Þrefalt fleiri „sumardagar“ á Akureyri en í Reykjavík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2021 14:41 Í sumar hefur Menningarhúsið Hof á Akureyri verið vinsæll áfangastaður krakka og unglinga sem freista þess að kæla sig niður í hitanum með því að stökkva í sjóinn. Vísir/Tryggvi Óhætt er að segja að veðurgæðunum hafi verið misskipt hér á landi þetta sumarið. Þannig hafa svokallaðir „sumardagar“ í Reykjavík verið þrefalt færri á tímabilinu maí-ágúst í ár en á Akureyri. Allir dagar í ágústmánuði nema einn náðu að uppfylla viðmið fyrir sumardag á Akureyri. Þetta er meðal þess sem kemur fram í færslu Trausta Jónssonar á vef hans, sem nefnist Hungurdiskar. Þar birtir hann talningu sína á svokölluðum sumardögum. Samkvæmt skilgreiningu Trausta telst sumardagur sá dagur þar sem í að minnsta kosti þrjá af fjórum athugunartímum sé úrkomulaust. Þá verður úrkoma frá 9-18 að vera minni en 2 mm. Enn fremur má ekki vera alskýjað á öllum athugunartímunum fjórum og meðalhiti þeirra að verður að vera að minnsta kosti 13,1 stig eða hámarkshiti kl. 18 meiri en fimmtán stig. „Aldeilis einstakt sumar á Akureyri“ Sumardagar á Akureyri þetta sumarið, samkvæmt þessari skilgreiningu, eru orðnir sjötíu, 22 fleiri en meðaltal þessarar aldar. Hafa þeir aldrei verið fleiri á þeim tíma sem talningin nær yfir, en á vef Trausta og skýringarmynd sem hann birtir með má sjá að talning hófst upp úr 1950 á síðustu öld. „Aldeilis einstakt sumar á Akureyri. Þar voru 5 sumardagar í maí, 12 í júní, 23 í júlí og 30 í ágúst (allir dagar mánaðarins nema einn),“ skrifar Trausti, en reikna má með að það bæti í þessa tölu í september sem nú er nýhafinn. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands ræddi stöðuna í ferðaþjónustunni á Norðurlandi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar hefur góða veðrið í sumar leikið lykilhlutverk í að lokka Íslendinga norður á land. Sumarið hefur ekki verið jafn gjöfult á höfuðborgarsvæðinu en þar eru sumardagar orðnir 24, sem reyndar eru fjórir fleiri en langtímameðaltal síðustu sjötíu ára, að sögn Trausta. Það er þó níu dögum færra en að meðaltali á þessari öld. „Þó sumardagar ársins í ár (hingað til) séu fáir miðað við það sem algengast hefur verið að undanförnu (2019 voru þeir t.d. 43) eru þeir samt fleiri en var nokkru sinni öll árin frá 1961 til og með 1986. Kannski megum við því vel við una, þó rúma viku vanti upp á þann fjölda sem við höfum „vanist“ á þessari öld. Í Reykjavík voru aðeins tveir sumardagar í júní, 10 í júlí og 12 í ágúst,“ skrifar Trausti. Veður Akureyri Reykjavík Tengdar fréttir Áfram leika hlýjar suðlægar áttir um landið Þær hlýju suðlægu áttir sem hafa leikið um landið síðustu daga halda áfram sem þýðir að lítilla breytinga er að vænta í veðrinu. 1. september 2021 07:17 Draumurinn um hitamet líklega úr sögunni þetta sumarið Þrátt fyrir að ýmis hitamet hafi verið slegin þetta sumarið er ekki útlit fyrir að stóra metið, hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi, verði slegið í sumar. 27. ágúst 2021 11:26 Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25. ágúst 2021 21:06 Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í færslu Trausta Jónssonar á vef hans, sem nefnist Hungurdiskar. Þar birtir hann talningu sína á svokölluðum sumardögum. Samkvæmt skilgreiningu Trausta telst sumardagur sá dagur þar sem í að minnsta kosti þrjá af fjórum athugunartímum sé úrkomulaust. Þá verður úrkoma frá 9-18 að vera minni en 2 mm. Enn fremur má ekki vera alskýjað á öllum athugunartímunum fjórum og meðalhiti þeirra að verður að vera að minnsta kosti 13,1 stig eða hámarkshiti kl. 18 meiri en fimmtán stig. „Aldeilis einstakt sumar á Akureyri“ Sumardagar á Akureyri þetta sumarið, samkvæmt þessari skilgreiningu, eru orðnir sjötíu, 22 fleiri en meðaltal þessarar aldar. Hafa þeir aldrei verið fleiri á þeim tíma sem talningin nær yfir, en á vef Trausta og skýringarmynd sem hann birtir með má sjá að talning hófst upp úr 1950 á síðustu öld. „Aldeilis einstakt sumar á Akureyri. Þar voru 5 sumardagar í maí, 12 í júní, 23 í júlí og 30 í ágúst (allir dagar mánaðarins nema einn),“ skrifar Trausti, en reikna má með að það bæti í þessa tölu í september sem nú er nýhafinn. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands ræddi stöðuna í ferðaþjónustunni á Norðurlandi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar hefur góða veðrið í sumar leikið lykilhlutverk í að lokka Íslendinga norður á land. Sumarið hefur ekki verið jafn gjöfult á höfuðborgarsvæðinu en þar eru sumardagar orðnir 24, sem reyndar eru fjórir fleiri en langtímameðaltal síðustu sjötíu ára, að sögn Trausta. Það er þó níu dögum færra en að meðaltali á þessari öld. „Þó sumardagar ársins í ár (hingað til) séu fáir miðað við það sem algengast hefur verið að undanförnu (2019 voru þeir t.d. 43) eru þeir samt fleiri en var nokkru sinni öll árin frá 1961 til og með 1986. Kannski megum við því vel við una, þó rúma viku vanti upp á þann fjölda sem við höfum „vanist“ á þessari öld. Í Reykjavík voru aðeins tveir sumardagar í júní, 10 í júlí og 12 í ágúst,“ skrifar Trausti.
Veður Akureyri Reykjavík Tengdar fréttir Áfram leika hlýjar suðlægar áttir um landið Þær hlýju suðlægu áttir sem hafa leikið um landið síðustu daga halda áfram sem þýðir að lítilla breytinga er að vænta í veðrinu. 1. september 2021 07:17 Draumurinn um hitamet líklega úr sögunni þetta sumarið Þrátt fyrir að ýmis hitamet hafi verið slegin þetta sumarið er ekki útlit fyrir að stóra metið, hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi, verði slegið í sumar. 27. ágúst 2021 11:26 Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25. ágúst 2021 21:06 Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Áfram leika hlýjar suðlægar áttir um landið Þær hlýju suðlægu áttir sem hafa leikið um landið síðustu daga halda áfram sem þýðir að lítilla breytinga er að vænta í veðrinu. 1. september 2021 07:17
Draumurinn um hitamet líklega úr sögunni þetta sumarið Þrátt fyrir að ýmis hitamet hafi verið slegin þetta sumarið er ekki útlit fyrir að stóra metið, hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi, verði slegið í sumar. 27. ágúst 2021 11:26
Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25. ágúst 2021 21:06
Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43