Gunnar Magnús Jónsson: Við missum einn dag í hvíld Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. ágúst 2021 20:49 Gunnar Magnús jónsson, þjálfari Keflvíkinga, var svekktur að hafa ekki tekið þrjú stig úr leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflvíkinga, var afar svekktur með að hafa misst leikinn niður í 1-1 jafntefli gegn Breiðablik í kvöld. Hann vandar dómurum leiksins ekki kveðjurnar, en Selma Sól virtist vera rangstæð þegar hún skoraði jöfnunarmarkið. ,,Fyrirfram, kannski ásættanlegt stig en úr því sem komið var að þá var þetta virkilega súrt að ná ekki þremur stigum hér í dag. Hvað stelpurnar lögðu á sig, gríðarleg vinna og auðvitað er fótbolti þannig að þú þarft bæði að sinna þínum varnarleik og sóknarleik og við vorum búin fyrir leik að sætta okkur við það, að Blikarnir yrðu meira með boltann og við ætluðum að njóta þess að spila varnarleik í dag og þær gerðu það og það sem lagt var upp með. Þær áttu fá svör við því sem að við vorum að gera í varnarleiknum“. Varnarleikur Keflavíkur var mjög góður í dag og náðu þær að bægja hættunni frá trekk í trekk en á 89. mínútu jöfnuðu Blikar úr því sem að virtist vera rangstæða. „Ofboðslega súrt þetta mark, við vorum að skoða þetta á myndbandi og ég get ekki séð annað en að hún sé klárlega rangstæð og það virkilega svíður og er virkilega sárt og eftir svona frammistöðu að ná ekki í þrjú stig“ sagði Gunnar. Gunnar var spurður út í það hvernig púlsinn hafi verið hjá honum á loka mínútum leiksins. „Hann var hár, eðlilega, það er mikið undir hjá okkur og allir leikir rosa mikilvægir og hvert stig og auðvitað telur það. Við náum einu stigi í dag, þrjú stig, mér fannst við eiga það skilið miðað við frammistöðu og vinnuframlagið sem að stelpurnar lögðu á sig, þannig að það er súrt.“ Aðspurður út í jöfnunarmarkið vandar Gunnar dómurum leiksins ekki kveðjunar og segir þá hafa fátt um svör og hafa verið hálf vandræðalega þegar að hann spurði þá út í þetta. Hann gerir kröfu á að dómarar í efstu deild þekki reglurnar og segir að stórar ákvarðanir dómara í sumar hafi ekki verið að falla með sínu liði. Næsti leikur Keflavíkur er gegn Tindastól sem að situr í neðsta sæti Pepsi Max deildarinnar, Keflavík fær litla pásu á milli leikja og er Gunnar ósáttur við KSÍ. „Þetta er blóðug barátta og kannski að koma inn á það að það er leikur á móti Tindastól á mánudag og bara þrír dagar í leik, við fáum litla pásu á milli og það sem að gerist í aðdraganda þessa leiks er að þessi leikur var færður fram um einn dag. Sem að mér fannst með óskiljanlegum hætti gert. Ég til dæmis frétti fyrst af því inn á ksi.is og kannski einhverjir samskipta örðugleikar bæði frá KSÍ og kannski eitthvað líka hjá okkur. En aðallega þetta, að þessi leikur skuli hafa verið færður, ég er virkilega, virkilega ósáttur við það“. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
,,Fyrirfram, kannski ásættanlegt stig en úr því sem komið var að þá var þetta virkilega súrt að ná ekki þremur stigum hér í dag. Hvað stelpurnar lögðu á sig, gríðarleg vinna og auðvitað er fótbolti þannig að þú þarft bæði að sinna þínum varnarleik og sóknarleik og við vorum búin fyrir leik að sætta okkur við það, að Blikarnir yrðu meira með boltann og við ætluðum að njóta þess að spila varnarleik í dag og þær gerðu það og það sem lagt var upp með. Þær áttu fá svör við því sem að við vorum að gera í varnarleiknum“. Varnarleikur Keflavíkur var mjög góður í dag og náðu þær að bægja hættunni frá trekk í trekk en á 89. mínútu jöfnuðu Blikar úr því sem að virtist vera rangstæða. „Ofboðslega súrt þetta mark, við vorum að skoða þetta á myndbandi og ég get ekki séð annað en að hún sé klárlega rangstæð og það virkilega svíður og er virkilega sárt og eftir svona frammistöðu að ná ekki í þrjú stig“ sagði Gunnar. Gunnar var spurður út í það hvernig púlsinn hafi verið hjá honum á loka mínútum leiksins. „Hann var hár, eðlilega, það er mikið undir hjá okkur og allir leikir rosa mikilvægir og hvert stig og auðvitað telur það. Við náum einu stigi í dag, þrjú stig, mér fannst við eiga það skilið miðað við frammistöðu og vinnuframlagið sem að stelpurnar lögðu á sig, þannig að það er súrt.“ Aðspurður út í jöfnunarmarkið vandar Gunnar dómurum leiksins ekki kveðjunar og segir þá hafa fátt um svör og hafa verið hálf vandræðalega þegar að hann spurði þá út í þetta. Hann gerir kröfu á að dómarar í efstu deild þekki reglurnar og segir að stórar ákvarðanir dómara í sumar hafi ekki verið að falla með sínu liði. Næsti leikur Keflavíkur er gegn Tindastól sem að situr í neðsta sæti Pepsi Max deildarinnar, Keflavík fær litla pásu á milli leikja og er Gunnar ósáttur við KSÍ. „Þetta er blóðug barátta og kannski að koma inn á það að það er leikur á móti Tindastól á mánudag og bara þrír dagar í leik, við fáum litla pásu á milli og það sem að gerist í aðdraganda þessa leiks er að þessi leikur var færður fram um einn dag. Sem að mér fannst með óskiljanlegum hætti gert. Ég til dæmis frétti fyrst af því inn á ksi.is og kannski einhverjir samskipta örðugleikar bæði frá KSÍ og kannski eitthvað líka hjá okkur. En aðallega þetta, að þessi leikur skuli hafa verið færður, ég er virkilega, virkilega ósáttur við það“.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn