Smit komið upp hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru sem segist hafa snúið við blaðinu Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2021 11:39 Togarinn Páll Pálsson ÍS-102 er nefndur í höfuðið á fyrsta stjórnarformanni fyrirtæksins. Hraðfrystihúsið Gunnvör Skipverji á Páli Pálssyni ÍS greindist með Covid-19 í gær. Jákvæð niðurstaða fékkst úr hraðprófi og er nú beðið niðurstöðu úr PCR-prófi. Fimmtán manna áhöfn verður í sóttkví þar til hún liggur fyrir. Einn úr áhöfninni var sendur í hraðpróf eftir að starfsmaður á skrifstofu Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út skipið, fékk jákvæða niðurstöðu. Hefur sú greining verið staðfest með PCR-prófi og innan við tíu starfsmenn sendir í sóttkví. Ákveðið var að loka skrifstofu fyrirtækisins í Hnífsdal í dag vegna þessa. Niðurstöðu úr PCR-prófi skipverjans er að vænta í dag. „Við erum ekki komin með niðurstöðu úr þessu en vonum það besta. Það er allrar varúðar gætt,“ segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar. Nú sé sennilega unnið að því að flytja sýnið til Reykjavíkur. Hraðprófin reynst vel Hraðfrystihúsið Gunnvör komst í fréttirnar í október þegar nær allir skipverjar um borð í togaranum Júlíusi Geirssyni greindust með Covid-19. Voru skipstjóri og stjórnendur fyrirtækisins harðlega gagnrýndir þegar greint var frá því að skipverjar hafi staðið vaktina í þrjár vikur um borð, þrátt fyrir mikil veikindi. Einar Valur segir fyrirtækið nú hafa snúið við blaðinu og að áhafnir frystitogara séu sendar í hraðpróf fyrir hvern túr. Heilbrigðisstarfsmaður á vegum fyrirtækisins sjái um framkvæmdina og þetta séu fyrstu tilfellin sem komi upp meðal starfsmanna frá hópsýkingunni um borð í Júlíusi Geirmundssyni. Þó er ekki venjan að skipverjar um borð í Páli Pálssyni og öðrum dagróðrabátum séu skimaðir áður en þeir fari í styttri ferðir. Áhöfn skipsins var snúið í land þegar starfsmaðurinn greindist á skrifstofunni þar sem talið var að einn skipverjinn væri útsettur. „Þessi hraðpróf geta hjálpað mikið og það hefur bara sannað sig,“ segir Einar Valur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Einn úr áhöfninni var sendur í hraðpróf eftir að starfsmaður á skrifstofu Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út skipið, fékk jákvæða niðurstöðu. Hefur sú greining verið staðfest með PCR-prófi og innan við tíu starfsmenn sendir í sóttkví. Ákveðið var að loka skrifstofu fyrirtækisins í Hnífsdal í dag vegna þessa. Niðurstöðu úr PCR-prófi skipverjans er að vænta í dag. „Við erum ekki komin með niðurstöðu úr þessu en vonum það besta. Það er allrar varúðar gætt,“ segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar. Nú sé sennilega unnið að því að flytja sýnið til Reykjavíkur. Hraðprófin reynst vel Hraðfrystihúsið Gunnvör komst í fréttirnar í október þegar nær allir skipverjar um borð í togaranum Júlíusi Geirssyni greindust með Covid-19. Voru skipstjóri og stjórnendur fyrirtækisins harðlega gagnrýndir þegar greint var frá því að skipverjar hafi staðið vaktina í þrjár vikur um borð, þrátt fyrir mikil veikindi. Einar Valur segir fyrirtækið nú hafa snúið við blaðinu og að áhafnir frystitogara séu sendar í hraðpróf fyrir hvern túr. Heilbrigðisstarfsmaður á vegum fyrirtækisins sjái um framkvæmdina og þetta séu fyrstu tilfellin sem komi upp meðal starfsmanna frá hópsýkingunni um borð í Júlíusi Geirmundssyni. Þó er ekki venjan að skipverjar um borð í Páli Pálssyni og öðrum dagróðrabátum séu skimaðir áður en þeir fari í styttri ferðir. Áhöfn skipsins var snúið í land þegar starfsmaðurinn greindist á skrifstofunni þar sem talið var að einn skipverjinn væri útsettur. „Þessi hraðpróf geta hjálpað mikið og það hefur bara sannað sig,“ segir Einar Valur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55