Íslenskur sendifulltrúi til starfa á Haítí Heimsljós 31. ágúst 2021 11:08 Ágústa Hjördís á leiðinni til Haítí. Rauði krossinn Starf Ágústu Hjördísar mun felast í að huga að heilsu og öryggi þess starfsfólks sem sinnir hjálparstörfum á Haíti. „Ferðin leggst vel í mig og þótt fyrirvarinn sé skammur hefur undirbúningurinn gengið hratt og vel. Verkefni sendifulltrúa eru spennandi og gefandi en auðvitað ekki síst krefjandi enda aðstæður oft erfiðar,“ segir Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, sendifulltrúi Rauða krossins, sem heldur í dag af stað til Haítí. Þar starfar hún í neyðarteymi alþjóðaráðs Rauða krossins (IFRC Rapid Response Team) í kjölfar jarðskjálftans sem reið þar yfir fyrr í mánuðinum. Starf Ágústu Hjördísar mun felast í að huga að heilsu og öryggi þess starfsfólks sem sinnir hjálparstörfum á Haíti en gert er ráð fyrir að dvöl hennar standi í að minnsta kosti einn mánuð. Ágústa Hjördís að störfum í Nepal árið 2015Rauði krossinn Ágústa Hjördís lauk prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og hlaut sérþjálfun í bráðahjúkrun á Landspítalanum. Þá er hún með meistaragráðu í bráðahjúkrun frá University of California í San Francisco og hefur lokið diplómanámi í þróunarfræðum frá Háskóla Íslands. Ágústa Hjördís lauk IMPACT sendifulltrúanámskeiði Rauða krossins árið 2012 og hefur síðan þá farið í tvær sendiferðir. Fyrri ferðin var til Nepal árið 2015 þar sem hún starfaði á vettvangssjúkrahúsi og tveimur árum síðar starfaði hún svo í tjaldsjúkrahúsi í Cox Bazar í Bangladess. „Það eru auðvitað engar tvær sendiferðir eins og erfitt að spá fyrir um það sem koma skal svo þetta er svolítið spurning um að taka því sem að höndum ber og gera sitt besta hverju sinni,“ er haft eftir Ágústu Hjördísi í frétt á vef Rauða krossins á Íslandi. Þar er henni einnig óskað góðrar ferðar og góðs gengis í þeim krefjandi verkefnum sem framundan eru. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Haítí Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent
„Ferðin leggst vel í mig og þótt fyrirvarinn sé skammur hefur undirbúningurinn gengið hratt og vel. Verkefni sendifulltrúa eru spennandi og gefandi en auðvitað ekki síst krefjandi enda aðstæður oft erfiðar,“ segir Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, sendifulltrúi Rauða krossins, sem heldur í dag af stað til Haítí. Þar starfar hún í neyðarteymi alþjóðaráðs Rauða krossins (IFRC Rapid Response Team) í kjölfar jarðskjálftans sem reið þar yfir fyrr í mánuðinum. Starf Ágústu Hjördísar mun felast í að huga að heilsu og öryggi þess starfsfólks sem sinnir hjálparstörfum á Haíti en gert er ráð fyrir að dvöl hennar standi í að minnsta kosti einn mánuð. Ágústa Hjördís að störfum í Nepal árið 2015Rauði krossinn Ágústa Hjördís lauk prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og hlaut sérþjálfun í bráðahjúkrun á Landspítalanum. Þá er hún með meistaragráðu í bráðahjúkrun frá University of California í San Francisco og hefur lokið diplómanámi í þróunarfræðum frá Háskóla Íslands. Ágústa Hjördís lauk IMPACT sendifulltrúanámskeiði Rauða krossins árið 2012 og hefur síðan þá farið í tvær sendiferðir. Fyrri ferðin var til Nepal árið 2015 þar sem hún starfaði á vettvangssjúkrahúsi og tveimur árum síðar starfaði hún svo í tjaldsjúkrahúsi í Cox Bazar í Bangladess. „Það eru auðvitað engar tvær sendiferðir eins og erfitt að spá fyrir um það sem koma skal svo þetta er svolítið spurning um að taka því sem að höndum ber og gera sitt besta hverju sinni,“ er haft eftir Ágústu Hjördísi í frétt á vef Rauða krossins á Íslandi. Þar er henni einnig óskað góðrar ferðar og góðs gengis í þeim krefjandi verkefnum sem framundan eru. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Haítí Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent