Flugumferðarstjórar semja og aflýsa verkfalli Eiður Þór Árnason skrifar 28. ágúst 2021 19:40 Ríkissáttasemjari auk fulltrúa Isavia og Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Ríkissáttasemjari Félag íslenskra flugumferðarstjóra skrifaði í dag undir nýjan kjarasamning við Isavia og hefur aflýst verkföllum sem voru fyrirhuguð voru í næstu viku. Kjarasamningurinn gildir til 1. október 2023 en haldnir hafa verið átján fundir í deilunni hjá ríkissáttasemjara. Stóð síðasti samningafundurinn í 27 klukkustundir með fundarhléi frá klukkan 4 til 11 í morgun. Frá þessu er greint á vef ríkissáttasemjara en flugumferðarstjórar boðuðu til verkfalls síðasta þriðjudag eftir árangurslausan sáttafund. Mikill meirihluti félagsmanna innan Félags íslenskra flugumferðarstjóra studdu verkfallsboðunina og ætluðu þeir að leggja niður störf næsta þriðjudag og föstudag. Fulltrúar ferðaþjónustunnar höfðu lýst yfir áhyggjum af stöðunni en vinnustöðvunin hefði sett millilandaflug á Keflavíkurflugvelli úr skorðum. Birgir Jónsson, forstjóri Play, sagði á dögunum að verkföll væru það síðasta sem ferðaþjónustan og flugiðnaður landsins þyrfti ofan í glímuna við áhrif heimsfaraldurs. Til stóð að efna til fyrri vinnustöðvunarinnar á milli klukkan fimm og tíu á þriðjudagsmorgun og hefði hún fyrst og fremst haft áhrif á morgunflug Icelandair frá Bandaríkjunum. Boðuðu síðast til vinnustöðvunar árið 2019 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á þriðjudag að ekki væri talið tilefni til að grípa inn í kjaradeiluna. Það væri þó alvarlegt hversu oft verkfallsréttinum væri beitt á Íslandi miðað við það sem tíðkaðist víða annars staðar. Félag íslenskra flugumferðarstjóra boðaði síðast til vinnustöðvunar árið 2019 en náðu samningum áður en til hennar kom. Þá var samið um sautján þúsund króna hækkun 1. janúar 2020 og átján þúsund króna hækkun 1. apríl 2020. Að aukið var samið um að félagið myndi skuldbinda sig til að grípa ekki til vinnustöðvana í skiptum fyrir sérstakt álag sem nam 4,5 prósentum af launum. Kjarasamningurinn féll úr gildi um síðustu áramót og boðað var til vinnustöðvunar eftir um sex mánaða kjaraviðræður. Arnar Hjálmsson, formaður félagsins, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni að viðræðurnar hafi strandað á launaprósentum og ákvæðum um lengd samningstíma. Fréttir af flugi Kjaramál Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Það síðasta sem við þurfum núna“ „Það er auðvitað það síðasta sem við þurfum núna, að sjá mikla röskun á flugstarfseminni, og þess vegna hlýtur maður bara að binda vonir við að aðilar haldi áfram að tala saman,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra á þriðjudag. 24. ágúst 2021 22:00 Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23. ágúst 2021 12:02 Millilandaflug fer úr skorðum Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug. 24. ágúst 2021 11:48 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Kjarasamningurinn gildir til 1. október 2023 en haldnir hafa verið átján fundir í deilunni hjá ríkissáttasemjara. Stóð síðasti samningafundurinn í 27 klukkustundir með fundarhléi frá klukkan 4 til 11 í morgun. Frá þessu er greint á vef ríkissáttasemjara en flugumferðarstjórar boðuðu til verkfalls síðasta þriðjudag eftir árangurslausan sáttafund. Mikill meirihluti félagsmanna innan Félags íslenskra flugumferðarstjóra studdu verkfallsboðunina og ætluðu þeir að leggja niður störf næsta þriðjudag og föstudag. Fulltrúar ferðaþjónustunnar höfðu lýst yfir áhyggjum af stöðunni en vinnustöðvunin hefði sett millilandaflug á Keflavíkurflugvelli úr skorðum. Birgir Jónsson, forstjóri Play, sagði á dögunum að verkföll væru það síðasta sem ferðaþjónustan og flugiðnaður landsins þyrfti ofan í glímuna við áhrif heimsfaraldurs. Til stóð að efna til fyrri vinnustöðvunarinnar á milli klukkan fimm og tíu á þriðjudagsmorgun og hefði hún fyrst og fremst haft áhrif á morgunflug Icelandair frá Bandaríkjunum. Boðuðu síðast til vinnustöðvunar árið 2019 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á þriðjudag að ekki væri talið tilefni til að grípa inn í kjaradeiluna. Það væri þó alvarlegt hversu oft verkfallsréttinum væri beitt á Íslandi miðað við það sem tíðkaðist víða annars staðar. Félag íslenskra flugumferðarstjóra boðaði síðast til vinnustöðvunar árið 2019 en náðu samningum áður en til hennar kom. Þá var samið um sautján þúsund króna hækkun 1. janúar 2020 og átján þúsund króna hækkun 1. apríl 2020. Að aukið var samið um að félagið myndi skuldbinda sig til að grípa ekki til vinnustöðvana í skiptum fyrir sérstakt álag sem nam 4,5 prósentum af launum. Kjarasamningurinn féll úr gildi um síðustu áramót og boðað var til vinnustöðvunar eftir um sex mánaða kjaraviðræður. Arnar Hjálmsson, formaður félagsins, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni að viðræðurnar hafi strandað á launaprósentum og ákvæðum um lengd samningstíma.
Fréttir af flugi Kjaramál Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Það síðasta sem við þurfum núna“ „Það er auðvitað það síðasta sem við þurfum núna, að sjá mikla röskun á flugstarfseminni, og þess vegna hlýtur maður bara að binda vonir við að aðilar haldi áfram að tala saman,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra á þriðjudag. 24. ágúst 2021 22:00 Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23. ágúst 2021 12:02 Millilandaflug fer úr skorðum Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug. 24. ágúst 2021 11:48 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
„Það síðasta sem við þurfum núna“ „Það er auðvitað það síðasta sem við þurfum núna, að sjá mikla röskun á flugstarfseminni, og þess vegna hlýtur maður bara að binda vonir við að aðilar haldi áfram að tala saman,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra á þriðjudag. 24. ágúst 2021 22:00
Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23. ágúst 2021 12:02
Millilandaflug fer úr skorðum Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug. 24. ágúst 2021 11:48