Rúmenski miðillinn Gazeta Sporturilor fjallar meðal annars um hneykslið og segir frá því að Guðni Bergsson hafi hætt sem formaður KSÍ eftir að hafa verið sakaður um að leyna upplýsingum um áreitni og kynferðisbrot leikmanna.

Gazeta segir frá því að einn lykilmanna íslenska liðsins hafi þurft að víkja sæti úr hópnum sem mætir Rúmeníu á fimmtudaginn. Það sé vegna árásar á ungan konu í september árið 2017. Eins og fram hefur komið er sá leikmaður Kolbeinn Sigþórsson og ákvað stjórn KSÍ að hann yrði ekki í landsliðshópnum.
Miðillinn Pro Sport fjallar einnig um málið og veltir upp þeirri spurningu hvort að Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður Cluj í Rúmeníu, hafi verið rekinn úr íslenska hópnum. Í yfirlýsingu frá KSÍ segir að Rúnar hafi dregið sig úr hópnum vegna meiðsla og af persónulegum ástæðum.