Styrkja baráttuna gegn kynferðisofbeldi og vilja að Kolbeinn sýni iðrun Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2021 11:30 Kolbeinn Sigþórsson skallar boltann frá marki í leik með IFK Gautaborg. Getty/Michael Campanella „Við gerum okkur grein fyrir því að margir telja leikmanninn ekki lengur verðskulda að spila fyrir IFK Gautaborg,“ segir í yfirlýsingu stuðningsmannaklúbbs IFK Gautaborgar vegna máls Kolbeins Sigþórssonar. Stuðningsmennirnir hafa ákveðið að styrkja samtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Kolbeinn missti á sunnudag sæti sitt í íslenska landsliðshópnum í fótbolta í kjölfar ásakana um að hafa beitt tvær konur ofbeldi haustið 2017. Hann er með samning við sænska félagið IFK Gautaborg sem gildir til áramóta, og samkvæmt íþróttastjóra félagsins stendur ekki til að rifta þeim samningi. Englarnir, stuðningsmannaklúbbur IFK Gautaborgar, segjast halda í þá trú að fólk geti breyst og að ekki beri að útskúfa því fyrir brot geti það sýnt iðrun og axlað ábyrgð á sínum gjörðum. „Glæpurinn er á ábyrgð gerandans. Það er á ábyrgð réttarkerfisins að mál séu sótt og refsingar ákveðnar. En við deilum öll ábyrgð á því hvað gerist þegar við fáum vitneskju um brotið,“ segir í yfirlýsingunni. Englarnir segjast treysta knattspyrnufélaginu sínu til að taka vel ígrundaðar ákvarðanir í málinu í samræmi við gildi félagsins. Þeir vilja að Kolbeinn sýni iðrun í verki: „Við verðum að trúa því að manneskjur geti breyst. Að einhver sem hefur gert mistök geti snúið aftur í félagsskap. Að því gefnu að sá hinn sami axli með sýnilegum hætti ábyrgð á sínum gjörðum, sýni iðrun og vilja til að gera betur.“ Samkvæmt yfirlýsingunni fara öll félagsgjöld Englanna í septembermánuði til samtaka sem berjast gegn kynferðisofbeldi. View this post on Instagram A post shared by Supporterklubben A nglarna (@anglarna1973) Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Sænski boltinn Tengdar fréttir Tólfan stendur með þolendum: Ætlar að sitja og þegja fram að 12. mínútu Tólfan, stuðningssveit íslensku fótboltalandsliðanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem allt ofbeldi er fordæmt. Tólfan lýsir yfir stuðningi við þolendur og mun sýna hann á táknrænan hátt á næstu þremur leikjum karlalandsliðsins. 1. september 2021 09:45 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Kolbeinn missti á sunnudag sæti sitt í íslenska landsliðshópnum í fótbolta í kjölfar ásakana um að hafa beitt tvær konur ofbeldi haustið 2017. Hann er með samning við sænska félagið IFK Gautaborg sem gildir til áramóta, og samkvæmt íþróttastjóra félagsins stendur ekki til að rifta þeim samningi. Englarnir, stuðningsmannaklúbbur IFK Gautaborgar, segjast halda í þá trú að fólk geti breyst og að ekki beri að útskúfa því fyrir brot geti það sýnt iðrun og axlað ábyrgð á sínum gjörðum. „Glæpurinn er á ábyrgð gerandans. Það er á ábyrgð réttarkerfisins að mál séu sótt og refsingar ákveðnar. En við deilum öll ábyrgð á því hvað gerist þegar við fáum vitneskju um brotið,“ segir í yfirlýsingunni. Englarnir segjast treysta knattspyrnufélaginu sínu til að taka vel ígrundaðar ákvarðanir í málinu í samræmi við gildi félagsins. Þeir vilja að Kolbeinn sýni iðrun í verki: „Við verðum að trúa því að manneskjur geti breyst. Að einhver sem hefur gert mistök geti snúið aftur í félagsskap. Að því gefnu að sá hinn sami axli með sýnilegum hætti ábyrgð á sínum gjörðum, sýni iðrun og vilja til að gera betur.“ Samkvæmt yfirlýsingunni fara öll félagsgjöld Englanna í septembermánuði til samtaka sem berjast gegn kynferðisofbeldi. View this post on Instagram A post shared by Supporterklubben A nglarna (@anglarna1973)
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Sænski boltinn Tengdar fréttir Tólfan stendur með þolendum: Ætlar að sitja og þegja fram að 12. mínútu Tólfan, stuðningssveit íslensku fótboltalandsliðanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem allt ofbeldi er fordæmt. Tólfan lýsir yfir stuðningi við þolendur og mun sýna hann á táknrænan hátt á næstu þremur leikjum karlalandsliðsins. 1. september 2021 09:45 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Tólfan stendur með þolendum: Ætlar að sitja og þegja fram að 12. mínútu Tólfan, stuðningssveit íslensku fótboltalandsliðanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem allt ofbeldi er fordæmt. Tólfan lýsir yfir stuðningi við þolendur og mun sýna hann á táknrænan hátt á næstu þremur leikjum karlalandsliðsins. 1. september 2021 09:45