Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. september 2021 20:01 Oddný Ómarsdóttir, sérnámslæknir í geðlækningum, furðar sig á að ekki sé gert ráð fyrir geðdeild á nýjum Landspítala. Vísir/Sigurjón Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. Félag íslenskra sérnámslækna í geðlækninum sendi frá sér yfirlýsingu um húsnæðisvandann. Þar kemur meðal annars fram að húsnæði geðdeilda Landspítalans einkennist af þröngum göngum, gráum steinveggjum, óheyrilegum fjölda tvíbýla, gegndræpum gluggum, takmörkuðu aðgengi að útisvæði og reykingarlykt þegar gengið er fram hjá reykingarherbergjum. Þá sé veruleg þörf á úrbótum á vinnuaðstöðu starfsmanna. Húsnæði geðsviðs við Hringbraut sé nær fimm áratuga gamalt og húsnæðið á Kleppi sé meira en aldar gamalt. „Í rauninni er staða húsnæðis á geðsviði miklu flóknari en það að það þurfi yfirhalningu hvað flísar og málningu varðar heldur er bara uppbygging húsnæðisins ekki nógu vel til þess fallin að styðja við meðferð skjólstæðinga,“ segir Oddný Ómarsdóttir, sérnámslæknir í geðlækningum á Landspítala. Óskiljanlegt sé að ekki sé gert ráð fyrir geðsviði á nýjum Landspítala. „Okkur þykir það auðvitað bara mjög svekkjandi og sérkennilegt sérstaklega í ljósi þess að þetta var hitamál fyrir síðustu kosningar að efla geðheilbrigðisþjónustu og að það sé síðan ekki gert ráð fyrir uppbyggingu geðdeilda á nýjum meðferðarkjarna er í rauninni alveg óskiljanlegt.“ Sjúklingar hafi sjálfir kvartað undan húsnæðinu. „Skjólstæðingar hafa alla vega borið það ítrekað upp að húsnæðið sé ekki nógu vel til þess fallið að hlúa að þeirra líðan,“ segir Oddný, sem hún skilji vel. „Fólk sem er til dæmis að leggjast inn í bráðainnlögn er yfirleitt boðið að vera í tvíbýlum, sem þýðir að þau deila herbergjum sínum með öðrum skjólstæðingi. Þetta getur haft slæm áhrif á þeirra svefngæði og líðan,“ segir Oddný. Hún segir þá aðgengi að útisvæðum ekki nógu gott. „Auðvitað eiga okkar skjólstæðingar að geta haft gott aðgengi og beint að útisvæði í raun alveg sama í hvernig ástandi þeir eru. Það að húsnæðið sé svona, það getur aukið á spennu, eirðarleysi, óróleika og annað sem gerir okkar starfsumhverfi erfiðara og er ekki að gera góða hluti fyrir líðan sjúklingsins. Þannig að þetta þarf að bæta.“ Landspítalinn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Húsnæðismál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Félag íslenskra sérnámslækna í geðlækninum sendi frá sér yfirlýsingu um húsnæðisvandann. Þar kemur meðal annars fram að húsnæði geðdeilda Landspítalans einkennist af þröngum göngum, gráum steinveggjum, óheyrilegum fjölda tvíbýla, gegndræpum gluggum, takmörkuðu aðgengi að útisvæði og reykingarlykt þegar gengið er fram hjá reykingarherbergjum. Þá sé veruleg þörf á úrbótum á vinnuaðstöðu starfsmanna. Húsnæði geðsviðs við Hringbraut sé nær fimm áratuga gamalt og húsnæðið á Kleppi sé meira en aldar gamalt. „Í rauninni er staða húsnæðis á geðsviði miklu flóknari en það að það þurfi yfirhalningu hvað flísar og málningu varðar heldur er bara uppbygging húsnæðisins ekki nógu vel til þess fallin að styðja við meðferð skjólstæðinga,“ segir Oddný Ómarsdóttir, sérnámslæknir í geðlækningum á Landspítala. Óskiljanlegt sé að ekki sé gert ráð fyrir geðsviði á nýjum Landspítala. „Okkur þykir það auðvitað bara mjög svekkjandi og sérkennilegt sérstaklega í ljósi þess að þetta var hitamál fyrir síðustu kosningar að efla geðheilbrigðisþjónustu og að það sé síðan ekki gert ráð fyrir uppbyggingu geðdeilda á nýjum meðferðarkjarna er í rauninni alveg óskiljanlegt.“ Sjúklingar hafi sjálfir kvartað undan húsnæðinu. „Skjólstæðingar hafa alla vega borið það ítrekað upp að húsnæðið sé ekki nógu vel til þess fallið að hlúa að þeirra líðan,“ segir Oddný, sem hún skilji vel. „Fólk sem er til dæmis að leggjast inn í bráðainnlögn er yfirleitt boðið að vera í tvíbýlum, sem þýðir að þau deila herbergjum sínum með öðrum skjólstæðingi. Þetta getur haft slæm áhrif á þeirra svefngæði og líðan,“ segir Oddný. Hún segir þá aðgengi að útisvæðum ekki nógu gott. „Auðvitað eiga okkar skjólstæðingar að geta haft gott aðgengi og beint að útisvæði í raun alveg sama í hvernig ástandi þeir eru. Það að húsnæðið sé svona, það getur aukið á spennu, eirðarleysi, óróleika og annað sem gerir okkar starfsumhverfi erfiðara og er ekki að gera góða hluti fyrir líðan sjúklingsins. Þannig að þetta þarf að bæta.“
Landspítalinn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Húsnæðismál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira