Víða hlýjasti ágústmánuður frá upphafi mælinga Árni Sæberg skrifar 3. september 2021 17:56 Á dögunum var veður svo gott á Akureyri að menntskælingar þurftu að færa námið út. Vísir Nýliðinn ágúst var víða hlýjasti ágústmánuður frá upphafi mælinga. Til dæmis hefur aldrei verið hlýrra á Akureyri, Stykkishólmi, Bolungarvík, Hveravöllum og Grímsey. Í skýrslu Veðurstofu Íslands um tíðarfar í ágúst segir að óvenjuleg hlýindi hafi verið á landinu öllu í mánuðinum. Heitast hafi verið dagana 23. til 25. ágúst. Hæsti hiti sem mældist í mánuðinum var 29,4 stig á Hallormsstað þann 24. ágúst en það er hæsti hiti sem mælst hefur frá árinu 2008 og hæsti hiti sem mælst hefur í ágúst. Þá féll hitamet í Grímsey þegar hiti mældist 22,3 gráður þann 25. ágúst. Veðurgæðum ekki skipt jafnt Ekki hefur farið fram hjá neinum að veður var töluvert betra á norðaustur- og austurlandi en annars staðar á landinu í ágúst. Til að mynda mældust sólskinsstundir á Akureyri 181,4 í mánuðinum en aðeins 89,5 í Reykjavík. Þá var mánuðurinn óvenju þurr á Norðaustur- og Austurlandi og tiltölulega þurr í flestum öðrum landshlutum. Úrkoma í Reykjavík var um 85 prósent af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Á Akureyri var úrkoma hins vegar aðeins fimmtán prósent af meðalúrkomu sömu ára. Úrkoma hefur ekki verið minni í ágúst á Akureyri síðan árið 1960. Óvenjumikið var um mikla rigningu í Reykjavík en lítið á Akureyri. Dagar þegar úrkoma mældist einn millimetri eða meiri í Reykjavík voru ellefu sem eru jafnmargir og í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma einn millimetri eða meiri þrjá daga mánaðarins, fimm færri en í meðalári. „Súrrealískt veðuryfirlit“ Elín Jónasdóttir, fagstjóri almennrar veðurþjónustu hjá Veðurstofunni, vakti athygli á veðrinu í ágúst á Twittersíðu sinni í dag. Hún kallar veðurfarsyfirlitið súrrealískt. Súrrealískt veðurfarsyfirlit. Annar mánuðurinn í röð þar sem meðalhiti er hærri en 14°C einhvers staðar á landinu. 15% úrkoma á Akureyri OG meðalhitinn í ágúst í Reykjavík er í 2. sæti af 153 árum, bara hlýrra 2003. https://t.co/hjXLWYmIJd— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) September 3, 2021 Veður Akureyri Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Í skýrslu Veðurstofu Íslands um tíðarfar í ágúst segir að óvenjuleg hlýindi hafi verið á landinu öllu í mánuðinum. Heitast hafi verið dagana 23. til 25. ágúst. Hæsti hiti sem mældist í mánuðinum var 29,4 stig á Hallormsstað þann 24. ágúst en það er hæsti hiti sem mælst hefur frá árinu 2008 og hæsti hiti sem mælst hefur í ágúst. Þá féll hitamet í Grímsey þegar hiti mældist 22,3 gráður þann 25. ágúst. Veðurgæðum ekki skipt jafnt Ekki hefur farið fram hjá neinum að veður var töluvert betra á norðaustur- og austurlandi en annars staðar á landinu í ágúst. Til að mynda mældust sólskinsstundir á Akureyri 181,4 í mánuðinum en aðeins 89,5 í Reykjavík. Þá var mánuðurinn óvenju þurr á Norðaustur- og Austurlandi og tiltölulega þurr í flestum öðrum landshlutum. Úrkoma í Reykjavík var um 85 prósent af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Á Akureyri var úrkoma hins vegar aðeins fimmtán prósent af meðalúrkomu sömu ára. Úrkoma hefur ekki verið minni í ágúst á Akureyri síðan árið 1960. Óvenjumikið var um mikla rigningu í Reykjavík en lítið á Akureyri. Dagar þegar úrkoma mældist einn millimetri eða meiri í Reykjavík voru ellefu sem eru jafnmargir og í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma einn millimetri eða meiri þrjá daga mánaðarins, fimm færri en í meðalári. „Súrrealískt veðuryfirlit“ Elín Jónasdóttir, fagstjóri almennrar veðurþjónustu hjá Veðurstofunni, vakti athygli á veðrinu í ágúst á Twittersíðu sinni í dag. Hún kallar veðurfarsyfirlitið súrrealískt. Súrrealískt veðurfarsyfirlit. Annar mánuðurinn í röð þar sem meðalhiti er hærri en 14°C einhvers staðar á landinu. 15% úrkoma á Akureyri OG meðalhitinn í ágúst í Reykjavík er í 2. sæti af 153 árum, bara hlýrra 2003. https://t.co/hjXLWYmIJd— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) September 3, 2021
Veður Akureyri Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira