Þá segir hún að þeir sem hafa vakið athygli á kynferðisofbeldis innan sambandsins verði einnig beðnir afsökunnar.
Klara segir KSÍ munu fara í breytingar til að bæta það hvernig KSÍ tekur á kynferðisbrotamálum. Hún segir skoðað hvort starfshópi verði komið á laggirnar til að móta stefnu sambandsins.
Hún segir stjórn sambandsins hafa fundað frá því í morgun. Hún og Guðni Bergsson hafi vikið af fundinum. Guðni hafi svo farið aftur inn á fundinn og henni tilkynnt um afsögn hans að fundinum loknum.
Klara segist ekki hafa horft á þátt Kastljóss þar sem Guðni Bergsson fullyrti að engin kynferðisbrotamál hefðu komið inn á borð sambandsins í stjórnartíð hans. Hún hafi verið orðin fjölmiðlaþreytt og hafi enn ekki horft á Kastljóssþáttinn í heild sinni.
Hún geti því ekki tjáð sig um hvort Guðni hafi komið heiðarlega fram í þættinum. KSÍ hafi þá ekki haft allar upplýsingar sem sambandið hefur nú.
Klara segir umbótaferli vera hafið og að það verði í höndum aðila utan sambandsins. Sambandið sjálft muni einbeita sér að skipulagi næstu heimaleikjalotu sem hefst á fimmtudag.
Viðtalið við Klöru í heild má sjá að neðan.