Sífellt fleiri fórnarlömb landsliðsmanna leita til Þórhildar sem vill að Klara víki Eiður Þór Árnason skrifar 1. september 2021 07:00 „Ég vona bara að þetta hafi sýnt okkur sem samfélag að við þurfum að fara að trúa þolendum þegar þeir stíga fram,“ segir Þórhildur Gyða Arnarsdóttir. Samsett Mikið hefur gengið á í íslensku íþróttalífi á þeim fjórum dögum sem liðnir eru frá því að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá ofbeldi af hálfu landsliðsmanns. Eftir maraþonfundi í Laugardalnum bárust þær fregnir úr höfuðstöðvum KSÍ á sunnudag að Guðni Bergsson væri hættur sem formaður, þremur dögum eftir að hann sagði enga tilkynningu um kynferðisbrot hafi borist sambandinu. Seint á mánudag var svo tilkynnt að stjórn KSÍ væri á leið út. „Ég var ekki að búast við neinu af því sem gerðist. Ég í rauninni fékk bara nóg eftir þetta Kastljósviðtal, mér leið eins og það væri verið að kalla mig og fjölskylduna mína lygara af því að við höfum sagt fólki frá því sem ég hef lent í og að Guðni Bergsson hafi haft samband eftir að pabbi minn sendi á hann,“ segir Þórhildur en Guðni baðst síðar afsökunar á ummælum sínum og sagðist hafa misminnt. Þórhildur hafði litla trú á því að hlustað yrði á kröfur hennar og fleiri um afsögn formanns og stjórnar. Þetta gerðist allt mjög hratt eftir að ég stíg fram. Það tók smá tíma að meðtaka að þetta hafi í alvörunni gerst og að þetta hafi haft svona mikil áhrif. Mál Þórhildar kom fram í kjölfar háværar umræðu um viðbrögð KSÍ í kynferðisafbrotamálum. Þórhildur greindi frá því á laugardag að hún vissi til þess að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta hafi verið sakaðir um ofbeldi. Hún segir að enn fleiri hafi sett sig í samband við hana á síðustu dögum og ofbeldissögurnar séu nú orðnar vel yfir tíu. Allar þeirra tengist landsliðsmönnum í íslenska karlalandsliðinu. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, hefur harðlega gagnrýnt stjórnendur KSÍ fyrir viðbrögð sín í kynferðisafbrotamálum og sakað þá um að reyna að hylma yfir mál.Vísir Einnig vísar Þórhildur til ummæla Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur kynjafræðings sem sagði á mánudag að hún hafi heyrt um tuttugu frásagnir af ofbeldi sem tengist ýmist landsliðsmönnum eða öðrum sem hafi starfað í umboði KSÍ. Segir Klöru vera hluti af vandanum Þórhildur er ánægð með að Guðni og stjórn KSÍ hafi tekið ábyrgð og ákveðið að stíga til hliðar en kallar eindregið eftir því að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, láti einnig af störfum hjá sambandinu. „Það er augljóst að hún þarf að víkja miðað við hennar viðbrögð og hennar tal í fjölmiðlum. Á einum tímapunkti vissi hún ekkert af mínu máli en daginn eftir vissi hún allt í einu af því. Þá var ég búin að sýna fram á það tveimur dögum áður að hún hafi fengið tölvupóstinn,“ segir Þórhildur og vísar til tölvupósts sem faðir hennar sendi á starfsmenn KSÍ árið 2018 þar sem hann greinir frá kæru Þórhildar á hendur Kolbeini Sigþórssyni, liðsmanni landsliðsins. Hún er búin að starfa þarna í 27 ár og að mínu mati er hún hluti af þessari nauðgunarmenningu og gerendameðvirkni sem hefur ríkt innan KSÍ, sérstaklega þar sem hún hefur starfað þarna svona lengi. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hyggst starfa áfram hjá sambandinu eftir brotthvarf formanns og stjórnar. Stjórn Íslensks toppfótbolta hefur meðal annars farið fram á afsögn hennar. Vísir/Sigurjón Samfélagið þurfi að trúa þolendum Þórhildur segist vera mjög þakklát fyrir þann mikla meðbyr og stuðning sem hún hafi fundið eftir að hún steig fram. „Það er ekki rosalega algengt að þolendum sé trúað eins og við kannski vitum, þannig að ég á engin orð yfir þakklætið sem ég finn fyrir. Ég vona bara að þetta hafi sýnt okkur sem samfélag að við þurfum að fara að trúa þolendum þegar þeir stíga fram.“ „Þolendurnir sem stíga fram þurfa helst að vera þrjátíu eða fjörutíu til þess að við hlustum eða trúum, sem er auðvitað fáránlegt. Það er ógeðslegt að það sé það sem við sem samfélag séum að biðja um, að þurfi að vera nógu margar.“ Mikilvægt að upplifa sig ekki einan Þórhildur óskar þess að atburðarás síðustu daga eigi eftir að hafa víðtækari áhrif og leiða til breytinga í íslensku samfélagi. „Ég vona að við munum færa okkur lengra frá þessari nauðgunarmenningu og gerendameðvirkni sem ríkir því miður í samfélaginu okkar og er ástæðan fyrir því að hún grasserar í ýmsum stofnunum og jafnvel fyrirtækjum. Maður veit í raun og veru ekki hvar hún liggur en mig grunar að hún sé á mun fleiri stöðum en við gerum okkur grein fyrir.“ Hún leggur að lokum áherslu á að það skipti mjög miklu máli fyrir brotaþola að upplifa að þeir séu ekki einir. Það er oft tilfinning sem þolendur finna fyrir, að þeir séu bara aleinir í heiminum, það trúi þeim enginn og það standi enginn með þeim. Það er eitthvað sem við þurfum að útrýma, við þurfum að útrýma þeirri tilfinningu og veita þolendum öruggt rými til að stíga fram og segja frá. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óska eftir svigrúmi fyrir knattspyrnuhreyfinguna Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íslenskur toppfótbolti og Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir því að knattspyrnuhreyfingin á Íslandi fái svigrúm til þess að framfylgja aðgerðaráætlun sem samþykkt var á fundi stjórnar KSÍ í gær. 31. ágúst 2021 23:38 Óttast að FIFA taki yfir stjórn KSÍ ef Klara stígur til hliðar Meðlimir stjórnar Knattspyrnusambands Íslands, sem sagði af sér í gær og boðaði til aukaþings þar sem ný stjórn verður kjörin, hefur varist allra frétta af framgangi mála innan sambandsins í dag. Stjórnin óttast að FIFA taki yfir stjórn sambandsins, verði framkvæmdastjóranum vikið úr starfi. 31. ágúst 2021 19:11 Segir tilkynningu um hópnauðgun hafa komið inn á borð KSÍ KSÍ hefur til meðferðar tilkynningu um hópnauðgun. Þetta kom fram í máli Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í tíufréttum RÚV í kvöld þegar hún var spurð hvort mál Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur væri eina kynferðisafbrotamálið sem hún vissi af á borði sambandsins. 30. ágúst 2021 23:36 Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Eftir maraþonfundi í Laugardalnum bárust þær fregnir úr höfuðstöðvum KSÍ á sunnudag að Guðni Bergsson væri hættur sem formaður, þremur dögum eftir að hann sagði enga tilkynningu um kynferðisbrot hafi borist sambandinu. Seint á mánudag var svo tilkynnt að stjórn KSÍ væri á leið út. „Ég var ekki að búast við neinu af því sem gerðist. Ég í rauninni fékk bara nóg eftir þetta Kastljósviðtal, mér leið eins og það væri verið að kalla mig og fjölskylduna mína lygara af því að við höfum sagt fólki frá því sem ég hef lent í og að Guðni Bergsson hafi haft samband eftir að pabbi minn sendi á hann,“ segir Þórhildur en Guðni baðst síðar afsökunar á ummælum sínum og sagðist hafa misminnt. Þórhildur hafði litla trú á því að hlustað yrði á kröfur hennar og fleiri um afsögn formanns og stjórnar. Þetta gerðist allt mjög hratt eftir að ég stíg fram. Það tók smá tíma að meðtaka að þetta hafi í alvörunni gerst og að þetta hafi haft svona mikil áhrif. Mál Þórhildar kom fram í kjölfar háværar umræðu um viðbrögð KSÍ í kynferðisafbrotamálum. Þórhildur greindi frá því á laugardag að hún vissi til þess að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta hafi verið sakaðir um ofbeldi. Hún segir að enn fleiri hafi sett sig í samband við hana á síðustu dögum og ofbeldissögurnar séu nú orðnar vel yfir tíu. Allar þeirra tengist landsliðsmönnum í íslenska karlalandsliðinu. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, hefur harðlega gagnrýnt stjórnendur KSÍ fyrir viðbrögð sín í kynferðisafbrotamálum og sakað þá um að reyna að hylma yfir mál.Vísir Einnig vísar Þórhildur til ummæla Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur kynjafræðings sem sagði á mánudag að hún hafi heyrt um tuttugu frásagnir af ofbeldi sem tengist ýmist landsliðsmönnum eða öðrum sem hafi starfað í umboði KSÍ. Segir Klöru vera hluti af vandanum Þórhildur er ánægð með að Guðni og stjórn KSÍ hafi tekið ábyrgð og ákveðið að stíga til hliðar en kallar eindregið eftir því að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, láti einnig af störfum hjá sambandinu. „Það er augljóst að hún þarf að víkja miðað við hennar viðbrögð og hennar tal í fjölmiðlum. Á einum tímapunkti vissi hún ekkert af mínu máli en daginn eftir vissi hún allt í einu af því. Þá var ég búin að sýna fram á það tveimur dögum áður að hún hafi fengið tölvupóstinn,“ segir Þórhildur og vísar til tölvupósts sem faðir hennar sendi á starfsmenn KSÍ árið 2018 þar sem hann greinir frá kæru Þórhildar á hendur Kolbeini Sigþórssyni, liðsmanni landsliðsins. Hún er búin að starfa þarna í 27 ár og að mínu mati er hún hluti af þessari nauðgunarmenningu og gerendameðvirkni sem hefur ríkt innan KSÍ, sérstaklega þar sem hún hefur starfað þarna svona lengi. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hyggst starfa áfram hjá sambandinu eftir brotthvarf formanns og stjórnar. Stjórn Íslensks toppfótbolta hefur meðal annars farið fram á afsögn hennar. Vísir/Sigurjón Samfélagið þurfi að trúa þolendum Þórhildur segist vera mjög þakklát fyrir þann mikla meðbyr og stuðning sem hún hafi fundið eftir að hún steig fram. „Það er ekki rosalega algengt að þolendum sé trúað eins og við kannski vitum, þannig að ég á engin orð yfir þakklætið sem ég finn fyrir. Ég vona bara að þetta hafi sýnt okkur sem samfélag að við þurfum að fara að trúa þolendum þegar þeir stíga fram.“ „Þolendurnir sem stíga fram þurfa helst að vera þrjátíu eða fjörutíu til þess að við hlustum eða trúum, sem er auðvitað fáránlegt. Það er ógeðslegt að það sé það sem við sem samfélag séum að biðja um, að þurfi að vera nógu margar.“ Mikilvægt að upplifa sig ekki einan Þórhildur óskar þess að atburðarás síðustu daga eigi eftir að hafa víðtækari áhrif og leiða til breytinga í íslensku samfélagi. „Ég vona að við munum færa okkur lengra frá þessari nauðgunarmenningu og gerendameðvirkni sem ríkir því miður í samfélaginu okkar og er ástæðan fyrir því að hún grasserar í ýmsum stofnunum og jafnvel fyrirtækjum. Maður veit í raun og veru ekki hvar hún liggur en mig grunar að hún sé á mun fleiri stöðum en við gerum okkur grein fyrir.“ Hún leggur að lokum áherslu á að það skipti mjög miklu máli fyrir brotaþola að upplifa að þeir séu ekki einir. Það er oft tilfinning sem þolendur finna fyrir, að þeir séu bara aleinir í heiminum, það trúi þeim enginn og það standi enginn með þeim. Það er eitthvað sem við þurfum að útrýma, við þurfum að útrýma þeirri tilfinningu og veita þolendum öruggt rými til að stíga fram og segja frá.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óska eftir svigrúmi fyrir knattspyrnuhreyfinguna Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íslenskur toppfótbolti og Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir því að knattspyrnuhreyfingin á Íslandi fái svigrúm til þess að framfylgja aðgerðaráætlun sem samþykkt var á fundi stjórnar KSÍ í gær. 31. ágúst 2021 23:38 Óttast að FIFA taki yfir stjórn KSÍ ef Klara stígur til hliðar Meðlimir stjórnar Knattspyrnusambands Íslands, sem sagði af sér í gær og boðaði til aukaþings þar sem ný stjórn verður kjörin, hefur varist allra frétta af framgangi mála innan sambandsins í dag. Stjórnin óttast að FIFA taki yfir stjórn sambandsins, verði framkvæmdastjóranum vikið úr starfi. 31. ágúst 2021 19:11 Segir tilkynningu um hópnauðgun hafa komið inn á borð KSÍ KSÍ hefur til meðferðar tilkynningu um hópnauðgun. Þetta kom fram í máli Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í tíufréttum RÚV í kvöld þegar hún var spurð hvort mál Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur væri eina kynferðisafbrotamálið sem hún vissi af á borði sambandsins. 30. ágúst 2021 23:36 Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Óska eftir svigrúmi fyrir knattspyrnuhreyfinguna Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íslenskur toppfótbolti og Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir því að knattspyrnuhreyfingin á Íslandi fái svigrúm til þess að framfylgja aðgerðaráætlun sem samþykkt var á fundi stjórnar KSÍ í gær. 31. ágúst 2021 23:38
Óttast að FIFA taki yfir stjórn KSÍ ef Klara stígur til hliðar Meðlimir stjórnar Knattspyrnusambands Íslands, sem sagði af sér í gær og boðaði til aukaþings þar sem ný stjórn verður kjörin, hefur varist allra frétta af framgangi mála innan sambandsins í dag. Stjórnin óttast að FIFA taki yfir stjórn sambandsins, verði framkvæmdastjóranum vikið úr starfi. 31. ágúst 2021 19:11
Segir tilkynningu um hópnauðgun hafa komið inn á borð KSÍ KSÍ hefur til meðferðar tilkynningu um hópnauðgun. Þetta kom fram í máli Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í tíufréttum RÚV í kvöld þegar hún var spurð hvort mál Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur væri eina kynferðisafbrotamálið sem hún vissi af á borði sambandsins. 30. ágúst 2021 23:36
Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20