Grímuskyldan afnumin í Bónus Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2021 11:28 Guðmundur, segir tíma til kominn að setja ákvörðun um grímunotkun í hendur viðskiptavina. Frá og með deginum í dag verður ekki grímuskylda í verslunum Bónus. Framkvæmdastjóri Bónus segist finna fyrir mikilli grímuþreytu meðal almennings. „Við ætlum að fara eftir vilja kúnnans og afnemum skylduna en mælumst þó til þess að fólk noti grímur. En það er ekki skylda,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, í samtali við fréttastofu. Krónan tilkynnti það í gær að grímuskylda í verslunum Krónunnar verði afnumin. Framkvæmdastjóri Krónunnar sagði í gær, þegar breytingin var tilkynnt, að nú telji forsvarsmenn verslananna að viðskiptavinir og starfsfólk sé orðið þaulvant að meta sjálft hvenær þörf sé á grímu og hvenær ekki. Guðmundur tekur undir þetta og segir tíma til kominn að setja þetta ákvörðunarvald í hendurnar á viðskiptavinum. „Já, og við ætlum ekki að standa í þrasi við kúnnann um grímunotkun og ætlum að setja þetta bara í hendurnar á þeim,“ segir Guðmundur. Hann segir þó að á tímum grímuskyldu hafi allt gengið vel en gæti á þreytu meðal almennings. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og við höfum alltaf bara farið eftir tilmælum sóttvarnalæknis og munum gera það áfram en við finnum samt fyrir því að almenningur er orðinn þreyttur á grímunni. En ef Þórólfur kemur með tilmæli þess eðlis að allir beri grímur þá förum við eftir því en eins og staðan er núna ætlum við að afnema þetta.“ Samkvæmt tilkynningu frá Samkaupum hefur grímuskyldum í verslunum Samkaupa einnig verið aflétt. Fólk er þó áfram hvatt til að bera þær fyrir vitum. Verslanir Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland. Fréttin var uppfærð klukkan 13:40 með tilkynningu frá Samkaupum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
„Við ætlum að fara eftir vilja kúnnans og afnemum skylduna en mælumst þó til þess að fólk noti grímur. En það er ekki skylda,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, í samtali við fréttastofu. Krónan tilkynnti það í gær að grímuskylda í verslunum Krónunnar verði afnumin. Framkvæmdastjóri Krónunnar sagði í gær, þegar breytingin var tilkynnt, að nú telji forsvarsmenn verslananna að viðskiptavinir og starfsfólk sé orðið þaulvant að meta sjálft hvenær þörf sé á grímu og hvenær ekki. Guðmundur tekur undir þetta og segir tíma til kominn að setja þetta ákvörðunarvald í hendurnar á viðskiptavinum. „Já, og við ætlum ekki að standa í þrasi við kúnnann um grímunotkun og ætlum að setja þetta bara í hendurnar á þeim,“ segir Guðmundur. Hann segir þó að á tímum grímuskyldu hafi allt gengið vel en gæti á þreytu meðal almennings. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og við höfum alltaf bara farið eftir tilmælum sóttvarnalæknis og munum gera það áfram en við finnum samt fyrir því að almenningur er orðinn þreyttur á grímunni. En ef Þórólfur kemur með tilmæli þess eðlis að allir beri grímur þá förum við eftir því en eins og staðan er núna ætlum við að afnema þetta.“ Samkvæmt tilkynningu frá Samkaupum hefur grímuskyldum í verslunum Samkaupa einnig verið aflétt. Fólk er þó áfram hvatt til að bera þær fyrir vitum. Verslanir Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland. Fréttin var uppfærð klukkan 13:40 með tilkynningu frá Samkaupum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira