuldir eða settur í varasjóð verði það metið hagkvæmara. Hver Íslendingur fái greitt auðlindagjald ár hvert, 100 þúsund krónur til að byrja með Þá vill Miðflokkurinn einnig að sama dag, 1. desember ár hvert, fái hver fullorðinn Íslendingur greitt svokallað auðlindagjald. Fyrsta greiðslan verði 100 þúsund krónur á verðlagi yfirstandandi árs. Þessi greiðsla verði fjármögnuð með auðlindagjöldum. Þriðjungi hlutafjár Íslandsbanka verði dreift jafnt á íslenska ríkisborgara Þar að auki vill Miðflokkurinn að þriðjungi hlutafjár Íslandsbanka verði deilt jafnt á alla íslenska ríkisborrgara sem verða lifandi fyrir árslok 2021. Heimilt verði að selja bréfin eftir lok árs 2023. Fullt tungla yfir Íslandsbanka. Miðflokkurinn vill deila þriðjungi hlutafjár bankans jafnt á alla landsmenn.Vísir/Vilhelm. Segir í kynningu Miðflokksins að miðað við núgildandi markaðsvirði geti hlutur hvers og eins verið nálægt 250 þúsund krónum. Aðgerðin er sanngjörn vegna þess að bankinn er nú þegar sameign þjóðarinnar, segir í kynningu Miðflokksins. Áhersluatriðin tíu má nálgast hér, auk þess að hér fyrir ofan má sjá kynningu Sigmundar Davíðs á kynningunni.
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Flókið að mynda aðra ríkisstjórn en þá sem nú er við völd Ríkisstjórnin héldi naumlega velli með minnsta mögulega þingmeirihluta samkvæmt könnun MMR fyrir Morgunblaðið sem blaðið birtir í dag. Flókið yrði að mynda aðrar ríkisstjórnir en nú er við völd. 26. ágúst 2021 06:29 Bein útsending: Kosningastefna Miðflokksins kynnt Miðflokkurinn mun kynna kosningastefnu sína á streymisfundi sem hefst klukkan 15, nú þegar einmitt mánuður er til þingkosninga. 25. ágúst 2021 14:30 Sjálfstæðisflokkur græði á að vera í stjórn og stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokkurinn græðir á því að vera bæði í stjórn og stjórnarandstöðu í sóttvarnaraðgerðum að mati prófessors í stjórnmálafræði. Fylgi flokksins eykst í nýrri Maskínukönnun en vinsældir stjórnarandstöðunnar dala. 24. ágúst 2021 17:26 „Rokkstjarnan“ Vigdís ráðin kosningastjóri hjá Miðflokknum Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hefur verið ráðin kosningastjóri Miðflokksins í Reykjavík vegna alþingiskosninganna þann 25. september næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknum. 24. ágúst 2021 11:19 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Flókið að mynda aðra ríkisstjórn en þá sem nú er við völd Ríkisstjórnin héldi naumlega velli með minnsta mögulega þingmeirihluta samkvæmt könnun MMR fyrir Morgunblaðið sem blaðið birtir í dag. Flókið yrði að mynda aðrar ríkisstjórnir en nú er við völd. 26. ágúst 2021 06:29
Bein útsending: Kosningastefna Miðflokksins kynnt Miðflokkurinn mun kynna kosningastefnu sína á streymisfundi sem hefst klukkan 15, nú þegar einmitt mánuður er til þingkosninga. 25. ágúst 2021 14:30
Sjálfstæðisflokkur græði á að vera í stjórn og stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokkurinn græðir á því að vera bæði í stjórn og stjórnarandstöðu í sóttvarnaraðgerðum að mati prófessors í stjórnmálafræði. Fylgi flokksins eykst í nýrri Maskínukönnun en vinsældir stjórnarandstöðunnar dala. 24. ágúst 2021 17:26
„Rokkstjarnan“ Vigdís ráðin kosningastjóri hjá Miðflokknum Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hefur verið ráðin kosningastjóri Miðflokksins í Reykjavík vegna alþingiskosninganna þann 25. september næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknum. 24. ágúst 2021 11:19