Starfsmaður þingflokks vill leiða SUS Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2021 14:41 Ingveldur Anna Sigurðardóttir, Lísbet Sigurðardóttir og Steinar Ingi Kolbeins. Aðsend Lísbet Sigurðardóttir hefur sóst eftir formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna á 46. sambandsþingi félagsins sem fram fer dagana 10. til 12. september næstkomandi í Reykjanesbæ. Steinar Ingi Kolbeins gefur kost á sér í embætti varaformanns og Ingveldur Anna Sigurðardóttir til embættis 2. varaformanns. Frá þessu greinir í tilkynningu frá frambjóðendunum. Segir að framboðið leggi áherslu á að rödd ungs fólks fái að heyrast innan flokksins og að fulltrúar yngri kynslóða hljóti enn frekara brautargengi í trúnaðarstöður. Lísbet Sigurðardóttir.Aðsend „Þá leggur framboðið áherslu á að SUS sé öflugur vettvangur ungs fólks í pólitískri umræðu og telur mikilvægt að SUS veiti forystu Sjálfstæðisflokksins áfram nauðsynlegt aðhald. Kjörnir fulltrúar eigi að beita sér fyrir framgangi frelsismála í anda grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins og vinna markvisst að því að halda henni á lofti í störfum sínum. Steinar Ingi Kolbeins. Lísbet Sigurðardóttir er 25 ára lögfræðingur, fædd og uppalin í Reykjavík og er starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Lísbet hefur tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins síðastliðin ár, sat í stjórn SUS árin 2019-2021 og situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd flokksins. Þá hefur Lísbet verið virk í félagsstörfum á öðrum vettvangi og sat m.a. í stjórn Orators, félagi laganema við HÍ og í stjórn Vöku, hagsmunafélagi stúdenta. Hún starfaði áður hjá úrskurðarnefnd velferðarmála, hjá Jónatansson & Co. lögmannsstofu og sem aðstoðarkennari í fjölskyldu- og erfðarétti við Háskóla Íslands. Ingveldur Anna Sigurðardóttir.Aðsend Steinar Ingi Kolbeins er 24 ára, fæddur í Reykjavík og hefur alla tíð búið í Grafarvogi. Steinar stundar nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur hann starfað í félags- og frístundamiðstöðvum í Gufunesbæ samhliða námi, þá starfar hann einnig sem blaðamaður. Steinar hefur víðtæka reynslu af félagsstarfi, bæði innan Sjálfstæðisflokksins sem og utan hans. Hann hefur setið í stjórn Vöku, hagsmunafélagi stúdenta, Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík og Politicu, félagi stjórnmálafræðinema. Þá hefur Steinar komið að starfi Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum, til að mynda sem kosningastjóri í prófkjöri auk annarra trúnaðarstarfa. Ingveldur Anna Sigurðardóttir er 24 ára meistaranemi í lögfræði við Háskóla Íslands. Hún er uppalin á bænum Varmahlíð undir Eyjafjöllum en hefur einnig búið í Vík og Búðardal. Ingveldur Anna starfar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi til alþingiskosninga. Hún hefur verið virk í félagsstörfum og m.a. setið sem forseti Vöku, hagsmunafélags stúdenta, 2019-2020 og tekið þátt í starfi ungra sjálfstæðismanna á Suðurlandi,“ segir í tilkynningunni. Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Frá þessu greinir í tilkynningu frá frambjóðendunum. Segir að framboðið leggi áherslu á að rödd ungs fólks fái að heyrast innan flokksins og að fulltrúar yngri kynslóða hljóti enn frekara brautargengi í trúnaðarstöður. Lísbet Sigurðardóttir.Aðsend „Þá leggur framboðið áherslu á að SUS sé öflugur vettvangur ungs fólks í pólitískri umræðu og telur mikilvægt að SUS veiti forystu Sjálfstæðisflokksins áfram nauðsynlegt aðhald. Kjörnir fulltrúar eigi að beita sér fyrir framgangi frelsismála í anda grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins og vinna markvisst að því að halda henni á lofti í störfum sínum. Steinar Ingi Kolbeins. Lísbet Sigurðardóttir er 25 ára lögfræðingur, fædd og uppalin í Reykjavík og er starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Lísbet hefur tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins síðastliðin ár, sat í stjórn SUS árin 2019-2021 og situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd flokksins. Þá hefur Lísbet verið virk í félagsstörfum á öðrum vettvangi og sat m.a. í stjórn Orators, félagi laganema við HÍ og í stjórn Vöku, hagsmunafélagi stúdenta. Hún starfaði áður hjá úrskurðarnefnd velferðarmála, hjá Jónatansson & Co. lögmannsstofu og sem aðstoðarkennari í fjölskyldu- og erfðarétti við Háskóla Íslands. Ingveldur Anna Sigurðardóttir.Aðsend Steinar Ingi Kolbeins er 24 ára, fæddur í Reykjavík og hefur alla tíð búið í Grafarvogi. Steinar stundar nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur hann starfað í félags- og frístundamiðstöðvum í Gufunesbæ samhliða námi, þá starfar hann einnig sem blaðamaður. Steinar hefur víðtæka reynslu af félagsstarfi, bæði innan Sjálfstæðisflokksins sem og utan hans. Hann hefur setið í stjórn Vöku, hagsmunafélagi stúdenta, Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík og Politicu, félagi stjórnmálafræðinema. Þá hefur Steinar komið að starfi Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum, til að mynda sem kosningastjóri í prófkjöri auk annarra trúnaðarstarfa. Ingveldur Anna Sigurðardóttir er 24 ára meistaranemi í lögfræði við Háskóla Íslands. Hún er uppalin á bænum Varmahlíð undir Eyjafjöllum en hefur einnig búið í Vík og Búðardal. Ingveldur Anna starfar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi til alþingiskosninga. Hún hefur verið virk í félagsstörfum og m.a. setið sem forseti Vöku, hagsmunafélags stúdenta, 2019-2020 og tekið þátt í starfi ungra sjálfstæðismanna á Suðurlandi,“ segir í tilkynningunni.
Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira