Hvetur fólk til þess að fara aftur að kjósa telji það atkvæði sitt hafa getað raskast Snorri Másson skrifar 3. september 2021 23:19 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, benti á að hann fengi ekki að nota stafræna ökuskírteini sitt á kjörstað. Vísir/Einar Nokkrir dagar liðu á milli þess sem dómsmálaráðuneytið heimilaði notkun stafrænna ökuskírteina á kjörstað og þess að farið var að sannreyna þau með því að skanna þau í sérstöku forriti. Í millitíðinni voru þau tekin gild án skannans. Dómsmálaráðherra segir að betra hefði verið að hafa forrit tilbúið strax til að hafa eftirlit með stafrænum ökuskírteinum við utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Þingmaður Pírata hvetur fólk til þess að fara aftur að kjósa telji það atkvæði sitt hafa getað raskast. Á meðan skanninn var ekki fyrir hendi mun einhver fjöldi hafa notað skilríkin, en dómsmálaráðherra segir þó ekki grunsemdir uppi um að fólk hafi verið að villa á sér heimildir. Því sé ekki talin ástæða til að endurskoða þessi atkvæði. „Maður tekur öllum svona athugasemdum gríðarlega alvarlega. Það er mikilvægt að þú getir sannað á þér deili þegar þú kýst hvort sem það er með plastskilríkjum, vegabréfum eða öðrum hætti. Nú hefur verið tekið í gagnið þannig kerfi að hægt sé að sannreyna ökuskírteinin að fullu með kóðanum sem þar er. Þá eru skírteinin í raun þau allra öruggustu,“ segir Áslaug Arna í viðtali við Stöð 2. Björn Leví vakti athygli á málinu Umræðan um þessi mál spratt upp eftir að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, benti á að hann fengi ekki að nota stafræna ökuskírteini sitt á kjörstað. Eftir þá ábendingu var það heimilað. Þá fór Björn Leví og prófaði það, og bent svo enn á að ökuskírteinið hans hefði ekki verið sannreynt með skanna. Þar með hafi möguleiki opnast á kosningasvindli. „Núna eru í rauninni allir sem hafa kosið fyrir daginn í dag með möguleg vafaatkvæði. Ég met ekki mikla áhættu á því en fólk ætti kannski að huga að því að skella sér í utankjörfundaratkvæðagreiðslu aftur eða allavega mæta á kjördag ef það getur,“ segir Björn Leví. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ekki sé talið líklegt að til kosningasvindls hafi komið vegna þessa, en að vissulega sé ekki hægt að útiloka slíkt. „Það er auðvitað alltaf mikilvægt að við séum vel á verði gagnvart öllum möguleikum á kosningasvindli en dómsmálaráðuneytið sem fer með framkvæmd kosninga hefur verið að gera það,“ Alþingiskosningar 2021 Öryggis- og varnarmál Píratar Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að betra hefði verið að hafa forrit tilbúið strax til að hafa eftirlit með stafrænum ökuskírteinum við utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Þingmaður Pírata hvetur fólk til þess að fara aftur að kjósa telji það atkvæði sitt hafa getað raskast. Á meðan skanninn var ekki fyrir hendi mun einhver fjöldi hafa notað skilríkin, en dómsmálaráðherra segir þó ekki grunsemdir uppi um að fólk hafi verið að villa á sér heimildir. Því sé ekki talin ástæða til að endurskoða þessi atkvæði. „Maður tekur öllum svona athugasemdum gríðarlega alvarlega. Það er mikilvægt að þú getir sannað á þér deili þegar þú kýst hvort sem það er með plastskilríkjum, vegabréfum eða öðrum hætti. Nú hefur verið tekið í gagnið þannig kerfi að hægt sé að sannreyna ökuskírteinin að fullu með kóðanum sem þar er. Þá eru skírteinin í raun þau allra öruggustu,“ segir Áslaug Arna í viðtali við Stöð 2. Björn Leví vakti athygli á málinu Umræðan um þessi mál spratt upp eftir að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, benti á að hann fengi ekki að nota stafræna ökuskírteini sitt á kjörstað. Eftir þá ábendingu var það heimilað. Þá fór Björn Leví og prófaði það, og bent svo enn á að ökuskírteinið hans hefði ekki verið sannreynt með skanna. Þar með hafi möguleiki opnast á kosningasvindli. „Núna eru í rauninni allir sem hafa kosið fyrir daginn í dag með möguleg vafaatkvæði. Ég met ekki mikla áhættu á því en fólk ætti kannski að huga að því að skella sér í utankjörfundaratkvæðagreiðslu aftur eða allavega mæta á kjördag ef það getur,“ segir Björn Leví. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ekki sé talið líklegt að til kosningasvindls hafi komið vegna þessa, en að vissulega sé ekki hægt að útiloka slíkt. „Það er auðvitað alltaf mikilvægt að við séum vel á verði gagnvart öllum möguleikum á kosningasvindli en dómsmálaráðuneytið sem fer með framkvæmd kosninga hefur verið að gera það,“
Alþingiskosningar 2021 Öryggis- og varnarmál Píratar Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira