Bjarga ófleygum fýlsungum áður en það verður ekið á þá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. ágúst 2021 09:31 Á heimasíðu Fuglaverndar kemur m.a. fram að fýlsungar eru að yfirgefa hreiður frá lok águst fram í miðjan september. Þeir svífa frá syllunni sinni og ná oft ekki út í sjó og lenda þá á landi milli varpstöðva og sjávar. Eftir gott sumar er nú urmull af þeim í Mýrdalnum og vafalaust víðar. Fuglavernd/Daníel Bergmann Ragnheiður Blöndal og maður hennar, Sigurjón Halldór Birgisson, sem búa á Selfossi fór í gær og björguðu fimmtán fýlsungum úr vegköntum í kringum Vík í Mýrdal og komu þeim út á sjó. „Fýlsungar drepast í hrönnum vegna ökumanna sem hreinlega keyra mjög oft viljandi yfir þá, sorglegt en satt. Ég varð sjálf vitni af því í gær þegar við vorum að koma einum unga í kassa en þá kom ökumaður á fullri ferð og keyrði yfir annan unga. Ég er farin að hallast að því að sumir bílstjórar haldi að ungarnir sé fullvaxta særðir fuglar en unginn er mjög stór miðað við aldur eða næstum jafn stór fullvaxta fugli. Sama hvort það sé raunin eða ekki þá keyrir maður bara alls ekki viljandi á fugla, né nokkur önnur dýr, hvort sem þeir eru særðir eða ekki, það er hreint og klárt illvirki,“ segir Ragnheiður og bætir við. Einn af þeim fimmtán Fýlsungum, sem Ragnheiður og Sigurjón björguðu í gær og fóru með út á sjó.Aðsend „Margir veigra sér örugglega við að bjarga fýlsungum því þeir geta ælt lýsi sem er meðfætt varnarviðbragð hjá þeim. Ég segi það hér og nú að tveir af þessum fimmtán ungum ældu en bunurnar drifu mjög stutt og við sluppum alveg við þær, ég fann ekki einu sinni lykt.“ Ragnheiður og Sigurjón ætla í aðra ferð á morgun í kringum Vík og bjarga fleiri ungum og hvetja alla áhugasama að fara með þeim. Sigurjón að sleppa unga í gær.Aðsend „Já, við leggjum í hann um níu í fyrramálið og ég veit að það eru fleiri að fara á morgun og ekki endilega á sama tíma og við. En þetta brölt á ungunum stendur fram í miðjan september þannig ég mun örugglega líka fara næstu helgi og jafnvel helgina þar á eftir. Ég ætla líka að spjalla við þá hjá Vegagerðinni á mánudaginn með þá hugmynd að láta lækka hámarkshraða umferðar á meðan þetta tímabil gengur yfir, og þá bara markvissa á hverju ári“, segir Ragnheiður um leið og hún vill koma þessu á framfæri; „Já, það er eitt sem er kannski mikilvægt að komi fram ef fólk fer í björgunarleiðangur og það er að aðeins einn ungi má fara í hvern pappakassa, þeir geta annars ælt á hvorn annan og þá er voðinn vís fyrir þann sem verður fyrir spýjunni því þetta getur límt saman á þeim fjaðrirnar. Við vorum bara með fimm kassa í gær því við komum ekki fleiri í bílinn." Ragnheiður og Sigurjón hvetja fólk að koma með sér á morgun og bjarga fýlsungum en þeir liggja víða ófleygir með fram vegum eins og á milli Vík og Kirkjubæjarklausturs.Aðsend Árborg Fuglar Dýr Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
„Fýlsungar drepast í hrönnum vegna ökumanna sem hreinlega keyra mjög oft viljandi yfir þá, sorglegt en satt. Ég varð sjálf vitni af því í gær þegar við vorum að koma einum unga í kassa en þá kom ökumaður á fullri ferð og keyrði yfir annan unga. Ég er farin að hallast að því að sumir bílstjórar haldi að ungarnir sé fullvaxta særðir fuglar en unginn er mjög stór miðað við aldur eða næstum jafn stór fullvaxta fugli. Sama hvort það sé raunin eða ekki þá keyrir maður bara alls ekki viljandi á fugla, né nokkur önnur dýr, hvort sem þeir eru særðir eða ekki, það er hreint og klárt illvirki,“ segir Ragnheiður og bætir við. Einn af þeim fimmtán Fýlsungum, sem Ragnheiður og Sigurjón björguðu í gær og fóru með út á sjó.Aðsend „Margir veigra sér örugglega við að bjarga fýlsungum því þeir geta ælt lýsi sem er meðfætt varnarviðbragð hjá þeim. Ég segi það hér og nú að tveir af þessum fimmtán ungum ældu en bunurnar drifu mjög stutt og við sluppum alveg við þær, ég fann ekki einu sinni lykt.“ Ragnheiður og Sigurjón ætla í aðra ferð á morgun í kringum Vík og bjarga fleiri ungum og hvetja alla áhugasama að fara með þeim. Sigurjón að sleppa unga í gær.Aðsend „Já, við leggjum í hann um níu í fyrramálið og ég veit að það eru fleiri að fara á morgun og ekki endilega á sama tíma og við. En þetta brölt á ungunum stendur fram í miðjan september þannig ég mun örugglega líka fara næstu helgi og jafnvel helgina þar á eftir. Ég ætla líka að spjalla við þá hjá Vegagerðinni á mánudaginn með þá hugmynd að láta lækka hámarkshraða umferðar á meðan þetta tímabil gengur yfir, og þá bara markvissa á hverju ári“, segir Ragnheiður um leið og hún vill koma þessu á framfæri; „Já, það er eitt sem er kannski mikilvægt að komi fram ef fólk fer í björgunarleiðangur og það er að aðeins einn ungi má fara í hvern pappakassa, þeir geta annars ælt á hvorn annan og þá er voðinn vís fyrir þann sem verður fyrir spýjunni því þetta getur límt saman á þeim fjaðrirnar. Við vorum bara með fimm kassa í gær því við komum ekki fleiri í bílinn." Ragnheiður og Sigurjón hvetja fólk að koma með sér á morgun og bjarga fýlsungum en þeir liggja víða ófleygir með fram vegum eins og á milli Vík og Kirkjubæjarklausturs.Aðsend
Árborg Fuglar Dýr Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira