„Hélt að ég yrði bara valinn í U-21 árs landsliðið fyrst“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2021 10:01 Mikael Egill Ellertsson gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik í byrjun næsta mánaðar. getty/Seb Daly Mikael Egill Ellertsson segir að það hafi komið sér á óvart að vera valinn í íslenska A-landsliðið í fótbolta. Hann nýtur sín vel hjá ítalska B-deildarfélaginu SPAL en hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið þess á dögunum. Mikael, sem er nítján ára, er annar tveggja nýliða í íslenska hópnum sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 í byrjun næsta mánaðar. Hinn er jafnaldri hans, Andri Lucas Guðjohnsen. Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson hefur ekki leikið landsleik en verið valinn í landsliðið áður. „Ég hélt að ég yrði bara valinn í U-21 árs landsliðið fyrst. Þetta kom mér mjög mikið á óvart,“ sagði Mikael í samtali við Vísi í gær. Hann hefur leikið 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands en gæti leikið með A-landsliðinu á undan U-21 árs landsliðinu. Hann er mátulega bjartsýnn á að fá tækifæri í leikjunum þremur sem framundan eru. „Ég vona það. Við sjáum til,“ sagði Mikael sem gekk í raðir SPAL frá Fram sumarið 2018 eftir að ítalska félagið sá hann spila með U-17 ára landsliðinu. Draumurinn rættist Á síðasta tímabili lék Mikael með varaliði SPAL en er nú kominn upp í aðallið þess og spilaði sinn fyrsta leik fyrir það fyrr í þessum mánuði. Hann kom þá inn á sem varamaður í 2-1 tapi fyrir Benevento í ítölsku bikarkeppninni. „Það var erfitt en geggjað. Hraðinn í leiknum var mikill. Þetta var draumur,“ sagði Mikael sem var nálægt því að skora í fyrsta leiknum með SPAL þegar hann skaut í stöng. Hann hefur æft með aðalliði SPAL frá því hann kom aftur til Ítalíu eftir sumarfrí. Mikael og Andri Lucas Guðjohnsen eru nýliðar í íslenska A-landsliðinu. Hvorugur þeirra hefur leikið fyrir U-21 árs landsliðið.getty/Seb Daly Mikael átti góðu gengi að fagna með varaliði SPAL á síðasta tímabili og segir leikina með því krefjandi. „Það gekk mjög vel. Þetta er alveg góður bolti og allir geta unnið alla. Þetta er góð deild með bestu liðum á Ítalíu,“ sagði Mikael. Upp með sér með áhugann Hann hefur verið orðaður við úrvalsdeildarlið Spezia að undanförnu en kveðst lítið geta tjáð sig um þann áhuga. „Ég einbeiti mér bara að SPAL og landsliðinu á næstunni og læt umboðsmanninn um þetta. En auðvitað er skemmtilegt að vita að félag í úrvalsdeildinni vilji mann. Það þýðir að maður sé að standa sig,“ sagði Mikael sem var síðan beðinn um að lýsa sér sem leikmanni. „Ég er hraður, góður að sinna varnarvinnu og duglegur,“ sagði Mikael sem spilar aðallega sem kantmaður eða framherji en getur leyst aðrar stöður á vellinum. „Í fyrra spilaði ég mikið á miðjunni, svona teig í teig miðjumaður, og hjá Fram var ég svo notaður sem kantbakvörður.“ Mikael í leik gegn Portúgal á EM U-17 ára fyrir tveimur árum.getty/Piaras Ó Mídheach Mikael unir hag sínum vel hjá SPAL og segist hafa tekið góða ákvörðun þegar hann fór til félagsins á sínum tíma. „Þetta var mjög gott skref. Boltinn hérna á Ítalíu er frábær,“ sagði Mikael. Ánægður með Frammarana sína Hans gömlu félagar í Fram hafa átt draumatímabil í sumar, haft mikla yfirburði í Lengjudeildinni og búnir að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deildinni á næsta ári. „Þetta er geggjað og þeir hafa verið flottir í sumar,“ sagði Mikael sem lék tólf leiki í deild og bikar með Fram sumarið 2018 áður en hann fór til SPAL. Mikael og félagar í SPAL eiga leik gegn Pordenone á sunnudaginn í ítölsku B-deildinni. „Ég vona að ég fái að spila eitthvað,“ sagði Mikael sem heldur svo til Íslands í sitt fyrsta verkefni með A-landsliðinu. HM 2022 í Katar Ítalski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ Sjá meira
Mikael, sem er nítján ára, er annar tveggja nýliða í íslenska hópnum sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 í byrjun næsta mánaðar. Hinn er jafnaldri hans, Andri Lucas Guðjohnsen. Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson hefur ekki leikið landsleik en verið valinn í landsliðið áður. „Ég hélt að ég yrði bara valinn í U-21 árs landsliðið fyrst. Þetta kom mér mjög mikið á óvart,“ sagði Mikael í samtali við Vísi í gær. Hann hefur leikið 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands en gæti leikið með A-landsliðinu á undan U-21 árs landsliðinu. Hann er mátulega bjartsýnn á að fá tækifæri í leikjunum þremur sem framundan eru. „Ég vona það. Við sjáum til,“ sagði Mikael sem gekk í raðir SPAL frá Fram sumarið 2018 eftir að ítalska félagið sá hann spila með U-17 ára landsliðinu. Draumurinn rættist Á síðasta tímabili lék Mikael með varaliði SPAL en er nú kominn upp í aðallið þess og spilaði sinn fyrsta leik fyrir það fyrr í þessum mánuði. Hann kom þá inn á sem varamaður í 2-1 tapi fyrir Benevento í ítölsku bikarkeppninni. „Það var erfitt en geggjað. Hraðinn í leiknum var mikill. Þetta var draumur,“ sagði Mikael sem var nálægt því að skora í fyrsta leiknum með SPAL þegar hann skaut í stöng. Hann hefur æft með aðalliði SPAL frá því hann kom aftur til Ítalíu eftir sumarfrí. Mikael og Andri Lucas Guðjohnsen eru nýliðar í íslenska A-landsliðinu. Hvorugur þeirra hefur leikið fyrir U-21 árs landsliðið.getty/Seb Daly Mikael átti góðu gengi að fagna með varaliði SPAL á síðasta tímabili og segir leikina með því krefjandi. „Það gekk mjög vel. Þetta er alveg góður bolti og allir geta unnið alla. Þetta er góð deild með bestu liðum á Ítalíu,“ sagði Mikael. Upp með sér með áhugann Hann hefur verið orðaður við úrvalsdeildarlið Spezia að undanförnu en kveðst lítið geta tjáð sig um þann áhuga. „Ég einbeiti mér bara að SPAL og landsliðinu á næstunni og læt umboðsmanninn um þetta. En auðvitað er skemmtilegt að vita að félag í úrvalsdeildinni vilji mann. Það þýðir að maður sé að standa sig,“ sagði Mikael sem var síðan beðinn um að lýsa sér sem leikmanni. „Ég er hraður, góður að sinna varnarvinnu og duglegur,“ sagði Mikael sem spilar aðallega sem kantmaður eða framherji en getur leyst aðrar stöður á vellinum. „Í fyrra spilaði ég mikið á miðjunni, svona teig í teig miðjumaður, og hjá Fram var ég svo notaður sem kantbakvörður.“ Mikael í leik gegn Portúgal á EM U-17 ára fyrir tveimur árum.getty/Piaras Ó Mídheach Mikael unir hag sínum vel hjá SPAL og segist hafa tekið góða ákvörðun þegar hann fór til félagsins á sínum tíma. „Þetta var mjög gott skref. Boltinn hérna á Ítalíu er frábær,“ sagði Mikael. Ánægður með Frammarana sína Hans gömlu félagar í Fram hafa átt draumatímabil í sumar, haft mikla yfirburði í Lengjudeildinni og búnir að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deildinni á næsta ári. „Þetta er geggjað og þeir hafa verið flottir í sumar,“ sagði Mikael sem lék tólf leiki í deild og bikar með Fram sumarið 2018 áður en hann fór til SPAL. Mikael og félagar í SPAL eiga leik gegn Pordenone á sunnudaginn í ítölsku B-deildinni. „Ég vona að ég fái að spila eitthvað,“ sagði Mikael sem heldur svo til Íslands í sitt fyrsta verkefni með A-landsliðinu.
HM 2022 í Katar Ítalski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti