„Sannfærður um að þessi leið muni virka“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 19:01 Miðflokkurinn kynnti kosningamál sín í dag. Vísir/Egill „Þarna er reynt að nýta tækifærin sem Íslendingar hafa umfram flestar þjóðir og gert sem mest úr þeim. Við erum ein stór fjölskylda og ef allir fá að taka þátt þegar vel gengur þá hafa allir hvata til þess að byggja upp og við þurfum að nýta okkur það.“ Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um þau kosningamál sem flokkurinn kynnti fyrr í dag. Flokkurinn vill til dæmis að fjármunir úr ríkissjóði, hvort sem er vegna afgangs úr ríkissjóði, auðlindagjald eða hlutafé úr Íslandsbanka, renni beint í vasa landsmanna. Sigmundur segir þessar hugmyndir vel gerlegar, enda séu þær til þess fallnar að skapa aukin verðmæti, sem muni skila sér aftur til ríkisins. „Ég er sannfærður um að þessi leið muni virka á þann hátt að við munum vera betur í stakk búin til að takast á við erfiðleika þegar við hættum að leyfa ríkinu að vera í stöðugum halla og leyfa skuldastöðu að aukast, heldur fáum við alla með í að byggja upp sterkara ríki,“ segir hann og bætir við að það sé þvert á þá stefnu sem nú sé viðhöfð. „Það sem gengur ekki upp er óbreytt fyrirkomulag sem vanrækja það stöðugt að spara í ríkiskerfinu, leyfa bákninu að þenjast út en hækka í staðinn skatta og álögur á almenning.“ Einnig er lögð til 25 prósenta lækkun bifreiðagjalda, betri nýtingu bílaflota og að gefin verði heimild til aukinnar notkunar fyrirtækjabifreiða. Skynsemishyggja en ekki öfgar Sigmundur segir stefnu flokksins í loftslagsmálum allt aðra en hjá öðrum flokkum, sem snúi fyrst og fremst að aukinni framleiðslu á Íslandi. „Hún byggist á skynsemishyggju en ekki öfgum eða samtímaduttlungum. Ég hef bent á það að það besta sem við getum gert fyrir loftslagið er að framleiða sem mest á Íslandi. Því meira sem er framleitt hér með okkar hreinu endurnýjanlegu orku, þeim mun minni er losunin af þeirri framleiðslu,“ segir Sigmundur. „Við gætum búið til umhverfisvænt eldsneyti og flutt það út. Það eru endalausar hugmyndir sem hægt er að hrinda í framkvæmd ef við hverfum af þeirri braut sem nú er verið að boða, sem er í raun afturhaldsstefna, sem er til þess ætluð að draga úr verðmætasköpun og framleiðslu á Íslandi.“ Flokkurinn kallar einnig eftir breytingum á tjáningarfrelsislöggjöfinni. „Stjórnkerfið og aðrir eru jafnt og þétt að færa sig upp á skaftið með það að setja hindranir á umræðuna. Ég er eindregið þeirrar skoðunar, verandi frjálslyndur maður, að besta svarið við bulli og vitleysu er einfaldlega að leyfa því að sjást og svara því – ekki reyna að banna það. Það hefur hvergi gengið upp. Maður hefur heyrt dæmi af því, þó þau komist ekki öll í fréttir, að menn séu látnir gjalda fyrir það á vinnustaðnum sínum og jafnvel missi vinnuna fyrir að hafa skoðanir sem falla ekki alveg að umhverfinu þar. Það má ekki gerast og við verðum að standa vörð um tjáningarfrelsið.“ Hann segir hugmyndirnar ekki eiga sér fordæmi annars staðar í heiminum. „Líklega ekki þessi nálgun enda byggir hún svolítið á aðstæðum okkar, sem fámenn, samheldin þjóð í sjálfstæðu og ríki landi. Þarna er reynt að nýta tækifærin sem Íslendingar hafa umfram aðrar þjóðir og gera sem mest úr þeim.“ Áhersluatriðin tíu má nálgast hér. Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um þau kosningamál sem flokkurinn kynnti fyrr í dag. Flokkurinn vill til dæmis að fjármunir úr ríkissjóði, hvort sem er vegna afgangs úr ríkissjóði, auðlindagjald eða hlutafé úr Íslandsbanka, renni beint í vasa landsmanna. Sigmundur segir þessar hugmyndir vel gerlegar, enda séu þær til þess fallnar að skapa aukin verðmæti, sem muni skila sér aftur til ríkisins. „Ég er sannfærður um að þessi leið muni virka á þann hátt að við munum vera betur í stakk búin til að takast á við erfiðleika þegar við hættum að leyfa ríkinu að vera í stöðugum halla og leyfa skuldastöðu að aukast, heldur fáum við alla með í að byggja upp sterkara ríki,“ segir hann og bætir við að það sé þvert á þá stefnu sem nú sé viðhöfð. „Það sem gengur ekki upp er óbreytt fyrirkomulag sem vanrækja það stöðugt að spara í ríkiskerfinu, leyfa bákninu að þenjast út en hækka í staðinn skatta og álögur á almenning.“ Einnig er lögð til 25 prósenta lækkun bifreiðagjalda, betri nýtingu bílaflota og að gefin verði heimild til aukinnar notkunar fyrirtækjabifreiða. Skynsemishyggja en ekki öfgar Sigmundur segir stefnu flokksins í loftslagsmálum allt aðra en hjá öðrum flokkum, sem snúi fyrst og fremst að aukinni framleiðslu á Íslandi. „Hún byggist á skynsemishyggju en ekki öfgum eða samtímaduttlungum. Ég hef bent á það að það besta sem við getum gert fyrir loftslagið er að framleiða sem mest á Íslandi. Því meira sem er framleitt hér með okkar hreinu endurnýjanlegu orku, þeim mun minni er losunin af þeirri framleiðslu,“ segir Sigmundur. „Við gætum búið til umhverfisvænt eldsneyti og flutt það út. Það eru endalausar hugmyndir sem hægt er að hrinda í framkvæmd ef við hverfum af þeirri braut sem nú er verið að boða, sem er í raun afturhaldsstefna, sem er til þess ætluð að draga úr verðmætasköpun og framleiðslu á Íslandi.“ Flokkurinn kallar einnig eftir breytingum á tjáningarfrelsislöggjöfinni. „Stjórnkerfið og aðrir eru jafnt og þétt að færa sig upp á skaftið með það að setja hindranir á umræðuna. Ég er eindregið þeirrar skoðunar, verandi frjálslyndur maður, að besta svarið við bulli og vitleysu er einfaldlega að leyfa því að sjást og svara því – ekki reyna að banna það. Það hefur hvergi gengið upp. Maður hefur heyrt dæmi af því, þó þau komist ekki öll í fréttir, að menn séu látnir gjalda fyrir það á vinnustaðnum sínum og jafnvel missi vinnuna fyrir að hafa skoðanir sem falla ekki alveg að umhverfinu þar. Það má ekki gerast og við verðum að standa vörð um tjáningarfrelsið.“ Hann segir hugmyndirnar ekki eiga sér fordæmi annars staðar í heiminum. „Líklega ekki þessi nálgun enda byggir hún svolítið á aðstæðum okkar, sem fámenn, samheldin þjóð í sjálfstæðu og ríki landi. Þarna er reynt að nýta tækifærin sem Íslendingar hafa umfram aðrar þjóðir og gera sem mest úr þeim.“ Áhersluatriðin tíu má nálgast hér.
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira