Fagnar með nokkrum bjórum eftir að hafa hlaupahjólað í kring um landið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. september 2021 14:00 Hugh lenti við Sólfarið á Sæbraut í dag, 29 dögum eftir að hann lagði af stað í hringferð um landið frá sama stað. Vísir/Sigurjón Tuttugu og sex ára Breti kláraði hringferð um landið á hlaupahjóli í dag. Hann segist alsæll með ferðina og stefnir á að fá sér nokkra íslenska bjóra til að fagna árangrinum. Hugh Graham lenti við Sólfarið á Sæbraut síðdegis í dag, 29 dögum eftir að ferð hans um landið hófst á sama stað. Hann segist alsæll með ferðina, þó hún hafi verið erfið á köflum. „Þessi síðasti kafli hefur verið virkilega erfiður vegna mótvindsins, veðrið varð verra en þetta tókst! Ég gæti ekki verið ánægðari akkúrat núna,“ segir Hugh. Hugh hefur vakið þó nokkra athygli á samfélagsmiðlinum TikTok, þar sem hann hefur deilt myndböndum úr ferðinni. Hann segir frægðina hafa aukist með hverjum deginum. „Fólk kemur til mín sex eða sjö sinnum á dag núna en þetta hefur ekki orðið minna klikkaðra þrátt fyrir það.“ „Fólk kemur til mín, það vill fá mynd með mér. Þetta er svo klikkað en svo skemmtilegt!“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Hugh heldur í langferð en í fyrra gekk hann frá Skotlandi til Lundúna. Hann segir Íslendinga þó hafa verið mun spenntari fyrir honum en Breta. „Fólk þekkti mig ekki eins og hérna á Íslandi,“ segir Hugh og hlær. Hugh var hæstánægður með ferðalagið.Vísir/Sigurjón Hann segist hugfanginn af landinu. „Ísland er bara klikkaður staður. Þetta er svakalegt, það er eins og önnur pláneta. Ef þú ferð nokkra kílómetra í aðra átt þá er náttúran allt önnur,“ segir Hugh. Hann ætli nú að nýta síðustu dagana á landinu til að fagna. „Mig langar að fara og sjá eldfjallið einhvern tíma því ég hef enn ekki séð það. Og ég mun án efa drekka nokkra íslenska bjóra í viðbót á næstu dögum til að fagna.“ Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Hugh Graham lenti við Sólfarið á Sæbraut síðdegis í dag, 29 dögum eftir að ferð hans um landið hófst á sama stað. Hann segist alsæll með ferðina, þó hún hafi verið erfið á köflum. „Þessi síðasti kafli hefur verið virkilega erfiður vegna mótvindsins, veðrið varð verra en þetta tókst! Ég gæti ekki verið ánægðari akkúrat núna,“ segir Hugh. Hugh hefur vakið þó nokkra athygli á samfélagsmiðlinum TikTok, þar sem hann hefur deilt myndböndum úr ferðinni. Hann segir frægðina hafa aukist með hverjum deginum. „Fólk kemur til mín sex eða sjö sinnum á dag núna en þetta hefur ekki orðið minna klikkaðra þrátt fyrir það.“ „Fólk kemur til mín, það vill fá mynd með mér. Þetta er svo klikkað en svo skemmtilegt!“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Hugh heldur í langferð en í fyrra gekk hann frá Skotlandi til Lundúna. Hann segir Íslendinga þó hafa verið mun spenntari fyrir honum en Breta. „Fólk þekkti mig ekki eins og hérna á Íslandi,“ segir Hugh og hlær. Hugh var hæstánægður með ferðalagið.Vísir/Sigurjón Hann segist hugfanginn af landinu. „Ísland er bara klikkaður staður. Þetta er svakalegt, það er eins og önnur pláneta. Ef þú ferð nokkra kílómetra í aðra átt þá er náttúran allt önnur,“ segir Hugh. Hann ætli nú að nýta síðustu dagana á landinu til að fagna. „Mig langar að fara og sjá eldfjallið einhvern tíma því ég hef enn ekki séð það. Og ég mun án efa drekka nokkra íslenska bjóra í viðbót á næstu dögum til að fagna.“
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira