Akureyringum barst neyðarkall frá afskekktu héraði í Rússlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2021 16:17 Óskað hefur verið eftir aðstoð frá Akureyri. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra Akureyrar, barst á dögunum neyðarkall frá Sakha-Yakutia héraði í norðaustanverðri Síberíu. Þar geisa miklar skógareldar og hafa Northern Forum samtökin, sem Akureyri er aðili að, óskað eftir aðstoð frá þátttökusveitarfélögum og héruðum. Meðal annars er óskað eftir eldsneyti og fjármunum, en einnig einföldum nauðsynjavörum á borð við klósettpappír, tannkremi og tannburstum, sjampói og bleyjum. Bréfið barst bæjaryfirvöldum í þessum mánuði en fjallað var um það á fundi bæjarráðs í gær. Þar var Ásthildi bæjarstjóra falið að svara bréfinu. Í samtali við Vísi segir Ragnar Hólm Ragnarsson, aðstoðarmaður bæjarstjóra, að ekki sé búið að taka formlega afstöðu til beiðninnar en vilji sé fyrir hendi að bregðast við henni á einhvern hátt. Í bréfinu, sem lesa má hér, segir að alls 155 skógareldar geisi nú í héraðinu. Alls hafi 3,4 milljónir hektara brunnið og eldar séu farnir að kvikna ískyggilega nálægt íbúasvæðum. Eldunum hafi fylgt mikil eyðilegging sem hingað til hafi verið metin á um milljarð rúblna, um 1,7 milljarð króna. Vilja bleyju og pela, sápur og hreinsiklúta Í bréfinu segir að Northern Forum samtökin, sem stofnuð voru árið 1991, séu nú að hefja söfnun á hjálpargögnum til þess að bregðast við neyðarástandinu í Sakha-Yakutia. Verið sé að safna búnaði til að berjast við eldana sem og nauðsynjavörum, auk fjármuna ef hægt er. Í bréfinu má sjá að óskað er eftir nauðsynjavörum á borð við kerti og eldspýtur, ýmis konar hreinlætisvörur á borð við sápur, þvottaefni og hreinsliklúta. Einnig er óskað eftir bleyjum, pelum og teppum. Þá er einnig óskað eftir eldsneyti, bæði gasi, bensíni og olíu. Akureyri er eina íslenska sveitarfélagið sem er aðili að Northern-forum samtöknum. Meginmarkmið þeirra er að stuðla að samvinnu héraða og sveitarfélaga á norðurslóðum. Akureyri Rússland Tengdar fréttir Norðurslóðamiðstöð verður á Akureyri Það dylst engum að málefni Norðurslóða vega stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðunni og líklega verða þau þungamiðja stjórnmálanna á þessari öld. Fyrir viku voru utanríkisráðherra færðar tillögur að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en í framhaldinu leggur ráðherra fram þingsályktunartillögu sem byggir á stefnunni. 25. mars 2021 15:31 Norðurlöndin vilja aukið samráð við Þýskaland á alþjóðavettvangi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi tekið mjög vel í það boð forsætisráðherra Norðurlandanna að stofna nýjan samráðsvettvang á milli landanna á alþjóðavettvangi. 20. ágúst 2019 17:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Reykjanesbæ og Bjarni til SA Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Sjá meira
Meðal annars er óskað eftir eldsneyti og fjármunum, en einnig einföldum nauðsynjavörum á borð við klósettpappír, tannkremi og tannburstum, sjampói og bleyjum. Bréfið barst bæjaryfirvöldum í þessum mánuði en fjallað var um það á fundi bæjarráðs í gær. Þar var Ásthildi bæjarstjóra falið að svara bréfinu. Í samtali við Vísi segir Ragnar Hólm Ragnarsson, aðstoðarmaður bæjarstjóra, að ekki sé búið að taka formlega afstöðu til beiðninnar en vilji sé fyrir hendi að bregðast við henni á einhvern hátt. Í bréfinu, sem lesa má hér, segir að alls 155 skógareldar geisi nú í héraðinu. Alls hafi 3,4 milljónir hektara brunnið og eldar séu farnir að kvikna ískyggilega nálægt íbúasvæðum. Eldunum hafi fylgt mikil eyðilegging sem hingað til hafi verið metin á um milljarð rúblna, um 1,7 milljarð króna. Vilja bleyju og pela, sápur og hreinsiklúta Í bréfinu segir að Northern Forum samtökin, sem stofnuð voru árið 1991, séu nú að hefja söfnun á hjálpargögnum til þess að bregðast við neyðarástandinu í Sakha-Yakutia. Verið sé að safna búnaði til að berjast við eldana sem og nauðsynjavörum, auk fjármuna ef hægt er. Í bréfinu má sjá að óskað er eftir nauðsynjavörum á borð við kerti og eldspýtur, ýmis konar hreinlætisvörur á borð við sápur, þvottaefni og hreinsliklúta. Einnig er óskað eftir bleyjum, pelum og teppum. Þá er einnig óskað eftir eldsneyti, bæði gasi, bensíni og olíu. Akureyri er eina íslenska sveitarfélagið sem er aðili að Northern-forum samtöknum. Meginmarkmið þeirra er að stuðla að samvinnu héraða og sveitarfélaga á norðurslóðum.
Akureyri Rússland Tengdar fréttir Norðurslóðamiðstöð verður á Akureyri Það dylst engum að málefni Norðurslóða vega stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðunni og líklega verða þau þungamiðja stjórnmálanna á þessari öld. Fyrir viku voru utanríkisráðherra færðar tillögur að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en í framhaldinu leggur ráðherra fram þingsályktunartillögu sem byggir á stefnunni. 25. mars 2021 15:31 Norðurlöndin vilja aukið samráð við Þýskaland á alþjóðavettvangi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi tekið mjög vel í það boð forsætisráðherra Norðurlandanna að stofna nýjan samráðsvettvang á milli landanna á alþjóðavettvangi. 20. ágúst 2019 17:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Reykjanesbæ og Bjarni til SA Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Sjá meira
Norðurslóðamiðstöð verður á Akureyri Það dylst engum að málefni Norðurslóða vega stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðunni og líklega verða þau þungamiðja stjórnmálanna á þessari öld. Fyrir viku voru utanríkisráðherra færðar tillögur að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en í framhaldinu leggur ráðherra fram þingsályktunartillögu sem byggir á stefnunni. 25. mars 2021 15:31
Norðurlöndin vilja aukið samráð við Þýskaland á alþjóðavettvangi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi tekið mjög vel í það boð forsætisráðherra Norðurlandanna að stofna nýjan samráðsvettvang á milli landanna á alþjóðavettvangi. 20. ágúst 2019 17:00