Ganga óbundin til kosninga en myndu skoða áframhaldandi samstarf fyrst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2021 22:31 Formennirnir þrír virðast sammála um að skoða möguleikann á áframhaldandi samstarfi, falli atkvæði á þann veg að ríkisstjórnin haldi velli. Vísir/Vilhelm Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, segjast allir ganga óbundnir til kosninga. Þeir eru þó sammála um að eðlilegt væri að ræða möguleikann á áframhaldandi stjórnarsamstarfi, fari svo að ríkisstjórnin haldi velli í komandi þingkosningum. Þetta kom fram í kappræðum flokkanna sem í framboði eru til Alþingis, sem fram fóru á RÚV nú í kvöld. Þar voru formennirnir þrír spurðir út í þau orð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, að það væri óopinbert leyndarmál að stjórnarflokkarnir þrír væru í kosningabandalagi. „Það er alls ekki rétt, og ekki verið rætt af neinni alvöru á nokkrum tímapunkti,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Hann sagðist þó þeirrar skoðunar að það væri einkennilegt ef ríkisstjórnin héldi meirihluta en settist ekki niður og léti á það reyna hvort hún gæti náð saman. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, benti á að ríkisstjórnin væri sú fyrsta sem skipuð væri þremur flokkum og hefði klárað heilt kjörtímabil. Hún sagði ríkisstjórnina hafa notið stuðnings almennings í gegnum allt kjörtímabilið. Stuðnings sem væri meiri en stuðningur við flokkana hvern í sínu lagi. Það teldi hún til marks um að ríkisstjórnin sé á réttri leið. VG myndi þó ganga til kosninga á grundvelli málefnastöðu flokksins. „Ef við höldum meirihluta, þá er að sjálfsögðu eðlilegt að við tölum saman en við göngum, eins og ég segi, algjörlega óbundin til kosninga og horfum bara á það hvaða málefnalega árangri við getum náð fyrir Ísland á næsta kjörtímabili,“ sagði Katrín. Undir þetta tók Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarmálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Það væri ekkert launungarmál að hans flokkur væri ánægður með ríkisstjórnarsamstarfið, sem hann sagði hafa gengið vel. „Ef ríkisstjórnin heldur velli, þá væri það eitthvað skrýtið ef við myndum ekki hefja samtalið þar. En við göngum óbundin til kosninga,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Þetta kom fram í kappræðum flokkanna sem í framboði eru til Alþingis, sem fram fóru á RÚV nú í kvöld. Þar voru formennirnir þrír spurðir út í þau orð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, að það væri óopinbert leyndarmál að stjórnarflokkarnir þrír væru í kosningabandalagi. „Það er alls ekki rétt, og ekki verið rætt af neinni alvöru á nokkrum tímapunkti,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Hann sagðist þó þeirrar skoðunar að það væri einkennilegt ef ríkisstjórnin héldi meirihluta en settist ekki niður og léti á það reyna hvort hún gæti náð saman. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, benti á að ríkisstjórnin væri sú fyrsta sem skipuð væri þremur flokkum og hefði klárað heilt kjörtímabil. Hún sagði ríkisstjórnina hafa notið stuðnings almennings í gegnum allt kjörtímabilið. Stuðnings sem væri meiri en stuðningur við flokkana hvern í sínu lagi. Það teldi hún til marks um að ríkisstjórnin sé á réttri leið. VG myndi þó ganga til kosninga á grundvelli málefnastöðu flokksins. „Ef við höldum meirihluta, þá er að sjálfsögðu eðlilegt að við tölum saman en við göngum, eins og ég segi, algjörlega óbundin til kosninga og horfum bara á það hvaða málefnalega árangri við getum náð fyrir Ísland á næsta kjörtímabili,“ sagði Katrín. Undir þetta tók Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarmálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Það væri ekkert launungarmál að hans flokkur væri ánægður með ríkisstjórnarsamstarfið, sem hann sagði hafa gengið vel. „Ef ríkisstjórnin heldur velli, þá væri það eitthvað skrýtið ef við myndum ekki hefja samtalið þar. En við göngum óbundin til kosninga,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum