Grímuskyldan afnumin í Bónus Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2021 11:28 Guðmundur, segir tíma til kominn að setja ákvörðun um grímunotkun í hendur viðskiptavina. Frá og með deginum í dag verður ekki grímuskylda í verslunum Bónus. Framkvæmdastjóri Bónus segist finna fyrir mikilli grímuþreytu meðal almennings. „Við ætlum að fara eftir vilja kúnnans og afnemum skylduna en mælumst þó til þess að fólk noti grímur. En það er ekki skylda,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, í samtali við fréttastofu. Krónan tilkynnti það í gær að grímuskylda í verslunum Krónunnar verði afnumin. Framkvæmdastjóri Krónunnar sagði í gær, þegar breytingin var tilkynnt, að nú telji forsvarsmenn verslananna að viðskiptavinir og starfsfólk sé orðið þaulvant að meta sjálft hvenær þörf sé á grímu og hvenær ekki. Guðmundur tekur undir þetta og segir tíma til kominn að setja þetta ákvörðunarvald í hendurnar á viðskiptavinum. „Já, og við ætlum ekki að standa í þrasi við kúnnann um grímunotkun og ætlum að setja þetta bara í hendurnar á þeim,“ segir Guðmundur. Hann segir þó að á tímum grímuskyldu hafi allt gengið vel en gæti á þreytu meðal almennings. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og við höfum alltaf bara farið eftir tilmælum sóttvarnalæknis og munum gera það áfram en við finnum samt fyrir því að almenningur er orðinn þreyttur á grímunni. En ef Þórólfur kemur með tilmæli þess eðlis að allir beri grímur þá förum við eftir því en eins og staðan er núna ætlum við að afnema þetta.“ Samkvæmt tilkynningu frá Samkaupum hefur grímuskyldum í verslunum Samkaupa einnig verið aflétt. Fólk er þó áfram hvatt til að bera þær fyrir vitum. Verslanir Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland. Fréttin var uppfærð klukkan 13:40 með tilkynningu frá Samkaupum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
„Við ætlum að fara eftir vilja kúnnans og afnemum skylduna en mælumst þó til þess að fólk noti grímur. En það er ekki skylda,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, í samtali við fréttastofu. Krónan tilkynnti það í gær að grímuskylda í verslunum Krónunnar verði afnumin. Framkvæmdastjóri Krónunnar sagði í gær, þegar breytingin var tilkynnt, að nú telji forsvarsmenn verslananna að viðskiptavinir og starfsfólk sé orðið þaulvant að meta sjálft hvenær þörf sé á grímu og hvenær ekki. Guðmundur tekur undir þetta og segir tíma til kominn að setja þetta ákvörðunarvald í hendurnar á viðskiptavinum. „Já, og við ætlum ekki að standa í þrasi við kúnnann um grímunotkun og ætlum að setja þetta bara í hendurnar á þeim,“ segir Guðmundur. Hann segir þó að á tímum grímuskyldu hafi allt gengið vel en gæti á þreytu meðal almennings. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og við höfum alltaf bara farið eftir tilmælum sóttvarnalæknis og munum gera það áfram en við finnum samt fyrir því að almenningur er orðinn þreyttur á grímunni. En ef Þórólfur kemur með tilmæli þess eðlis að allir beri grímur þá förum við eftir því en eins og staðan er núna ætlum við að afnema þetta.“ Samkvæmt tilkynningu frá Samkaupum hefur grímuskyldum í verslunum Samkaupa einnig verið aflétt. Fólk er þó áfram hvatt til að bera þær fyrir vitum. Verslanir Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland. Fréttin var uppfærð klukkan 13:40 með tilkynningu frá Samkaupum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira