Óttast hvorki dóm sögunnar né kjósenda Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2021 11:24 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur staðið í ströngu í kórónuveirufaraldrinum. Hún sagði í ræðu sinni að það hafi verið heiður að vera forsætisráðherra á þessum krefjandi tímum. Steinþór Rafn Matthíasson Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagðist ekki óttast dóm sögunnar um aðgerðir ríkisstjórnar hennar á kjörtímabilinu í ræðu á landsfundi flokksins í morgun. Þá sagðist hún ekki hafa áhyggjur ef kórónuveirufaraldurinn verður að kosningamáli. Þegar mánuður er til Alþingiskosninga fór Katrín yfir farinn veg í ræðu við upphaf landsfundarins í morgun. Fundurinn fór fram rafrænt vegna kórónuveirufaraldursins. Varði ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk á kjörtímabilinu. „Undir forystu okkar í ríkisstjórn höfum við innleitt þrepaskipt skattkerfi, lengt fæðingarorlof, hækkað barnabætur, styrkt almenna íbúðakerfið, innleitt ný hlutdeildarlán, dregið úr skerðingum hjá eldri borgurum og öryrkjum, stytt vinnuvikuna, lækkað kostnað sjúklinga og styrkt opinbera heilbrigðiskerfið. Þessu höfum við ekki aðeins lofað, því það er auðvelt að lofa, við beinlínis gerðum það,“ sagði Katrín þegar hún svaraði eigin spurningu um hverju þau hefðu náð fram með því að taka þátt í að stjórna samfélaginu. Þá væri ríkisstjórn hennar sú fyrsta til að setja fram raunhæfa og fjármagnaða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og stíga raunveruleg skref til að fjármagna uppbyggingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Sköpuðu grunn að kraftmikilli viðspyrnu Kórónuveirufaraldurinn var einnig fyrirferðarmikill í máli Katrínar. Í upphafi síðasta árs hafi verið ófyrirséð að líf og störf allra yrðu undirlögð af faraldrinum næstu mánuði og misseri. Sagði hún engan þjóðarleiðtoga óska sé að lenda í heimsfaraldri sem hefði haft ótrúlegar afleiðingar á samfélagið allt. Leiðarljós íslenskra stjórnvalda hafi frá upphafi verið annars vegar að vernda líf og heilsu landsmanna og lágmarka samfélagslegar og efnahagslegar afleiðingar faraldursins. Oft hafi verið beitt hörðum ráðstöfunum þó að sjaldan hafi þær verið eins strangar og víða annars staðar. Niðurstaðan sé að Ísland sé í hópi ríkja þar sem hvað fæst dauðsföll hafa orðið í faraldrinum og þar sem hvað hæst hlutfall landsmanna sé bólusett. Ræddi Katrín um aðgerðirnar sem ríkisstjórn hennar réðst í til að vega upp á móti félagslegum og efnahagslegum afleiðingum faraldursins: hækkun atvinnuleysis- og barnabóta, hlutabótaleiðin, lokunarstytkri, tekjufallsstyrkir og viðspyrnustyrkir. Þessar aðgerðir sagði Katrín að hefðu skapað grunn fyrir kraftmikla samfélagslega og efnahagslega viðspyrnu. Atvinnuleysi hafi gengið hraðar niður en nokkur þorði að vona. „Ég er ekki hrædd við dóm sögunnar í þessum efnum – ég er sannfærð um að hann verður sá að Ísland hafi staðið vaktina í þágu fólksins í landinu. Ef heimsfaraldur kórónuveiru verður kosningamál hef ég engar áhyggjur, fólkið í landinu veit að við höfum staðið með því,“ sagði formaðurinn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira
Þegar mánuður er til Alþingiskosninga fór Katrín yfir farinn veg í ræðu við upphaf landsfundarins í morgun. Fundurinn fór fram rafrænt vegna kórónuveirufaraldursins. Varði ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk á kjörtímabilinu. „Undir forystu okkar í ríkisstjórn höfum við innleitt þrepaskipt skattkerfi, lengt fæðingarorlof, hækkað barnabætur, styrkt almenna íbúðakerfið, innleitt ný hlutdeildarlán, dregið úr skerðingum hjá eldri borgurum og öryrkjum, stytt vinnuvikuna, lækkað kostnað sjúklinga og styrkt opinbera heilbrigðiskerfið. Þessu höfum við ekki aðeins lofað, því það er auðvelt að lofa, við beinlínis gerðum það,“ sagði Katrín þegar hún svaraði eigin spurningu um hverju þau hefðu náð fram með því að taka þátt í að stjórna samfélaginu. Þá væri ríkisstjórn hennar sú fyrsta til að setja fram raunhæfa og fjármagnaða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og stíga raunveruleg skref til að fjármagna uppbyggingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Sköpuðu grunn að kraftmikilli viðspyrnu Kórónuveirufaraldurinn var einnig fyrirferðarmikill í máli Katrínar. Í upphafi síðasta árs hafi verið ófyrirséð að líf og störf allra yrðu undirlögð af faraldrinum næstu mánuði og misseri. Sagði hún engan þjóðarleiðtoga óska sé að lenda í heimsfaraldri sem hefði haft ótrúlegar afleiðingar á samfélagið allt. Leiðarljós íslenskra stjórnvalda hafi frá upphafi verið annars vegar að vernda líf og heilsu landsmanna og lágmarka samfélagslegar og efnahagslegar afleiðingar faraldursins. Oft hafi verið beitt hörðum ráðstöfunum þó að sjaldan hafi þær verið eins strangar og víða annars staðar. Niðurstaðan sé að Ísland sé í hópi ríkja þar sem hvað fæst dauðsföll hafa orðið í faraldrinum og þar sem hvað hæst hlutfall landsmanna sé bólusett. Ræddi Katrín um aðgerðirnar sem ríkisstjórn hennar réðst í til að vega upp á móti félagslegum og efnahagslegum afleiðingum faraldursins: hækkun atvinnuleysis- og barnabóta, hlutabótaleiðin, lokunarstytkri, tekjufallsstyrkir og viðspyrnustyrkir. Þessar aðgerðir sagði Katrín að hefðu skapað grunn fyrir kraftmikla samfélagslega og efnahagslega viðspyrnu. Atvinnuleysi hafi gengið hraðar niður en nokkur þorði að vona. „Ég er ekki hrædd við dóm sögunnar í þessum efnum – ég er sannfærð um að hann verður sá að Ísland hafi staðið vaktina í þágu fólksins í landinu. Ef heimsfaraldur kórónuveiru verður kosningamál hef ég engar áhyggjur, fólkið í landinu veit að við höfum staðið með því,“ sagði formaðurinn.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira