Meðallaun hækkað um 204 prósent frá árinu 2000 Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2021 15:00 Meiri sveiflur eru í launaþróun hér á landi en annars staðar sé þróunin mæld á föstu verðlagi og í sama gjaldmiðli. Vísir/vilhelm Meðallaun á Íslandi hafa hækkað um 204% í íslenskum krónum á árunum 2000 til 2020 samkvæmt tölum OECD. Það er mun meiri hækkun en í nálægum löndum en næsta ríki í röðinni er Noregur með 114% hækkun í norskum krónum. Þá er meðalhækkun 81% á hinum Norðurlöndunum, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. Samkvæmt tölum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) sem samanstendur af 30 aðildarríkjum hafa meðallaun á Íslandi hækkað um 5,8% á þessum 20 árum að meðaltali. Á sama tíma hafa þau að jafnaði hækkað um 3% á ári á hinum Norðurlöndunum. „Sé litið á mestu og minnstu árlegar breytingar kemur í ljós að Ísland skorar hæst í báðum tilvikum. Tekjur hækkuðu um 12,9% hér á landi á árinu 2006 og lækkuðu um 15,4% á árinu 2009. Írland kemur næst okkur hvað mestu árshækkun varðar, en engin þjóð nálgast okkur með mestu árslækkun,“ segir í Hagsjánni. Samanburðurinn breytist þegar miðað er við sömu mynt Ef samanburðurinn er gerður í sömu mynt og upphæðum umbreytt í bandaríkjadali breytist myndin og skýrist það að stórum hluta af óvenjumiklum gengissveiflum hér á landi. Meðalbreyting á ári í dölum á þessu tímabili var einungis 1,3% og er Ísland í fjórða sæti þar meðal þeirra þjóða sem samanburðurinn nær til. Launabreytingar voru þannig meiri í bæði Noregi og Svíþjóð en hér á þessu tímabili reiknað í dölum. Meðallaun einna hæst hér á landi Samkvæmt OECD voru ársmeðallaun á Íslandi um 67.500 Bandaríkjadalir árið 2020 og voru þau 16% hærri en í Danmörku þar sem launin voru næst hæst á Norðurlöndunum. „Af þeim löndum sem hér eru skoðuð voru launin einungis hærri í Bandaríkjunum og Lúxemborg, en þessi tvö lönd og Ísland eru í nokkrum sérflokki. Staðan var mjög svipuð á árinu 2000. Þá var Ísland í þriðja sæti af þessum þjóðum og með 16% hærri laun en í Danmörku sem var næst hæst Norðurlandanna. Meðallaun í Svíþjóð og Finnlandi eru svo aftur nokkuð lægri en í Danmörku og Noregi.“ Ekki er horft til þess hvort mismunandi þróun vinnutíma hafi haft áhrif á samanburðinn en Hagfræðideildin telur ólíklegt að þau áhrif séu mikil. Vinnumarkaður Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Þá er meðalhækkun 81% á hinum Norðurlöndunum, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. Samkvæmt tölum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) sem samanstendur af 30 aðildarríkjum hafa meðallaun á Íslandi hækkað um 5,8% á þessum 20 árum að meðaltali. Á sama tíma hafa þau að jafnaði hækkað um 3% á ári á hinum Norðurlöndunum. „Sé litið á mestu og minnstu árlegar breytingar kemur í ljós að Ísland skorar hæst í báðum tilvikum. Tekjur hækkuðu um 12,9% hér á landi á árinu 2006 og lækkuðu um 15,4% á árinu 2009. Írland kemur næst okkur hvað mestu árshækkun varðar, en engin þjóð nálgast okkur með mestu árslækkun,“ segir í Hagsjánni. Samanburðurinn breytist þegar miðað er við sömu mynt Ef samanburðurinn er gerður í sömu mynt og upphæðum umbreytt í bandaríkjadali breytist myndin og skýrist það að stórum hluta af óvenjumiklum gengissveiflum hér á landi. Meðalbreyting á ári í dölum á þessu tímabili var einungis 1,3% og er Ísland í fjórða sæti þar meðal þeirra þjóða sem samanburðurinn nær til. Launabreytingar voru þannig meiri í bæði Noregi og Svíþjóð en hér á þessu tímabili reiknað í dölum. Meðallaun einna hæst hér á landi Samkvæmt OECD voru ársmeðallaun á Íslandi um 67.500 Bandaríkjadalir árið 2020 og voru þau 16% hærri en í Danmörku þar sem launin voru næst hæst á Norðurlöndunum. „Af þeim löndum sem hér eru skoðuð voru launin einungis hærri í Bandaríkjunum og Lúxemborg, en þessi tvö lönd og Ísland eru í nokkrum sérflokki. Staðan var mjög svipuð á árinu 2000. Þá var Ísland í þriðja sæti af þessum þjóðum og með 16% hærri laun en í Danmörku sem var næst hæst Norðurlandanna. Meðallaun í Svíþjóð og Finnlandi eru svo aftur nokkuð lægri en í Danmörku og Noregi.“ Ekki er horft til þess hvort mismunandi þróun vinnutíma hafi haft áhrif á samanburðinn en Hagfræðideildin telur ólíklegt að þau áhrif séu mikil.
Vinnumarkaður Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira