Mourinho við Xhaka: Farðu í bólusetningu Valur Páll Eiríksson skrifar 4. september 2021 11:30 Mourinho reyndi að fá Xhaka til Roma í sumar. Hann hefur nú hvatt hann til að fara í bólusetningu. Glyn Kirk - Pool/Getty Images Granit Xhaka, leikmaður Arsenal og svissneska karlalandsliðsins í fótbolta, greindist með kórónuveiruna í vikunni. Knattspyrnusamband Sviss greindi frá því að hann væri óbólusettur en José Mourinho, þjálfari Roma, sem reyndi að fá Xhaka í sínar raðir í sumar hefur hvatt hann til að láta sprauta sig. Xhaka var mikið orðaður við Roma í sumar en endaði á því að skrifa undir nýjan samning við Arsenal. Hann, líkt og aðrir leikmenn enska liðsins, hefur sætt gagnrýni í upphafi tímabils en Arsenal er stigalaust á botni ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki skorað mark. Xhaka hlakkaði eflaust til að breyta um umhverfi og spila með landsliði sínu en ljóst er að hann mun ekki taka þátt í landsleikjum Sviss í yfirstandandi landsleikjaglugga. Hann greindist með COVID-19 í aðdraganda æfingaleiks við Grikkland í vikunni og mun missa af leikjum liðsins við Ítalíu á sunnudag og Norður-Írland á miðvikudag í undankeppni HM 2022. Þegar Svissneska knattspyrnusambandið greindi frá því smiti Xhaka í fyrradag var jafnframt tekið fram að hann væri ekki bólusettur. Hann er eini landsliðsmaður Svisslendinga sem er það ekki. Jose Mourinho comments on Granit Xhaka s latest Instagram post encouraging the Arsenal midfielder to get vaccinated against COVID-19. #AFC pic.twitter.com/pGy5C4X2ig— Chris Wheatley (@ChrisWheatley_) September 3, 2021 „Við mæltum með því við alla leikmenn að láta bólusetja sig. En hann tók þessa ákvörðun persónulega, og það er hans réttur að neita bólusetningu.“ sagði Adrian Arnold, upplýsingafulltrúi svissneska landsliðsins. Xhaka sætti gagnrýni fyrir að vera ekki bólusettur en Dominique Blanc, forseti svissneska knattspyrnusambandsins, fordæmdi þá gagnrýni: „Við stöndum fyrir virðingu og umburðarlyndi. Við fordæmum því fjandskapinn sem Granit Xhaka hefur sætt fyrir að vera ekki bólusettur.“ Chris Wheatley, blaðamaður sem sérhæfir sig í öllu sem viðkemur Arsenal, benti á ummæli sem José Mourinho, þjálfari Roma, lét undir nýlegustu færslu Xhaka á samfélagsmiðlinum Instagram. „Fáðu þér sprautuna Granit og vertu öruggur,“ sagði Mourinho í ummælum sem Xhaka svaraði: „Þakka þér herra.“ Töluvert er í næsta leik Xhaka, jafnvel þó hann jafni sig fljótt af smitinu. Hann missir af næsta deildarleik Arsenal eftir að hafa verið vísað af velli í 5-0 tapi liðsins fyrir Manchester City fyrir landsleikjahléið. Ítalski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Sjá meira
Xhaka var mikið orðaður við Roma í sumar en endaði á því að skrifa undir nýjan samning við Arsenal. Hann, líkt og aðrir leikmenn enska liðsins, hefur sætt gagnrýni í upphafi tímabils en Arsenal er stigalaust á botni ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki skorað mark. Xhaka hlakkaði eflaust til að breyta um umhverfi og spila með landsliði sínu en ljóst er að hann mun ekki taka þátt í landsleikjum Sviss í yfirstandandi landsleikjaglugga. Hann greindist með COVID-19 í aðdraganda æfingaleiks við Grikkland í vikunni og mun missa af leikjum liðsins við Ítalíu á sunnudag og Norður-Írland á miðvikudag í undankeppni HM 2022. Þegar Svissneska knattspyrnusambandið greindi frá því smiti Xhaka í fyrradag var jafnframt tekið fram að hann væri ekki bólusettur. Hann er eini landsliðsmaður Svisslendinga sem er það ekki. Jose Mourinho comments on Granit Xhaka s latest Instagram post encouraging the Arsenal midfielder to get vaccinated against COVID-19. #AFC pic.twitter.com/pGy5C4X2ig— Chris Wheatley (@ChrisWheatley_) September 3, 2021 „Við mæltum með því við alla leikmenn að láta bólusetja sig. En hann tók þessa ákvörðun persónulega, og það er hans réttur að neita bólusetningu.“ sagði Adrian Arnold, upplýsingafulltrúi svissneska landsliðsins. Xhaka sætti gagnrýni fyrir að vera ekki bólusettur en Dominique Blanc, forseti svissneska knattspyrnusambandsins, fordæmdi þá gagnrýni: „Við stöndum fyrir virðingu og umburðarlyndi. Við fordæmum því fjandskapinn sem Granit Xhaka hefur sætt fyrir að vera ekki bólusettur.“ Chris Wheatley, blaðamaður sem sérhæfir sig í öllu sem viðkemur Arsenal, benti á ummæli sem José Mourinho, þjálfari Roma, lét undir nýlegustu færslu Xhaka á samfélagsmiðlinum Instagram. „Fáðu þér sprautuna Granit og vertu öruggur,“ sagði Mourinho í ummælum sem Xhaka svaraði: „Þakka þér herra.“ Töluvert er í næsta leik Xhaka, jafnvel þó hann jafni sig fljótt af smitinu. Hann missir af næsta deildarleik Arsenal eftir að hafa verið vísað af velli í 5-0 tapi liðsins fyrir Manchester City fyrir landsleikjahléið.
Ítalski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Sjá meira