Krefjast að kynferðisafbrotamálum verði ekki pakkað ofan í skúffu Birgir Olgeirsson og Eiður Þór Árnason skrifa 2. september 2021 18:29 Meðlimir Bleika fílsins söfnuðust saman í Laugardalnum. Vísir/Vilhelm Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn og samtökin Öfgar efndu til samstöðufundar við Laugardalsvöll til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis í dag. Forsvarsmenn hópanna sendu skýr skilaboð í aðdraganda landsleiks Íslands gegn því rúmenska um að nú yrði KSÍ að setja skýra stefnu í viðbrögðum við kynbundnu ofbeldi. Ekki væri nóg að stofna nefndir eða skapa ferla heldur væri aðgerða þörf. „Við viljum sýna samstöðu með þolendum og minna á að við ætlum að fylgjast með hvað gerist næst,“ segir Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins.Vísir/Egill Nú er formaður og stjórn stigin til hliðar og framkvæmdastjóri farinn í leyfi. Er þetta nóg? „Þetta er náttúrulega ekkert nóg. Það hlakkar ekkert í okkur, alls ekki, en það þarf að breyta til og það er skref í rétta átt að byrja með alveg hreinan skjöld. Mér fannst rosalega sterkt að sjá frétt um rafíþróttir og Overwatch-leikinn, það var ekkert flókið að honum var bara vísað út.“ Þar vísar Jóhanna til þess að íslenskur keppandi var nýverið settur í ævilangt bann af Rafíþróttasamtökum Íslands. Keppandinn hafði dreift nektarmyndum af öðrum keppanda sem voru teknar áður en sá varð lögráða. „Þetta þarf ekki að vera flókið. Það þarf bara að senda skýr skilaboð,“ bætir hún við. Hópurinn kallaði eftir breytingum.Vísir/Vilhelm „Við viljum bara skýra stefnu gegn kynferðisofbeldi innan KSÍ og hvernig þau ætla að framfylgja henni,“ segir Helga Benediktsdóttir, meðlimur í hópnum Öfgar. Klara Rakel Gretarsdóttir í Öfgum kallar sömuleiðis eftir skýru ferli varðandi það hvernig tekið er á slíkum tilkynningum. „Að því sé ekki pakkað niður í skúffu. Ef það koma upp brot að þau verði líka tilkynnt til lögreglu og það sé ekki bara lokað mál innan KSÍ. Þetta eru alvarleg mál og þeim ber að tilkynna þetta til lögreglu,“ segir Hulda Hrund Sigmundsdóttir, liðsmaður Öfga. Farið er fram á afsögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Laugardalsvöllur Kynferðisofbeldi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Forsvarsmenn hópanna sendu skýr skilaboð í aðdraganda landsleiks Íslands gegn því rúmenska um að nú yrði KSÍ að setja skýra stefnu í viðbrögðum við kynbundnu ofbeldi. Ekki væri nóg að stofna nefndir eða skapa ferla heldur væri aðgerða þörf. „Við viljum sýna samstöðu með þolendum og minna á að við ætlum að fylgjast með hvað gerist næst,“ segir Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Bleika fílsins.Vísir/Egill Nú er formaður og stjórn stigin til hliðar og framkvæmdastjóri farinn í leyfi. Er þetta nóg? „Þetta er náttúrulega ekkert nóg. Það hlakkar ekkert í okkur, alls ekki, en það þarf að breyta til og það er skref í rétta átt að byrja með alveg hreinan skjöld. Mér fannst rosalega sterkt að sjá frétt um rafíþróttir og Overwatch-leikinn, það var ekkert flókið að honum var bara vísað út.“ Þar vísar Jóhanna til þess að íslenskur keppandi var nýverið settur í ævilangt bann af Rafíþróttasamtökum Íslands. Keppandinn hafði dreift nektarmyndum af öðrum keppanda sem voru teknar áður en sá varð lögráða. „Þetta þarf ekki að vera flókið. Það þarf bara að senda skýr skilaboð,“ bætir hún við. Hópurinn kallaði eftir breytingum.Vísir/Vilhelm „Við viljum bara skýra stefnu gegn kynferðisofbeldi innan KSÍ og hvernig þau ætla að framfylgja henni,“ segir Helga Benediktsdóttir, meðlimur í hópnum Öfgar. Klara Rakel Gretarsdóttir í Öfgum kallar sömuleiðis eftir skýru ferli varðandi það hvernig tekið er á slíkum tilkynningum. „Að því sé ekki pakkað niður í skúffu. Ef það koma upp brot að þau verði líka tilkynnt til lögreglu og það sé ekki bara lokað mál innan KSÍ. Þetta eru alvarleg mál og þeim ber að tilkynna þetta til lögreglu,“ segir Hulda Hrund Sigmundsdóttir, liðsmaður Öfga. Farið er fram á afsögn Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Laugardalsvöllur Kynferðisofbeldi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira